Lífið

Gervifullnægingar og lé­legt kyn­líf til­heyri 2024

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Kynlífstækjafyrirtækið Losti fór yfir hvað best væri að skilja eftir árið 2024 annars vegar og hvað eigi heldur að taka með inn í nýja árið hins vegar.
Kynlífstækjafyrirtækið Losti fór yfir hvað best væri að skilja eftir árið 2024 annars vegar og hvað eigi heldur að taka með inn í nýja árið hins vegar. Getty

Þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg áramótaheitin sem ótal margir setja sér þegar nýja árið gengur í garð. Sömuleiðis er vinsælt að setja sér markmið um að skilja ákveðna hluti eftir á árinu sem leið og taka betri lífsreglur með sér inn í nýja árið. 

Kynlífstækjaverslunin Losti birti lista á Instagram síðu sinni yfir það hvað þeim þyki æskilegt að skilja eftir á liðnu ári og hvað eigi að taka með sér inn í nýtt ár. 

Það sem Losti segir að tilheyri 2024 er eftirfarandi:

Rauð flögg, gervi (e. fake) vinir gervi (e. fake) fullnægingar,  lélegt kynlíf, einmanaleiki, eitruð (e. toxic) sambönd, meðvirkni, sjálfsefi, niðurrif og sjálfshatur. 

Það sem Losti tekur svo fagnandi 2025 er eftirfarandi: 

Græn flögg, trausta vini, góðar fullnægingar, betra kynlíf, meiri nánd, heilbrigð sambönd, skýr mörk, sjálfstraust, sjálfsefling, sjálfsást. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.