Enski boltinn

Stefán Teitur og fé­lagar kvöddu árið með sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson kom til Preston frá Silkeborg fyrir tímabilið.
Stefán Teitur Þórðarson kom til Preston frá Silkeborg fyrir tímabilið. getty/Ian Cook

Preston lyfti sér upp í 13. sæti ensku B-deildarinnar með 3-1 sigri á Sheffield Wednesday í dag.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston og lék í 71 mínútu í dag. Hann hefur spilað nítján af 24 leikjum Preston í ensku B-deildinni í vetur.

Preston leiddi í hálfleik eftir mark frá Dananum Emil Riis á 29. mínútu. 

Josh Windass jafnaði fyrir Sheffield Wednesday á 59. mínútu en aðeins fjórum mínútum síðar náði Preston forystunni á ný þegar Sam Greenwood skoraði úr vítaspyrnu.

Riis gulltryggði svo sigur Preston þegar hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark liðsins ellefu mínútum fyrir leikslok.

Þetta var aðeins sjötti sigur Preston í 24 deildarleikjum á tímabilinu en liðið hefur gert ellefu jafntefli og tapað sjö leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×