„Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 13:32 Jónas Björn Sigurgeirsson birti þessa mynd á Facebook af sér og Edward Pettifer sem lést í hryðjuverkaárásinni í New Orleans á nýársdag. Mynd/Jónas Jónas Björn Sigurgeirsson, bókaútgefandi og eiginmaður Rósu Guðbjartsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins, segir Edward Pettifer sem lést í hryðjuverkaárásinni í New Orleans á nýársdag hafa verið einstaklega skemmtilegan mann með frábært skopskyn. Jónas birti mynd af þeim félögunum saman í gær á Facebook-síðu sinni en þeir kynntust í veiði í Selá þar sem Pettifer starfaði sem leiðsögumaður. Eyddu þeir þremur dögum saman þar sem þeir ræddu heima og geima að sögn Jónasar. Pettifer starfaði á Íslandi nokkur sumur í laxveiðiám og dvaldi á landinu um nokkra vikna skeið að hverju sinni. Sjá má færslu Jónasar neðar hér í fréttinni. „Ég setti þetta í rauninni bara inn því mér finnst svo magnað hvað heimurinn er lítill. Þetta var bara gæðadrengur, hann var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór. Hann var alveg ofboðslegur stangveiðimaður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Bretakonungur vottaði fjölskyldunni samúð Eins og greint hefur frá vottaði Karl Bretakonungur fjölskyldu hins 31 árs gamla Pettifer samúð. Hann var sonur Alexöndur Pettfier, barnfóstru Harrys og Vilhjálms Bretaprins. Pettifer er sagður hafa látist af völdum áverka sem hlutust þegar bílnum var ekið á fólkið í þvögunni í New Orleans á nýársdag. Árásarmaðurinn Shamsud-Din Bahar Jabbar, 42 ára maður frá Texas, var skotinn til bana af lögreglumönnum eftir að hann hafði ekið inn í mannfjölda á Bourbon-stræti. Starfsmenn alríkislögreglunnar segja liggja fyrir að hann hefði verið innblásinn af Íslamska ríkinu en voðaverkið er rannsakað sem hryðjuverk. Hokinn af reynslu Jónas segir að Pettifer hafi verið hokinn af reynslu þrátt fyrir ungan aldur og vísar til hans sem framúrskarandi stangveiðimanns. „Hann var mikið náttúrubarn og elskaði að veiða. Hann var mikill húmoristi og grínaðist mikið.“ Færsla Jónasar í heild sinni.skjáskot „Ég sá hann fyrst í flugvélinni á leið til Vopnafjarðar, glaðbeittan og skrafhreifinn náunga,“ segir í færslu Jónasar en hann tekur fram að Pettifer hafi talað vel um Karl Bretakonung. „Góður drengur, léttur í lund, enskur í öllum háttum og hógvær. Nú er hann allur af því að einhver bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk á nýársgleði í New Orleans. Blessuð sé minning Edward Pettifer.“ Bandaríkin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Jónas birti mynd af þeim félögunum saman í gær á Facebook-síðu sinni en þeir kynntust í veiði í Selá þar sem Pettifer starfaði sem leiðsögumaður. Eyddu þeir þremur dögum saman þar sem þeir ræddu heima og geima að sögn Jónasar. Pettifer starfaði á Íslandi nokkur sumur í laxveiðiám og dvaldi á landinu um nokkra vikna skeið að hverju sinni. Sjá má færslu Jónasar neðar hér í fréttinni. „Ég setti þetta í rauninni bara inn því mér finnst svo magnað hvað heimurinn er lítill. Þetta var bara gæðadrengur, hann var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór. Hann var alveg ofboðslegur stangveiðimaður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Bretakonungur vottaði fjölskyldunni samúð Eins og greint hefur frá vottaði Karl Bretakonungur fjölskyldu hins 31 árs gamla Pettifer samúð. Hann var sonur Alexöndur Pettfier, barnfóstru Harrys og Vilhjálms Bretaprins. Pettifer er sagður hafa látist af völdum áverka sem hlutust þegar bílnum var ekið á fólkið í þvögunni í New Orleans á nýársdag. Árásarmaðurinn Shamsud-Din Bahar Jabbar, 42 ára maður frá Texas, var skotinn til bana af lögreglumönnum eftir að hann hafði ekið inn í mannfjölda á Bourbon-stræti. Starfsmenn alríkislögreglunnar segja liggja fyrir að hann hefði verið innblásinn af Íslamska ríkinu en voðaverkið er rannsakað sem hryðjuverk. Hokinn af reynslu Jónas segir að Pettifer hafi verið hokinn af reynslu þrátt fyrir ungan aldur og vísar til hans sem framúrskarandi stangveiðimanns. „Hann var mikið náttúrubarn og elskaði að veiða. Hann var mikill húmoristi og grínaðist mikið.“ Færsla Jónasar í heild sinni.skjáskot „Ég sá hann fyrst í flugvélinni á leið til Vopnafjarðar, glaðbeittan og skrafhreifinn náunga,“ segir í færslu Jónasar en hann tekur fram að Pettifer hafi talað vel um Karl Bretakonung. „Góður drengur, léttur í lund, enskur í öllum háttum og hógvær. Nú er hann allur af því að einhver bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk á nýársgleði í New Orleans. Blessuð sé minning Edward Pettifer.“
Bandaríkin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira