Íslenski boltinn

Berg­lind­ Björg í raðir Breiða­bliks

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Berglind Björg er mætt aftur í grænt.
Berglind Björg er mætt aftur í grænt. Breiðablik

Framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks. 

Frá þessu greina Íslandsmeistararnir á samfélagsmiðlum sínum.

Hin þaulreynda Berglind Björg lék með Val í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á síðustu leiktíð. Hafði hún verið frá keppni um nokkurt skeið eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn.

Að tímabilinu loknu ákvað Valur að segja óvænt upp samningi framherjans og henni því frjálst að semja við hvaða félag sem er. Nú er hún hins vegar snúin aftur í Kópavoginn í þriðja sinn eftir að hafa spilað með Blikum frá 2007 til 2010 og svo frá 2016 til 2020.

Berglind Björg verður 33 ára á árinu, hún hefur spilað 72 A-landsleiki og skorað í þeim 12 mörk. Hún hefur leikið 203 leiki í efstu deild hér á landi og skorað í þeim 141 mark. Hefur framherjinn jafnframt spilað sem atvinnumaður á Ítalíu, í Holandi, Frakklandi, Svíþjóð og Noregi.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×