Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 13:59 Þyrilvængjan Ingenuity á yfirborði Mars. Könnunarjeppinn Perseverance tók myndina 5. apríl 2021. NASA/JPL-Caltech/ASU Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að til standi að fara nýjar leiðir til að sækja jarðvegssýni til Mars. Vonast er til þess að þannig megi sækja sýnin fyrr og koma þeim til jarðar ódýrar en áður. Fyrirhugaður kostnaður við verkefnið hafði hækkað í ellefu milljarða dala. Bill Nelson, fráfarandi yfirmaður NASA, sagðist í gær hafa stöðvað upprunalegu áætlunina fyrir nokkrum mánuðum, þegar ljóst varð að kostnaðurinn myndi aukast svo mikið og að tafir yrðu á því svo ekki yrði hægt að koma sýnunum til jarðar fyrir árið 2040. Þess í stað er verið að skoða tvær mismunandi leiðir sem kosta eiga sex til tíu milljarða dala en önnur leiðin reiðir á einkafyrirtæki og samstarfsaðila NASA og ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, sem kemur einnig að verkefninu. Samkvæmt yfirlýsingu á vef NASA á að ákveða hvora leiðina skal fara á seinni hluta næsta árs. Haft er eftir Nelson að með því að skoða tvær leiðir í einu sé betur hægt að tryggja að af verkefninu verði og í senn spara peninga. Nelson lætur af störfum eftir nokkra daga en við honum tekur auðjöfurinn Jared Isaacman. Þrjátíu hylki sem þarf að sækja Um er að ræða sýni sem safnað hefur verið með vélmenninu Perseverance. Það hefur verið notað til að safna sýnum í títanumhylki við rannsóknir á undanförnum árum og er vonast til þess að koma þrjátíu slíkum aftur til jarðar. Sýnin hafa að mestu verið tekin í Jezero-gígnum á Mars en hann var fullur af vatni á árum áður. Vonast er til þess að sýnin geti svarað þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. „Þessi sýni gætu breytt skilningi okkar á Mars, alheimi okkar og okkur sjálfum,“ er haft eftir Nelson. Upprunalega var gerður samningur við Nortrop Gumman Systems um að þróa tæknina til að sækja sýnin og koma þeim til jarðarinnar. Þá var ætlunin að skjóta tveimur geimförum til Mars. Annað átti að fara á braut um plánetuna en hitt átti að bera lendingarfar sem lenda átti hjá Perseverance, taka sýnin og skjóta þeim með eldflaug til fyrra geimfarsins. Enn stendur til að notast við tvö geimför. Önnur leiðin sem verið er að skoða snýr að því að lenda fari á Mars með sömu leið og notast var við til að lenda Perseverance. Það er nokkurs konar pallur sem notar eldflaugar til að lenda á yfirborði plánetunnar. Ekki er ljóst hvernig hitt kerfið á að virka að svo stöddu en það yrði þróað af áðurnefndum einkafyrirtækjum. Tölvuuteikning af lendingu Perseverance á Mars.Vísir/NASA Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Bill Nelson, fráfarandi yfirmaður NASA, sagðist í gær hafa stöðvað upprunalegu áætlunina fyrir nokkrum mánuðum, þegar ljóst varð að kostnaðurinn myndi aukast svo mikið og að tafir yrðu á því svo ekki yrði hægt að koma sýnunum til jarðar fyrir árið 2040. Þess í stað er verið að skoða tvær mismunandi leiðir sem kosta eiga sex til tíu milljarða dala en önnur leiðin reiðir á einkafyrirtæki og samstarfsaðila NASA og ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, sem kemur einnig að verkefninu. Samkvæmt yfirlýsingu á vef NASA á að ákveða hvora leiðina skal fara á seinni hluta næsta árs. Haft er eftir Nelson að með því að skoða tvær leiðir í einu sé betur hægt að tryggja að af verkefninu verði og í senn spara peninga. Nelson lætur af störfum eftir nokkra daga en við honum tekur auðjöfurinn Jared Isaacman. Þrjátíu hylki sem þarf að sækja Um er að ræða sýni sem safnað hefur verið með vélmenninu Perseverance. Það hefur verið notað til að safna sýnum í títanumhylki við rannsóknir á undanförnum árum og er vonast til þess að koma þrjátíu slíkum aftur til jarðar. Sýnin hafa að mestu verið tekin í Jezero-gígnum á Mars en hann var fullur af vatni á árum áður. Vonast er til þess að sýnin geti svarað þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. „Þessi sýni gætu breytt skilningi okkar á Mars, alheimi okkar og okkur sjálfum,“ er haft eftir Nelson. Upprunalega var gerður samningur við Nortrop Gumman Systems um að þróa tæknina til að sækja sýnin og koma þeim til jarðarinnar. Þá var ætlunin að skjóta tveimur geimförum til Mars. Annað átti að fara á braut um plánetuna en hitt átti að bera lendingarfar sem lenda átti hjá Perseverance, taka sýnin og skjóta þeim með eldflaug til fyrra geimfarsins. Enn stendur til að notast við tvö geimför. Önnur leiðin sem verið er að skoða snýr að því að lenda fari á Mars með sömu leið og notast var við til að lenda Perseverance. Það er nokkurs konar pallur sem notar eldflaugar til að lenda á yfirborði plánetunnar. Ekki er ljóst hvernig hitt kerfið á að virka að svo stöddu en það yrði þróað af áðurnefndum einkafyrirtækjum. Tölvuuteikning af lendingu Perseverance á Mars.Vísir/NASA
Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira