3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. desember 2024 16:55 Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Vilhelm/Einar Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. Þetta kemur fram í mælaborði fiskeldis sem að Matvælastofnun (MAST) heldur úti. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir í samtali við Vísi að meðalafföll í sjókvíaeldi sé að stefna í yfir tuttugu prósent á árinu. „Þetta er tala sem nær yfir fisk sem drepst í kvíunum eða er það illa særður að það þarf að farga honum. Hver eldislota varir lengur en mánuður, í sjókvíaeldi eru þetta svona 18 til 24 mánuðir sem eldislaxinn er í kvíunum. Ef við skoðum hversu mikið hefur drepist í kvíum hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum þessi síðustu tvö ár þá er þetta farið að slá upp í fjörutíu prósent af fiski sem er settur í kvíarnar sem drepst áður en það kemur að slátrun. Þetta eru fjórir fiskar af tíu sem nær ekki slátrun og drepst eða þarf að farga.“ Met slegið ár eftir ár Á síðasta ári var slegið met í förgun og affalli í sjókvíaeldi sem verður seint toppað en þá hafði í raun verið slegið met ár eftir ár fram að því. „Þróunin hér hefur verið þannig að hvert ár hefur verið verra en það sem á undan fór. Þetta ár verður það líklega ekki en það er því að árið í fyrra var svo hrikalegt vegna lúsarfaraldursins í Tálknafirði. Þá þurftu þeir að farga í einum mánuði 1,7 milljón laxa vegna lúsaskaða í október. Desembermánuður er ekki kominn inn á vefsíðuna en það verður ekki slegið enda er þetta líka alveg nógu hrikalegt.“ Langmestu afföllin urðu í nóvember þegar 635.775 fiskar drápust en þá var 20.120 fiskum fargað. Hér fyrir neðan má sjá heildartölu fyrir afföll og förgun fyrir árið. Töflureiknir með heildartölum fyrir hvern mánuð. „Dýravelferðarvandi af óþekktri stærð“ Jón segir að meirihlutann í nóvember hafi drepist í Fáskrúðsfirði. „Meirihlutinn í Fáskrúðsfirði hjá Kaldvík þegar um 434.000 eldislaxar drápust nokkrum dögum eftir að þeir voru settir í kvíarnar. Það er á við um sjöfaldan fjölda alls íslenska villta laxastofnsins. Þetta hýtur að vera meiriháttar fjárhagslegt áfall fyrir Kaldvík. Fyrir utan dýravelferðarmartröðina.“ Í febrúarmánuði voru afföll 525.571 fiskar en 47.654 fiskum var fargað. „Skýringarnar þá voru útsetning smárra seiða í október 2024 og í kjölfarið frekar kaldur vetur fyrir vestan sem olli vetrarsárum og eins var víst sníkjudýrið parvicapsula pseudobranchicola skætt í kvíunum fyrir vestan,“ segir Jón um febrúar mánuð. Jón tekur fram að það sé sorglegt að dýravelferðarsjónarmið fari algjörlega forgörðum í sjókvíaeldi. „Þetta er dýravelferðarvandi af óþekktri stærð. Það er ekki viðbúið að þessi fyrirtæki fái að starfa áfram, að mínu mati og okkar hjá sjóðnum, þegar þau fara svona með skepnurnar sínar.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þetta kemur fram í mælaborði fiskeldis sem að Matvælastofnun (MAST) heldur úti. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir í samtali við Vísi að meðalafföll í sjókvíaeldi sé að stefna í yfir tuttugu prósent á árinu. „Þetta er tala sem nær yfir fisk sem drepst í kvíunum eða er það illa særður að það þarf að farga honum. Hver eldislota varir lengur en mánuður, í sjókvíaeldi eru þetta svona 18 til 24 mánuðir sem eldislaxinn er í kvíunum. Ef við skoðum hversu mikið hefur drepist í kvíum hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum þessi síðustu tvö ár þá er þetta farið að slá upp í fjörutíu prósent af fiski sem er settur í kvíarnar sem drepst áður en það kemur að slátrun. Þetta eru fjórir fiskar af tíu sem nær ekki slátrun og drepst eða þarf að farga.“ Met slegið ár eftir ár Á síðasta ári var slegið met í förgun og affalli í sjókvíaeldi sem verður seint toppað en þá hafði í raun verið slegið met ár eftir ár fram að því. „Þróunin hér hefur verið þannig að hvert ár hefur verið verra en það sem á undan fór. Þetta ár verður það líklega ekki en það er því að árið í fyrra var svo hrikalegt vegna lúsarfaraldursins í Tálknafirði. Þá þurftu þeir að farga í einum mánuði 1,7 milljón laxa vegna lúsaskaða í október. Desembermánuður er ekki kominn inn á vefsíðuna en það verður ekki slegið enda er þetta líka alveg nógu hrikalegt.“ Langmestu afföllin urðu í nóvember þegar 635.775 fiskar drápust en þá var 20.120 fiskum fargað. Hér fyrir neðan má sjá heildartölu fyrir afföll og förgun fyrir árið. Töflureiknir með heildartölum fyrir hvern mánuð. „Dýravelferðarvandi af óþekktri stærð“ Jón segir að meirihlutann í nóvember hafi drepist í Fáskrúðsfirði. „Meirihlutinn í Fáskrúðsfirði hjá Kaldvík þegar um 434.000 eldislaxar drápust nokkrum dögum eftir að þeir voru settir í kvíarnar. Það er á við um sjöfaldan fjölda alls íslenska villta laxastofnsins. Þetta hýtur að vera meiriháttar fjárhagslegt áfall fyrir Kaldvík. Fyrir utan dýravelferðarmartröðina.“ Í febrúarmánuði voru afföll 525.571 fiskar en 47.654 fiskum var fargað. „Skýringarnar þá voru útsetning smárra seiða í október 2024 og í kjölfarið frekar kaldur vetur fyrir vestan sem olli vetrarsárum og eins var víst sníkjudýrið parvicapsula pseudobranchicola skætt í kvíunum fyrir vestan,“ segir Jón um febrúar mánuð. Jón tekur fram að það sé sorglegt að dýravelferðarsjónarmið fari algjörlega forgörðum í sjókvíaeldi. „Þetta er dýravelferðarvandi af óþekktri stærð. Það er ekki viðbúið að þessi fyrirtæki fái að starfa áfram, að mínu mati og okkar hjá sjóðnum, þegar þau fara svona með skepnurnar sínar.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira