Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 12:32 Marcus Rashford var í leikmannahópi Manchester United í síðasta leik, gegn Newcastle, en Rúben Amorim hleypti honum þó ekki inn á völlinn. Getty/Martin Rickett Þó að Marcus Rashford hafi sagst í viðtali vilja „nýja áskorun“ og virðist á förum frá Manchester United þá sá hann ástæðu til að leiðrétta frétt The Sun í upphafi nýs árs. Enska götublaðið The Sun, sem oft þykir fara frjálslega með sannleikann, sló því upp í fyrirsögn seint á gamlárskvöld að Rashford væri kominn í viðræður við nýja umboðsskrifstofu, í viðleitni sinni við að komast í burtu frá Manchester United. Blaðið sagði í grein sinni að Rashford væri í viðræðum við Stellar umboðsskrifstofuna, sem meðal annars hefði komið Gareth Bale frá Tottenham til Real Madrid fyrir 86 milljónir punda árið 2013. Von Rashford væri sú að hann kæmist í nýtt félag núna í janúarglugganum. Með bróður sinn sem umboðsmann „Það er búið að skrifa mikið af falsfréttum síðustu vikur en strákar þetta er að verða algjört rugl. Ég hef aldrei hitt neina umboðsskrifstofu og er ekki með nein plön um að gera það…“ skrifaði Rashford á Instagram. Marcus Rashford birti skjáskot af frétt The Sun og sagði hana falsfrétt.Skjáskot/Instagram Dwaine Maynard, bróðir Rashford, er og hefur verið umboðsmaður þessa 27 ára gamla sóknarmanns. Rashford fékk á ný sæti í leikmannahópi United í síðasta leik ársins, þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Newcastle. Hann fékk þó ekkert að spila og hefur ekki leikið fyrir United síðan 12. desember. Ruben Amorim, stjóri United, tefldi Rashford fram í byrjunarliði í fyrstu tveimur deildarleikjum liðsins undir sinni stjórn, og skoraði Rashford þrjú mörk í þessum leikjum. Hann var hins vegar, ásamt Alejandro Garnacho, tekinn út úr leikmannahópnum fyrir 2-1 sigurinn gegn Manchester City 15. desember, og var utan hóps í fjórum leikjum. Eftir leikinn við City fór Rashford í viðtal og var ekki annað að heyra á honum en að hann stefndi á að yfirgefa United: „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja,“ sagði Rashford og bætti einnig við: „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref.“ United hefur nú tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum, samtals 7-0, gegn Bournemouth, Wovles og Newcastle, eftir að hafa fallið úr leik í deildabikarnum gegn Tottenham með 4-3 tapi. Liðið er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá fallsæti, og á fyrir höndum deildarleik við topplið Liverpool á sunnudaginn og svo bikarleik við Arsenal 12. janúar. Enski boltinn Tengdar fréttir Rashford laus úr útlegð Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. 30. desember 2024 17:49 Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, er hissa á þeim ákvörðunum sem fólkið í kringum Marcus Rashford, leikmann liðsins, virðist vera að taka. 25. desember 2024 12:02 „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Jamie Carragher segir að það sé talað gríðarlega mikið um Marcus Rashford miðað við ekki betri leikmann. 20. desember 2024 13:31 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Í beinni: Arsenal - Brentford | Toppliðið leitar að andrými „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Sjá meira
Enska götublaðið The Sun, sem oft þykir fara frjálslega með sannleikann, sló því upp í fyrirsögn seint á gamlárskvöld að Rashford væri kominn í viðræður við nýja umboðsskrifstofu, í viðleitni sinni við að komast í burtu frá Manchester United. Blaðið sagði í grein sinni að Rashford væri í viðræðum við Stellar umboðsskrifstofuna, sem meðal annars hefði komið Gareth Bale frá Tottenham til Real Madrid fyrir 86 milljónir punda árið 2013. Von Rashford væri sú að hann kæmist í nýtt félag núna í janúarglugganum. Með bróður sinn sem umboðsmann „Það er búið að skrifa mikið af falsfréttum síðustu vikur en strákar þetta er að verða algjört rugl. Ég hef aldrei hitt neina umboðsskrifstofu og er ekki með nein plön um að gera það…“ skrifaði Rashford á Instagram. Marcus Rashford birti skjáskot af frétt The Sun og sagði hana falsfrétt.Skjáskot/Instagram Dwaine Maynard, bróðir Rashford, er og hefur verið umboðsmaður þessa 27 ára gamla sóknarmanns. Rashford fékk á ný sæti í leikmannahópi United í síðasta leik ársins, þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Newcastle. Hann fékk þó ekkert að spila og hefur ekki leikið fyrir United síðan 12. desember. Ruben Amorim, stjóri United, tefldi Rashford fram í byrjunarliði í fyrstu tveimur deildarleikjum liðsins undir sinni stjórn, og skoraði Rashford þrjú mörk í þessum leikjum. Hann var hins vegar, ásamt Alejandro Garnacho, tekinn út úr leikmannahópnum fyrir 2-1 sigurinn gegn Manchester City 15. desember, og var utan hóps í fjórum leikjum. Eftir leikinn við City fór Rashford í viðtal og var ekki annað að heyra á honum en að hann stefndi á að yfirgefa United: „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja,“ sagði Rashford og bætti einnig við: „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref.“ United hefur nú tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum, samtals 7-0, gegn Bournemouth, Wovles og Newcastle, eftir að hafa fallið úr leik í deildabikarnum gegn Tottenham með 4-3 tapi. Liðið er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá fallsæti, og á fyrir höndum deildarleik við topplið Liverpool á sunnudaginn og svo bikarleik við Arsenal 12. janúar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rashford laus úr útlegð Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. 30. desember 2024 17:49 Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, er hissa á þeim ákvörðunum sem fólkið í kringum Marcus Rashford, leikmann liðsins, virðist vera að taka. 25. desember 2024 12:02 „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Jamie Carragher segir að það sé talað gríðarlega mikið um Marcus Rashford miðað við ekki betri leikmann. 20. desember 2024 13:31 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Í beinni: Arsenal - Brentford | Toppliðið leitar að andrými „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Sjá meira
Rashford laus úr útlegð Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. 30. desember 2024 17:49
Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, er hissa á þeim ákvörðunum sem fólkið í kringum Marcus Rashford, leikmann liðsins, virðist vera að taka. 25. desember 2024 12:02
„Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Jamie Carragher segir að það sé talað gríðarlega mikið um Marcus Rashford miðað við ekki betri leikmann. 20. desember 2024 13:31