Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 16:33 Magnus Carlsen er heimsmeistari í hraðskák og deilir nú titlinum með Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo. Getty/Misha Friedman Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. Carlsen mætti Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo, í úrslitaleiknum á gamlársdag og að tillögu Carlsen, sem Nepo samþykkti, fengu þeir á endanum að deila heimsmeistaratitlinum. Staðan var þá jöfn í leik þeirra og þeir búnir að semja um þrjú jafntefli í röð. Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann, sem lýsa mætti sem svörnum óvini Carlsen allt frá því að Carlsen sakaði Niemann um svindl árið 2022, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa harðlega ákvörðunina um jafnteflið í úrslitaleiknum. Kallað eftir rannsókn Niemann hefur einnig deilt myndbandi af því þegar Carlsen sagði við Nepo, áður en forráðamenn FIDE höfðu ákveðið sig varðandi beiðnina um jafntefli: „Ef þeir hafna þessu þá gerum við bara jafntefli þar til þeir gefast upp.“ Þetta segir Niemann kalla á rannsókn siðanefndar FIDE. „Ég trúi ekki að tveir keppendur sem með óvægnum hætti ásökuðu mig og reyndu að eyðileggja ferilinn minn skuli brjóta reglurnar opinberlega. Kaldhæðnin verður ekki verri,“ skrifaði Bandaríkjamaðurinn meðal annars á Twitter. Carlsen sá ástæðu til að svara fyrir sig á Twitter og skrifaði þar: „Ég hef aldrei á mínum ferli samþykkt jafntefli fyrir fram. Á þessu myndbandi er ég að grínast við Ian í aðstæðum þar sem vantar upp á reglur til að skera úr um sigurvegara. Þetta var augljóslega ekki tilraun til að hafa áhrif á FIDE. Orðin féllu í þeim anda að ég taldi að FIDE myndi samþykkja tillögu okkar. Ef eitthvað þá var þetta lélegur brandari í ljósi þessarar alvarlegu stöðu.“ Segir tístið frá Carlsen hafa skýrt málið Dvorkovich hefur nú tjáð sig um málið í samtali við norska ríkismiðilinn NRK og segir: „Þetta mál verður rætt af forystu FIDE en ég held að tístið frá Magnusi í gær hafi verið mikilvægt innlegg til að útskýra málið.“ „Persónulega er ég ekki hrifinn af refsingum,“ sagði Dvorkovich sem samkvæmt grein NRK var sá sem að tók ákvörðunina um að heimila jafntefli í úrslitaleiknum. Skák Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira
Carlsen mætti Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo, í úrslitaleiknum á gamlársdag og að tillögu Carlsen, sem Nepo samþykkti, fengu þeir á endanum að deila heimsmeistaratitlinum. Staðan var þá jöfn í leik þeirra og þeir búnir að semja um þrjú jafntefli í röð. Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann, sem lýsa mætti sem svörnum óvini Carlsen allt frá því að Carlsen sakaði Niemann um svindl árið 2022, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa harðlega ákvörðunina um jafnteflið í úrslitaleiknum. Kallað eftir rannsókn Niemann hefur einnig deilt myndbandi af því þegar Carlsen sagði við Nepo, áður en forráðamenn FIDE höfðu ákveðið sig varðandi beiðnina um jafntefli: „Ef þeir hafna þessu þá gerum við bara jafntefli þar til þeir gefast upp.“ Þetta segir Niemann kalla á rannsókn siðanefndar FIDE. „Ég trúi ekki að tveir keppendur sem með óvægnum hætti ásökuðu mig og reyndu að eyðileggja ferilinn minn skuli brjóta reglurnar opinberlega. Kaldhæðnin verður ekki verri,“ skrifaði Bandaríkjamaðurinn meðal annars á Twitter. Carlsen sá ástæðu til að svara fyrir sig á Twitter og skrifaði þar: „Ég hef aldrei á mínum ferli samþykkt jafntefli fyrir fram. Á þessu myndbandi er ég að grínast við Ian í aðstæðum þar sem vantar upp á reglur til að skera úr um sigurvegara. Þetta var augljóslega ekki tilraun til að hafa áhrif á FIDE. Orðin féllu í þeim anda að ég taldi að FIDE myndi samþykkja tillögu okkar. Ef eitthvað þá var þetta lélegur brandari í ljósi þessarar alvarlegu stöðu.“ Segir tístið frá Carlsen hafa skýrt málið Dvorkovich hefur nú tjáð sig um málið í samtali við norska ríkismiðilinn NRK og segir: „Þetta mál verður rætt af forystu FIDE en ég held að tístið frá Magnusi í gær hafi verið mikilvægt innlegg til að útskýra málið.“ „Persónulega er ég ekki hrifinn af refsingum,“ sagði Dvorkovich sem samkvæmt grein NRK var sá sem að tók ákvörðunina um að heimila jafntefli í úrslitaleiknum.
Skák Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira