Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2025 07:00 Einar Carl segist ekki geta mælt nógu mikið með því að fólk hugi að rassvöðvunum. Að vera með flottan rass snýst ekki bara um útlit. Sérfræðingur í hreyfingu og líkamsbeitingu hvetur fólk til þess að virkja rassvöðvana. Vanvirkir rassvöðvar hafi víðtæk áhrif á stoðkerfið, hreyfigetu og andlega heilsu. Mikilvægi rassvöðvanna og rétt öndun fyrir líkamlega og andlega heilsu var umfjöllunarefni í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms þegar þær spjölluðu við Einar Carl Axelsson, sérfræðing í hreyfingu og líkamsbeitingu og meðeiganda Primal. Hann útskýrði sína sýn á hvernig rassvöðvar, öndun og taugakerfið tengist órjúfanlegum böndum. Hver vill ekki vera með flottan rass? Þessi spurning snýst ekki bara um útlit. Samkvæmt Einari eru rassvöðvarnir hornsteinn í líkamsstarfsemi okkar. „Ef við hreyfum okkur vitlaust og rassvöðvarnir eru vanvirkir, flyst álagið yfir á aðra vöðva sem enda þá í krónískri spennu,“ útskýrði hann. Þetta geti valdið bólgum, verkjum og vandamálum í mjóbaki, mjöðmum og hnjám. Rétt hreyfimynstur fyrir betri líðan Einar leggur áherslu á að réttar hreyfingar skipti sköpum. „Við tökum um 10.000 skref á dag, og hvert skref getur verið tekið í réttu eða röngu hreyfimynstri og þannig ýmist bætt líðan eða viðhaldið vandamáli,“ sagði hann. Með því að virkja rassvöðvana geti fólk bætt líkamlega líðan, sem hefur oftar en ekki bein áhrif á andlega líðan og þar með talið dregið úr streitu. „Rassvöðvarnir gegna lykilhlutverki í að styðja við hrygg, mjaðmir og hné þannig að vanvirkir rassvöðvar geta leitt til álagsvandamála. Þegar rassvöðvarnir eru ekki virkir verða vöðvar framan á læri, mjöðm og í mjóbaki ráðandi, sem veldur stífleika, verkjum og bólgum,“ útskýrði Einar. Jóhanna Vilhjálms og Lukka eru stjórnendur Heilsuhlaðvarpsins sem kemur út alla mánudaga. Seta og vanvirkir rassvöðvar Einar segir setuna klárlega stóra ástæðu vanvirkra rassvöðva. „Þegar við sitjum mikið detta rassvöðvarnir úr leik og líkaminn finnur aðrar leiðir til að hreyfa sig, oft með rangri vöðvavirkni,“ sagði Einar. Þetta getur einnig haft áhrif á hreyfiferli annarra vöðvahópa og skapað langvarandi ójafnvægi: „Ef hreyfingin er röng stífnar framhlið læra, mjóbak og mjöðm, og það skapar grunn fyrir stoðkerfisvandamál.“ Rétt hreyfing öflugt tæki gegn kvíða og þunglyndi Ein áhugaverð nálgun Einars snýr að tengslum taugakerfis og hreyfingar, rassvöðvarnir tengist þannig meira en bara líkamlegri heilsu. Í þættinum útskýrir Einar einnig hvernig hreyfiferlið tengist taugakerfinu okkar og hvernig rétt hreyfing getur verið öflugt tæki til að vinna gegn andlegum áskorunum eins og kvíða, þunglyndi og streitu. Einar benti á að þeir séu hluti af bardagahamskerfi líkamans, sem tengist sjálfstrausti og getu til að takast á við áskoranir. „Með því að virkja rassvöðvana getur fólk komið sér úr streitu og flóttaviðbragði inn í sjálfsöryggið,“ sagði hann. Hann bætti við að það skipti miklu máli hvernig æfingum sé stillt upp eftir því í hvernig andlegu ástandi fólk sé; rólegar stöðugar hreyfingar séu bestar fyrir fólk í kvíða, á meðan meiri ákefð í stuttum lotum henti iðulega betur fyrir þá sem upplifa depurð. Bætt þol fyrir koltvísýringi grunnatriði í heilsu Einar segir að á námskeiðum sínum í Primal hafi hann hjálpað fjölda fólks með kvíða og þunglyndi með því að breyta hreyfiferlum og hvernig fólk andar. Hann byrji á að hjálpa fólki að laga öndunina „djúp hæg öndun í gegnum nefið bætir ekki bara súrefnisupptöku heldur getur hún líka hjálpað við að róa taugakerfið og auka þol fyrir koltvísýringi sem er mælikvarði á heilsu“ útskýrði Einar. „Ef við oföndum, missum við jafnvægið í taugakerfinu og festumst í streituástandi.“ Hann segir að nánast án undantekninga sé fólk með stoðkerfisvandamál með mjög lítið þol fyrir koltvísýringi. Öndunin hjá þeim sé oft of hröð og munnöndun algeng. Einar útskýrði hvernig við getum komist að koltvísýringsþoli okkar: „Þol fyrir koltvísýringi getum við fundið út með því að draga andann djúpt inn í gegnum nefið og eftir útöndun að bíða með að draga inn andann aftur. Í góðu ástandi ættum við að geta beðið í eina mínútu áður en við finnum fyrir því að við verðum að draga inn andann aftur.“ Hann mælir með öndunaræfingum sem auka þol fyrir koltvísýring og hjálpa við að róa kerfið. Einar Carl hefur áður rætt málið við Reykjavík síðdegis. Dugir sjaldnast að nudda burt mjóbaksverki Einar lagði áherslu á að finna orsök verkja í stað þess að meðhöndla eingöngu afleiðingarnar og sagði galið að nudda bakið þegar um mjóbaksvandamál væri að ræða. „Þú ert þá bara að meðhöndla afleiðingarnar, ekki orsökina,“ sagði hann. Til að virkja rassvöðvana og bæta hreyfikerfið mælti Einar með því að leggja áherslu á rétta líkamsbeitingu og styrktaræfingar. „Við þurfum að setja fókusinn á hvaða vöðva við erum að virkja, ekki bara að klára hreyfinguna,“ sagði hann. Hann lagði áherslu á að rétt göngulag sé lykillinn að heilsusamlegri líkamsbeitingu: „Þegar við göngum eigum við að opna mjöðmina, virkja rassvöðvana og finna fyrir þeim knýja gönguna áfram.“ Einfalt ráð: Virkjaðu rassinn Að lokum gaf Einar einfalt en árangursríkt ráð: „Tengdu við rassvöðvana í hverju skrefi sem þú tekur. Meðvitað skref getur umbreytt stoðkerfinu þínu. Líkamleg virkni og taugakerfi eru órjúfanlega tengd, og hvernig við getum tekið stjórnina með einföldum en markvissum aðgerðum.“ Heilsa Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Mikilvægi rassvöðvanna og rétt öndun fyrir líkamlega og andlega heilsu var umfjöllunarefni í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms þegar þær spjölluðu við Einar Carl Axelsson, sérfræðing í hreyfingu og líkamsbeitingu og meðeiganda Primal. Hann útskýrði sína sýn á hvernig rassvöðvar, öndun og taugakerfið tengist órjúfanlegum böndum. Hver vill ekki vera með flottan rass? Þessi spurning snýst ekki bara um útlit. Samkvæmt Einari eru rassvöðvarnir hornsteinn í líkamsstarfsemi okkar. „Ef við hreyfum okkur vitlaust og rassvöðvarnir eru vanvirkir, flyst álagið yfir á aðra vöðva sem enda þá í krónískri spennu,“ útskýrði hann. Þetta geti valdið bólgum, verkjum og vandamálum í mjóbaki, mjöðmum og hnjám. Rétt hreyfimynstur fyrir betri líðan Einar leggur áherslu á að réttar hreyfingar skipti sköpum. „Við tökum um 10.000 skref á dag, og hvert skref getur verið tekið í réttu eða röngu hreyfimynstri og þannig ýmist bætt líðan eða viðhaldið vandamáli,“ sagði hann. Með því að virkja rassvöðvana geti fólk bætt líkamlega líðan, sem hefur oftar en ekki bein áhrif á andlega líðan og þar með talið dregið úr streitu. „Rassvöðvarnir gegna lykilhlutverki í að styðja við hrygg, mjaðmir og hné þannig að vanvirkir rassvöðvar geta leitt til álagsvandamála. Þegar rassvöðvarnir eru ekki virkir verða vöðvar framan á læri, mjöðm og í mjóbaki ráðandi, sem veldur stífleika, verkjum og bólgum,“ útskýrði Einar. Jóhanna Vilhjálms og Lukka eru stjórnendur Heilsuhlaðvarpsins sem kemur út alla mánudaga. Seta og vanvirkir rassvöðvar Einar segir setuna klárlega stóra ástæðu vanvirkra rassvöðva. „Þegar við sitjum mikið detta rassvöðvarnir úr leik og líkaminn finnur aðrar leiðir til að hreyfa sig, oft með rangri vöðvavirkni,“ sagði Einar. Þetta getur einnig haft áhrif á hreyfiferli annarra vöðvahópa og skapað langvarandi ójafnvægi: „Ef hreyfingin er röng stífnar framhlið læra, mjóbak og mjöðm, og það skapar grunn fyrir stoðkerfisvandamál.“ Rétt hreyfing öflugt tæki gegn kvíða og þunglyndi Ein áhugaverð nálgun Einars snýr að tengslum taugakerfis og hreyfingar, rassvöðvarnir tengist þannig meira en bara líkamlegri heilsu. Í þættinum útskýrir Einar einnig hvernig hreyfiferlið tengist taugakerfinu okkar og hvernig rétt hreyfing getur verið öflugt tæki til að vinna gegn andlegum áskorunum eins og kvíða, þunglyndi og streitu. Einar benti á að þeir séu hluti af bardagahamskerfi líkamans, sem tengist sjálfstrausti og getu til að takast á við áskoranir. „Með því að virkja rassvöðvana getur fólk komið sér úr streitu og flóttaviðbragði inn í sjálfsöryggið,“ sagði hann. Hann bætti við að það skipti miklu máli hvernig æfingum sé stillt upp eftir því í hvernig andlegu ástandi fólk sé; rólegar stöðugar hreyfingar séu bestar fyrir fólk í kvíða, á meðan meiri ákefð í stuttum lotum henti iðulega betur fyrir þá sem upplifa depurð. Bætt þol fyrir koltvísýringi grunnatriði í heilsu Einar segir að á námskeiðum sínum í Primal hafi hann hjálpað fjölda fólks með kvíða og þunglyndi með því að breyta hreyfiferlum og hvernig fólk andar. Hann byrji á að hjálpa fólki að laga öndunina „djúp hæg öndun í gegnum nefið bætir ekki bara súrefnisupptöku heldur getur hún líka hjálpað við að róa taugakerfið og auka þol fyrir koltvísýringi sem er mælikvarði á heilsu“ útskýrði Einar. „Ef við oföndum, missum við jafnvægið í taugakerfinu og festumst í streituástandi.“ Hann segir að nánast án undantekninga sé fólk með stoðkerfisvandamál með mjög lítið þol fyrir koltvísýringi. Öndunin hjá þeim sé oft of hröð og munnöndun algeng. Einar útskýrði hvernig við getum komist að koltvísýringsþoli okkar: „Þol fyrir koltvísýringi getum við fundið út með því að draga andann djúpt inn í gegnum nefið og eftir útöndun að bíða með að draga inn andann aftur. Í góðu ástandi ættum við að geta beðið í eina mínútu áður en við finnum fyrir því að við verðum að draga inn andann aftur.“ Hann mælir með öndunaræfingum sem auka þol fyrir koltvísýring og hjálpa við að róa kerfið. Einar Carl hefur áður rætt málið við Reykjavík síðdegis. Dugir sjaldnast að nudda burt mjóbaksverki Einar lagði áherslu á að finna orsök verkja í stað þess að meðhöndla eingöngu afleiðingarnar og sagði galið að nudda bakið þegar um mjóbaksvandamál væri að ræða. „Þú ert þá bara að meðhöndla afleiðingarnar, ekki orsökina,“ sagði hann. Til að virkja rassvöðvana og bæta hreyfikerfið mælti Einar með því að leggja áherslu á rétta líkamsbeitingu og styrktaræfingar. „Við þurfum að setja fókusinn á hvaða vöðva við erum að virkja, ekki bara að klára hreyfinguna,“ sagði hann. Hann lagði áherslu á að rétt göngulag sé lykillinn að heilsusamlegri líkamsbeitingu: „Þegar við göngum eigum við að opna mjöðmina, virkja rassvöðvana og finna fyrir þeim knýja gönguna áfram.“ Einfalt ráð: Virkjaðu rassinn Að lokum gaf Einar einfalt en árangursríkt ráð: „Tengdu við rassvöðvana í hverju skrefi sem þú tekur. Meðvitað skref getur umbreytt stoðkerfinu þínu. Líkamleg virkni og taugakerfi eru órjúfanlega tengd, og hvernig við getum tekið stjórnina með einföldum en markvissum aðgerðum.“
Heilsa Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira