Enski boltinn

Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
2024/25 Paddy Power World Darts Championship - Alexandra Palace - Final Luke Littler kisses The Sid Waddell Trophy after winning the Paddy Power World Darts Championship final against Michael van Gerwen at Alexandra Palace, London. Picture date: Friday January 3, 2025. (Photo by Zac Goodwin/PA Images via Getty Images)
2024/25 Paddy Power World Darts Championship - Alexandra Palace - Final Luke Littler kisses The Sid Waddell Trophy after winning the Paddy Power World Darts Championship final against Michael van Gerwen at Alexandra Palace, London. Picture date: Friday January 3, 2025. (Photo by Zac Goodwin/PA Images via Getty Images)

Nýkrýndi heimsmeistarinn í pílukasti, Luke Littler, mun sýna bikarinn sem hann vann á heimaleik Manchester United á næstunni.

Hinn sautján ára Littler varð heimsmeistari eftir sigur á Michael van Gerwen, 7-3, á föstudagskvöldið.

Littler er stuðningsmaður United og hafði lýst yfir vilja sínum til að sýna heimsmeistarabikarinn á heimaleik liðsins.

Sá draumur hans virðist ætla að verða að veruleika því viðræður eru þegar hafnar milli United og teymis heimsmeistarans unga.

Littler fær ekki langt frí eftir heimsmeistaramótið því hann tekur þátt á móti í Barein 16.-17. janúar. Næsti heimaleikur United eftir það er gegn Brighton 19. janúar.

Eftir HM í fyrra, þar sem Littler tapaði fyrir Luke Humphries í úrslitum, fór hann í heimsókn á æfingu hjá United þar sem hann keppti meðal annars í pílukasti við Harry Maguire og Christian Eriksen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×