Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2025 07:03 Atli Steinn við bjargbrúnina í Miklagljúfri með kærustunni Robin Burgess og eiginkonunni Anitu Sjøstrøm Libell Andersen. Atli Steinn Það eru fáir sem kunna að lifa lífinu eins og Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður Morgunblaðsins sem um árabil hefur fært Íslendingum magnaðar fréttaskýringar frá Noregi þar sem hann er búsettur. Atli gifti sig í síðustu viku við Miklagljúfur en það sem vakti hve mesta athygli við ráðahaginn var að kærasta þeirra hjóna gaf þau saman. „Það er í rauninni bara mjög fínt,“ segir Atli Steinn í samtali við Vísi þegar blaðamanni datt í hug að slá á þráðinn til hans þar sem hann er staddur í Las Vegas. Atli svaraði jafnvel þó klukkan væri farin að ganga fimm að morgni vestanhafs, enda í fríi að njóta lífsins. Hann segist aldrei áður hafa tjáð sig um þennan lífsstíl á opinberum vettvangi fyrr en í Facebook færslunni umræddu á Gamlársdag þar sem hann tilkynnti að hann væri giftur. „Ég hef fundið minn lífsförunaut,“ segir Atli sem verður í Bandaríkjunum þar til á þrettándanum. Þau hjónin lifa swingers lífsstíl. „Við sofum náttúrulega hjá öðrum pörum líka og erum upptekin í swinginu, eina reglan hjá okkur er að við erum alltaf bæði viðstödd. Það hefur aldrei klikkað. Það er bara þannig og það er svo sem ekkert mál.“ Kynntist konunni í gegnum gervikærustu Atli segist hafa lifað swing lífsstílnum um nokkurra ára skeið en swing vísar til þess að stunda kynlíf með öðrum pörum eða einstaklingum á meðan viðkomandi er í sambandi. Hann kynntist eiginkonu sinni Anitu Sjøstrøm í gegnum slíkan klúbb í smábænum Tønsberg þar sem hann er búsettur í Austur-Noregi. „Við erum bæði á sextugsaldri og ákváðum að gifta okkur bara svona til að krydda tilveruna. Það er engin praktísk ástæða. Við eigum engin börn saman en eigum hús. Við erum bæði á sextugsaldri, þannig þetta verður örugglega síðasta hjónabandið. Við verðum dauð eftir 25 ár,“ segir Atli hlæjandi með sinni einstöku getu til þess að greina og rýna lífið. Hann útskýrir að hann hafi stundað swingklúbbinn í heimabænum með svokallaðri gervikærustu. Konu sem hann hafi auglýst eftir í swing Facebook hópi því honum er illa við að fara einn í swing klúbb en það er í boði á föstudögum. „Mér fannst það bara vera prinsippið í swingklúbbi að fólk kæmi sem par eða ekki og ég auglýsti því eftir konu sem gæti kíkt með mér annars slagið. Hún finnst og þetta er stórvinkona Anítu. Hún segir henni að það sé brjálaður Íslendingur í Tønsberg sem muni örugglega eiga vel við hana. Þannig fór að hún sendi mér vinabeiðni á Facebook einhvern tímann í júlí í fyrra. Þannig hófst þetta og þetta er allt saman mjög merkilegt mál.“ Eiginkonan gerði aldrei athugasemd Kærustunni Robin Burgess sem búsett er í Phoenix í Arizona-ríki segir Atli að hann hafi fyrst kynnst á Íslandi í nóvember 2023 þegar hann kom til landsins á árlega endurfundi vina sinna úr Garðabænum. Tíu dögum seinna hafi þau byrjuð saman. „En við segjum þetta náttúrulega bara. Þetta er hálfgert grín af því að við vitum nú ekkert hvenær við hittum hana næst. Þetta er heilmikið ferðalag, þetta er ekki eins og hún búi í Hafnarfirði og við í Reykjavík. Okkur finnst bara fyndið og sniðugt að segja þetta og tengjum bara rosalega vel saman, við köllum hana kærustu en þetta er ekki formlegt.“ Nýgift!Atli Steinn Þannig hafi Robin ferðast alla leið til Íslands til að vera viðstödd stórafmæli Atla sem fór fram í Hörpu í desember svo athygli vakti. Hún hafi einnig mætt í innflutningspartý til hans í Noregi og því ferðast sjö þúsund kílómetra fram og til baka til að hitta Atla. „Hún á að baki 28 þúsund kílómetra í mína þágu.“ Atli segir eiginkonu sína Anitu vera mikla félagsveru. Hún hafi aldrei gert athugasemd við sambandsformið. Þau hafi vitað að hverju þau gengu hjá hvort öðru. „Fólk bæði í swingi og í öllum þessum valkvæða lífsstíl, er frekar opið og það er tilbúið til þess að yppa öxlum og segja já við hlutum sem margir aðrir myndu kannski fetta fingur út í. Við erum eiginlega að fara í þennan fasa í ævinni, að maður fer nú að verða ókræsilegur í útliti á næstu tíu árum og svona þannig maður veit náttúrulega ekki hversu mikil kynlífsvilla lífið verður en þetta ákváðum við og bara að hafa gaman af þessu.“ Aðrir hafi stundum velt lífi þeirra fyrir sér. „Ég hef reyndar verið í opnum samböndum áður en ekki hjónabandi. Vinir hennar hérna í Noregi náttúrulega segja okkur klikkuð, samt hafa nú tvær vinkonur hennar sofið hjá okkur.“ Atli Steinn hefur fundið sinn lífsförunaut í Anitu.Atli Steinn Finnst skemmtilegast að tala við aðra swingera Atli segir þau Anitu að miklu leyti vera hætt að kíkja á swingklúbbinn í Tonsberg. Þau hitti hins vegar fólk sem deili áhugamálinu en margt þurfi að ganga upp, það sé ekki á vísan að róa að það myndist kemistría á milli fólks. „Þetta eru fjórar persónur. Aníta er nú sko mikill kvennabósi, nánast meiri en ég. Þannig að við erum eiginleg farin meira bara að hitta stakar konur og það er voðalega gaman.“ Atli segir Skandinava sérstaklega öfluga í að reka swingklúbba og ber klúbbnum í Tonsberg þar sem hann og Anita kynntust vel söguna. Klúbburinn sé í gömlu einbýlishúsi en þó ekki með vínveitingaleyfi. „Þannig að fólk bara kemur með sitt eigið áfengi, fær bara miða, fær semsagt fataskáp og er bara með númer þess á áfenginu, svo bara kemur fólk á barinn, þar eru tveir starfsmenn og þeir blanda fyrir þau í glas og svo er setustofa niðri og önnur hæðin er kynlífshæðin. Þar er til dæmis hópkynlífsrúm sem er latex klætt og svart og ég held það sé níu sinnum fjórir metrar og nokkur herbergi með ýmsum búnaði.“ Atli segir að sér hafi fundist rosalega skemmtilegt að sitja á fyrstu hæðinni og fá sér í glas með fólki. Þarna sé kominn saman þvílíkur þverskurður af norsku þjóðfélagi sem sameinist í swingi. „Þetta er ótrúlegt, þarna eru tannlæknar, læknar og sjómenn og allt sem sameinast í þessu áhugamáli og öllum finnst mjög auðvelt að tala um þetta sín á milli. Þarna eru allar stéttir og allt og þær bara mást út. Þetta er ægilega skemmtilegt félagsfræðilegt fyrirbæri. Mér finnst ég eiga meira heima þarna heldur en á venjulegum börum. Þetta er mjög skemmtilegt. Margir búnir að vera í þessu lengi og að segja einhverjar sögur.“ Ætla að gifta sig aftur Þau Anita halda heim á leið á þrettándanum 6. janúar og segist Atli búast við að það verði helvíti á jörðu, enda langt ferðalag framundan. Þau eru þó hvergi nærri af baki dottin þegar kemur að fögnuði en þau ætla að gifta sig aftur í Noregi á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. maí. „Sem er líka afmælisdagur Anitu og hittir á laugardag í ár. Pældu í því. Það er einafaldlega vegna þess að við vorum ekkert að leggja það á tengdaforeldra mína til dæmis að mæta hérna í Miklagljúfur,“ segir Atli. Veislan verður í þetta skiptið haldin úti í garði. „Þangað ætlum við að bjóða fólki, hafa stífa drykkju og það verður íslenskur prestur, sóknarpresturinn í Haugsbygda sem hefur tekið þetta að sér, séra Lena Rós Matthíasdóttir sem er mikill nagli.“ En mun kærastan mæta og verða viðstödd? „Það fer allt eftir önnum hjá henni. Hún er að flytja einhver mál og er mjög mikið að vinna fyrir lyfjafyrirtæki og spítala. Ef það eru réttarhöld í gangi þá er líf hennar á hliðinni á meðan.“ Ástin og lífið Tímamót Kynlíf Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Sjá meira
„Það er í rauninni bara mjög fínt,“ segir Atli Steinn í samtali við Vísi þegar blaðamanni datt í hug að slá á þráðinn til hans þar sem hann er staddur í Las Vegas. Atli svaraði jafnvel þó klukkan væri farin að ganga fimm að morgni vestanhafs, enda í fríi að njóta lífsins. Hann segist aldrei áður hafa tjáð sig um þennan lífsstíl á opinberum vettvangi fyrr en í Facebook færslunni umræddu á Gamlársdag þar sem hann tilkynnti að hann væri giftur. „Ég hef fundið minn lífsförunaut,“ segir Atli sem verður í Bandaríkjunum þar til á þrettándanum. Þau hjónin lifa swingers lífsstíl. „Við sofum náttúrulega hjá öðrum pörum líka og erum upptekin í swinginu, eina reglan hjá okkur er að við erum alltaf bæði viðstödd. Það hefur aldrei klikkað. Það er bara þannig og það er svo sem ekkert mál.“ Kynntist konunni í gegnum gervikærustu Atli segist hafa lifað swing lífsstílnum um nokkurra ára skeið en swing vísar til þess að stunda kynlíf með öðrum pörum eða einstaklingum á meðan viðkomandi er í sambandi. Hann kynntist eiginkonu sinni Anitu Sjøstrøm í gegnum slíkan klúbb í smábænum Tønsberg þar sem hann er búsettur í Austur-Noregi. „Við erum bæði á sextugsaldri og ákváðum að gifta okkur bara svona til að krydda tilveruna. Það er engin praktísk ástæða. Við eigum engin börn saman en eigum hús. Við erum bæði á sextugsaldri, þannig þetta verður örugglega síðasta hjónabandið. Við verðum dauð eftir 25 ár,“ segir Atli hlæjandi með sinni einstöku getu til þess að greina og rýna lífið. Hann útskýrir að hann hafi stundað swingklúbbinn í heimabænum með svokallaðri gervikærustu. Konu sem hann hafi auglýst eftir í swing Facebook hópi því honum er illa við að fara einn í swing klúbb en það er í boði á föstudögum. „Mér fannst það bara vera prinsippið í swingklúbbi að fólk kæmi sem par eða ekki og ég auglýsti því eftir konu sem gæti kíkt með mér annars slagið. Hún finnst og þetta er stórvinkona Anítu. Hún segir henni að það sé brjálaður Íslendingur í Tønsberg sem muni örugglega eiga vel við hana. Þannig fór að hún sendi mér vinabeiðni á Facebook einhvern tímann í júlí í fyrra. Þannig hófst þetta og þetta er allt saman mjög merkilegt mál.“ Eiginkonan gerði aldrei athugasemd Kærustunni Robin Burgess sem búsett er í Phoenix í Arizona-ríki segir Atli að hann hafi fyrst kynnst á Íslandi í nóvember 2023 þegar hann kom til landsins á árlega endurfundi vina sinna úr Garðabænum. Tíu dögum seinna hafi þau byrjuð saman. „En við segjum þetta náttúrulega bara. Þetta er hálfgert grín af því að við vitum nú ekkert hvenær við hittum hana næst. Þetta er heilmikið ferðalag, þetta er ekki eins og hún búi í Hafnarfirði og við í Reykjavík. Okkur finnst bara fyndið og sniðugt að segja þetta og tengjum bara rosalega vel saman, við köllum hana kærustu en þetta er ekki formlegt.“ Nýgift!Atli Steinn Þannig hafi Robin ferðast alla leið til Íslands til að vera viðstödd stórafmæli Atla sem fór fram í Hörpu í desember svo athygli vakti. Hún hafi einnig mætt í innflutningspartý til hans í Noregi og því ferðast sjö þúsund kílómetra fram og til baka til að hitta Atla. „Hún á að baki 28 þúsund kílómetra í mína þágu.“ Atli segir eiginkonu sína Anitu vera mikla félagsveru. Hún hafi aldrei gert athugasemd við sambandsformið. Þau hafi vitað að hverju þau gengu hjá hvort öðru. „Fólk bæði í swingi og í öllum þessum valkvæða lífsstíl, er frekar opið og það er tilbúið til þess að yppa öxlum og segja já við hlutum sem margir aðrir myndu kannski fetta fingur út í. Við erum eiginlega að fara í þennan fasa í ævinni, að maður fer nú að verða ókræsilegur í útliti á næstu tíu árum og svona þannig maður veit náttúrulega ekki hversu mikil kynlífsvilla lífið verður en þetta ákváðum við og bara að hafa gaman af þessu.“ Aðrir hafi stundum velt lífi þeirra fyrir sér. „Ég hef reyndar verið í opnum samböndum áður en ekki hjónabandi. Vinir hennar hérna í Noregi náttúrulega segja okkur klikkuð, samt hafa nú tvær vinkonur hennar sofið hjá okkur.“ Atli Steinn hefur fundið sinn lífsförunaut í Anitu.Atli Steinn Finnst skemmtilegast að tala við aðra swingera Atli segir þau Anitu að miklu leyti vera hætt að kíkja á swingklúbbinn í Tonsberg. Þau hitti hins vegar fólk sem deili áhugamálinu en margt þurfi að ganga upp, það sé ekki á vísan að róa að það myndist kemistría á milli fólks. „Þetta eru fjórar persónur. Aníta er nú sko mikill kvennabósi, nánast meiri en ég. Þannig að við erum eiginleg farin meira bara að hitta stakar konur og það er voðalega gaman.“ Atli segir Skandinava sérstaklega öfluga í að reka swingklúbba og ber klúbbnum í Tonsberg þar sem hann og Anita kynntust vel söguna. Klúbburinn sé í gömlu einbýlishúsi en þó ekki með vínveitingaleyfi. „Þannig að fólk bara kemur með sitt eigið áfengi, fær bara miða, fær semsagt fataskáp og er bara með númer þess á áfenginu, svo bara kemur fólk á barinn, þar eru tveir starfsmenn og þeir blanda fyrir þau í glas og svo er setustofa niðri og önnur hæðin er kynlífshæðin. Þar er til dæmis hópkynlífsrúm sem er latex klætt og svart og ég held það sé níu sinnum fjórir metrar og nokkur herbergi með ýmsum búnaði.“ Atli segir að sér hafi fundist rosalega skemmtilegt að sitja á fyrstu hæðinni og fá sér í glas með fólki. Þarna sé kominn saman þvílíkur þverskurður af norsku þjóðfélagi sem sameinist í swingi. „Þetta er ótrúlegt, þarna eru tannlæknar, læknar og sjómenn og allt sem sameinast í þessu áhugamáli og öllum finnst mjög auðvelt að tala um þetta sín á milli. Þarna eru allar stéttir og allt og þær bara mást út. Þetta er ægilega skemmtilegt félagsfræðilegt fyrirbæri. Mér finnst ég eiga meira heima þarna heldur en á venjulegum börum. Þetta er mjög skemmtilegt. Margir búnir að vera í þessu lengi og að segja einhverjar sögur.“ Ætla að gifta sig aftur Þau Anita halda heim á leið á þrettándanum 6. janúar og segist Atli búast við að það verði helvíti á jörðu, enda langt ferðalag framundan. Þau eru þó hvergi nærri af baki dottin þegar kemur að fögnuði en þau ætla að gifta sig aftur í Noregi á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. maí. „Sem er líka afmælisdagur Anitu og hittir á laugardag í ár. Pældu í því. Það er einafaldlega vegna þess að við vorum ekkert að leggja það á tengdaforeldra mína til dæmis að mæta hérna í Miklagljúfur,“ segir Atli. Veislan verður í þetta skiptið haldin úti í garði. „Þangað ætlum við að bjóða fólki, hafa stífa drykkju og það verður íslenskur prestur, sóknarpresturinn í Haugsbygda sem hefur tekið þetta að sér, séra Lena Rós Matthíasdóttir sem er mikill nagli.“ En mun kærastan mæta og verða viðstödd? „Það fer allt eftir önnum hjá henni. Hún er að flytja einhver mál og er mjög mikið að vinna fyrir lyfjafyrirtæki og spítala. Ef það eru réttarhöld í gangi þá er líf hennar á hliðinni á meðan.“
Ástin og lífið Tímamót Kynlíf Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Sjá meira