Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2025 08:32 Marcus Rashford fagnar síðasta marki sínu Manchester United. Verða þau fleiri? Það er stóra spurningin. Getty/Ash Donelon Framtíð Marcus Rashford hjá Manchester United er í uppnámi en það verður ekki auðvelt að finna félag sem hefur efni á honum og launum hans. Enskir fjölmiðlar hafa verið að orða Rashford við sádi-arabísku deildina enda peningar þar til að bjóða honum góð kjör. Samkvæmt upplýsingum ítalska skúbbarans Fabrizio Romano þá hefur Rashford ekki áhuga á því að fara til Sádi-Arabíu. Chris Wheeler, blaðamaður á Daily Mail, segir einnig frá því að Rashford hafi í raun þegar hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu sem gætu skilað honum 35 milljónum punda í árslaun sem gera um sex milljarða króna. 🔴 Marcus Rashford rejects 3 offers from Saudi Pro League worth up to £35m-a-yr⚫️ Wants to join club & league that gives him a chance of winning back England place🔴 Utd may listen to offers in Jan after Rashford missed last 5 games⚫️ Player still open to staying at OT #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) January 2, 2025 Samkvæmt fyrrnefndum fréttum þá vill Rashford komast í deild og til liðs þar sem hann getur unnið sér aftur sæti í enska landsliðinu. Hann er líka sagður tilbúinn að spila áfram á Old Trafford. Það er líklegast eins og staðan er núna að hann verði lánaður til liðs utan Englands. Rashford hefur ekki komið við sögu í síðustu fjórum deildarleikjum United. Hann var utan hóps í fyrstu þremur leikjunum en sat allan tímann á bekknum í síðasta leik. Það fylgir sögunni að United hefur aðeins skorað tvö mörk í þessum fjórum deildarleikjum og þau komu bæði í sigrinum á Manchester City 15. desember. Liðið hefur ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og tapaði þeim öllum á móti Bournemouth, Wolves og Newcastle. Það gerir þetta enn verra fyrir Rashford að það sé ekki pláss fyrir hann í liðinu þrátt fyrir bitlausan sóknarleik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Enskir fjölmiðlar hafa verið að orða Rashford við sádi-arabísku deildina enda peningar þar til að bjóða honum góð kjör. Samkvæmt upplýsingum ítalska skúbbarans Fabrizio Romano þá hefur Rashford ekki áhuga á því að fara til Sádi-Arabíu. Chris Wheeler, blaðamaður á Daily Mail, segir einnig frá því að Rashford hafi í raun þegar hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu sem gætu skilað honum 35 milljónum punda í árslaun sem gera um sex milljarða króna. 🔴 Marcus Rashford rejects 3 offers from Saudi Pro League worth up to £35m-a-yr⚫️ Wants to join club & league that gives him a chance of winning back England place🔴 Utd may listen to offers in Jan after Rashford missed last 5 games⚫️ Player still open to staying at OT #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) January 2, 2025 Samkvæmt fyrrnefndum fréttum þá vill Rashford komast í deild og til liðs þar sem hann getur unnið sér aftur sæti í enska landsliðinu. Hann er líka sagður tilbúinn að spila áfram á Old Trafford. Það er líklegast eins og staðan er núna að hann verði lánaður til liðs utan Englands. Rashford hefur ekki komið við sögu í síðustu fjórum deildarleikjum United. Hann var utan hóps í fyrstu þremur leikjunum en sat allan tímann á bekknum í síðasta leik. Það fylgir sögunni að United hefur aðeins skorað tvö mörk í þessum fjórum deildarleikjum og þau komu bæði í sigrinum á Manchester City 15. desember. Liðið hefur ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og tapaði þeim öllum á móti Bournemouth, Wolves og Newcastle. Það gerir þetta enn verra fyrir Rashford að það sé ekki pláss fyrir hann í liðinu þrátt fyrir bitlausan sóknarleik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira