Fótbolti

Orri á­fram í bikarnum en af velli í hálf­leik

Sindri Sverrisson skrifar
Orri Steinn Óskarsson fékk aðeins að spila fyrri hálfleikinn í dag.
Orri Steinn Óskarsson fékk aðeins að spila fyrri hálfleikinn í dag. Getty/Octavio Passos

Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði Real Sociedad í dag þegar liðið komst áfram í 16-liða úrslit spænsku bikarkeppninnar í fótbolta, með 2-0 sigri gegn C-deildarliði Ponferradina.

Orri fékk þó aðeins að spila fyrri hálfleikinn í dag því honum var skipt af leikvelli eftir hann, þegar gestirnir frá Sociedad gerðu tvöfalda skiptingu. Staðan var þá markalaus.

Fyrirliðinn Mikel Oyarzabal kom gestunum svo yfir með marki af stuttu færi á 54. mínútu, og Brais Méndez skoraði svo seinna markið skömmu síðar.

Barcelona og Atlético Madrid voru á mðeal þeirra liða sem komust áfram í bikarnum í gær en Sevilla féll úr leik með 4-1 tapi gegn Almeria. Real Madrid mætir Deportiva Minera á morgun og 32-liða úrslitunum lýkur með leik Eldense og Valencia á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×