Enski boltinn

Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nottingham Forest er þegar búið að fá átta fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni en allt síðasta tímabil. Enn eru átján leikir eftir af þessu tímabili.
Nottingham Forest er þegar búið að fá átta fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni en allt síðasta tímabil. Enn eru átján leikir eftir af þessu tímabili. getty/Chris Brunskill

Jamie Carragher segir að ef Nottingham Forest vinni Liverpool í næstu viku blandi liðið sér í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn.

Forest vann 0-3 sigur á Wolves í gær. Strákarnir hans Nunos Espírito Santo hafa komið öllum á óvart á tímabilinu og eru í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjörutíu stig eftir tuttugu leiki, sex stigum á eftir toppliði Liverpool. Forest og Liverpool mætast einmitt í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ef þeir vinna Liverpool eru þeir í titilbaráttu,“ sagði Carragher á Sky Sports eftir sigurinn á Wolves í gær.

Forest er eina liðið sem hefur sigrað Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Forest vann leik liðanna á Anfield 14. september, 0-1.

Á síðasta tímabili endaði Forest í 17. sæti og fékk aðeins 32 stig í 38 leikjum. Margt hefur því breyst hjá liðinu á skömmum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×