Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 22:16 Washington Post er í eigu Jeff Bezos. Skopmynd sem sýndi hann bugta sig og beygja fyrir Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, átti ekki upp á pallborðið hjá ritstjórninni. Andrew Harnik/Getty Verðlaunaskopmyndateiknari hefur sagt stöðu sinni hjá bandaríska fjölmiðlinum Washington Post lausri, eftir að mynd sem sýndi eiganda blaðsins krjúpa fyrir verðandi forseta Bandaríkjanna, ásamt fleiri auðjöfrum, var hafnað af ritstjórn blaðsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Ann Telnaes, sem hlotið hefur Pulitzer-verðlaun fyrir verk sín, sé hætt á Washinton Post eftir langan tíma í starfi. Hún hafði teiknað mynd sem sýndi Jeff Bezos, eiganda blaðsins og einn auðugasta mann veraldar, krjúpa fyrir Donald Trump, nýkjörnum Bandaríkjaforseta. Á myndinni mátti einnig sjá Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, og Sam Altman, forstjóra gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, krjúpa fyrir forsetanum verðandi. Með þeim er Disney-fígúran Mikki Mús, en ABCNews, sem er í eigu Disney, samþykkti í síðasta mánuði að greiða Trump 15 milljónir dollara í sáttagreiðslu vegna meiðyrðamáls sem hann höfðaði á hendur fréttastofunni. Hér má sjá uppkast af myndinni sem um ræðir.Ann Telnaes Gagnrýndi undirlægjuhátt auðmanna „Teikningin sem var hafnað gagnrýnir að milljarðamæringar úr tækni- og fjölmiðlageiranum hafi gert sitt besta til að komast í mjúkinn hjá Trump, verðandi forseta,“ segir í tilkynningu Telnaes í kjölfar uppsagnarinnar. „Aldrei á ferli mínum hefur birtingu myndar eftir mig verið hafnað vegna þess hverjum ég kýs að beina penna mínum að. Þar til núna.“ Sú staðreynd að birtingu myndarinnar hefði verið hafnað væri stór breyting og „hættuleg frjálsri fjölmiðlun“. Ekkert annarlegt að baki ákvörðuninni David Shipley, einn af ritstjórum á Washington Post, segir hins vegar að myndinni hafi verið hafnað til að forðast endurtekningar, ekki vegna þess að eigandi miðilsins var þar hafður að háði og spotti. „Ég virði Ann Telnaes og allt sem hún hefur gert fyrir Washington Post. Ég verð hins vegar að vera ósammála túlkun hennar á þessu. Ekki allar ritstjórnarlegar ákvarðanir eru teknar með annarlegar hvatir í huga.“ Hann segist hafa tekið ákvörðunina með það að leiðarljósi að nýega hefði birst skoðanadálkur sem fjallaði um sama efni, auk þess sem annar slíkur væri í burðarliðnum. Sá síðarnefndi væri skrifaður í háði, á sama hátt og umrædd mynd hefði verið teiknuð. Bezos hrifinn af Trump Jeff Bezos, eigandi Washington Post, er einn auðugasti maður veraldar. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að Amazon, félag í eigu hans, myndi veita einni milljón dollara í sjóð utan um embættistöku Trumps, sem fer fram 20. janúar næstkomandi. Þá lýsti hann kjöri Trumps í embætti forseta sem stórkostlegri pólitískri endurkomu og snæddi með honum á heimili hans í Flórída. Þá kom Bezos í veg fyrir að Washington Post lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps í nóvember. Bezos hefur síðan varið ákvörðunina, en blaðið missti um 250 þúsund áskrifendur í kjölfar hennar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Amazon Meta Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Ann Telnaes, sem hlotið hefur Pulitzer-verðlaun fyrir verk sín, sé hætt á Washinton Post eftir langan tíma í starfi. Hún hafði teiknað mynd sem sýndi Jeff Bezos, eiganda blaðsins og einn auðugasta mann veraldar, krjúpa fyrir Donald Trump, nýkjörnum Bandaríkjaforseta. Á myndinni mátti einnig sjá Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, og Sam Altman, forstjóra gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, krjúpa fyrir forsetanum verðandi. Með þeim er Disney-fígúran Mikki Mús, en ABCNews, sem er í eigu Disney, samþykkti í síðasta mánuði að greiða Trump 15 milljónir dollara í sáttagreiðslu vegna meiðyrðamáls sem hann höfðaði á hendur fréttastofunni. Hér má sjá uppkast af myndinni sem um ræðir.Ann Telnaes Gagnrýndi undirlægjuhátt auðmanna „Teikningin sem var hafnað gagnrýnir að milljarðamæringar úr tækni- og fjölmiðlageiranum hafi gert sitt besta til að komast í mjúkinn hjá Trump, verðandi forseta,“ segir í tilkynningu Telnaes í kjölfar uppsagnarinnar. „Aldrei á ferli mínum hefur birtingu myndar eftir mig verið hafnað vegna þess hverjum ég kýs að beina penna mínum að. Þar til núna.“ Sú staðreynd að birtingu myndarinnar hefði verið hafnað væri stór breyting og „hættuleg frjálsri fjölmiðlun“. Ekkert annarlegt að baki ákvörðuninni David Shipley, einn af ritstjórum á Washington Post, segir hins vegar að myndinni hafi verið hafnað til að forðast endurtekningar, ekki vegna þess að eigandi miðilsins var þar hafður að háði og spotti. „Ég virði Ann Telnaes og allt sem hún hefur gert fyrir Washington Post. Ég verð hins vegar að vera ósammála túlkun hennar á þessu. Ekki allar ritstjórnarlegar ákvarðanir eru teknar með annarlegar hvatir í huga.“ Hann segist hafa tekið ákvörðunina með það að leiðarljósi að nýega hefði birst skoðanadálkur sem fjallaði um sama efni, auk þess sem annar slíkur væri í burðarliðnum. Sá síðarnefndi væri skrifaður í háði, á sama hátt og umrædd mynd hefði verið teiknuð. Bezos hrifinn af Trump Jeff Bezos, eigandi Washington Post, er einn auðugasti maður veraldar. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að Amazon, félag í eigu hans, myndi veita einni milljón dollara í sjóð utan um embættistöku Trumps, sem fer fram 20. janúar næstkomandi. Þá lýsti hann kjöri Trumps í embætti forseta sem stórkostlegri pólitískri endurkomu og snæddi með honum á heimili hans í Flórída. Þá kom Bezos í veg fyrir að Washington Post lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps í nóvember. Bezos hefur síðan varið ákvörðunina, en blaðið missti um 250 þúsund áskrifendur í kjölfar hennar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Amazon Meta Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira