Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2025 23:07 Myndin er úr safni. Getty Á dögunum var karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að reyna að ráðast á fólk með hníf í byrjun desember. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á móður sína nokkrum dögum áður. Í greinargerð lögreglu segir að síðdegis 2. desember síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um mann sem væri vopnaður hníf og hefði reynt að ráðast á tvo einstaklinga. Þegar lögreglu hafi borið að garði hafi hann verið mjög æstur, hann kastað frá sér hnífnum, öskrað á lögreglumennina og gert sig líklegan til að ráðast á þá. Í kjölfarið var hann handtekinn. Hluti lýsingarinnar hefur verið afmáður úr úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, en annar þeirra sem maðurinn er talinn hafa ráðist á sagði að maðurinn hefði brugðist illa við einhverju. Hann hafi öskrað á þá, hótað þeim lífláti og sýnt þeim hníf. Í kjölfarið hafi hann sparkað í hurð þar sem tvímenningarnir voru staddir, kastað stein í glugga sem brotnaði fyrir vikið. Síðan hafi maðurinn sveiflað hnífnum inn um hurðina og í átt þessum tveimur, en þeim tókst á endanum að loka hurðinni. Talinn hafa tekið móður sína kverkataki Fram kemur að maðurinn sé grunaður í tíu öðrum málum. Þar á meðal er áðurnefnd meint árás gegn móður mannsins sem er sögð hafa átt sér stað 1. desember. Í því máli er hann grunaður um að hafa tekið móður sína kverkataki, haldið henni niðri og hótað henni lífláti. Maðurinn er sagður hafa játað það brot að hluta. Hann er líka grunaður um líkamsárás þar sem hann er sagður hafa kýlt mann í andlitið og slegið hann með belti. Einnig er hann grunaður um aðra líkamsárás þar sem hann er talinn hafa ráðast á tvo einstaklinga og slá annan þeirra með fægiskóflu. Einnig er hann grunaður um ítrekað ofbeldi í garð lögreglu, sem og rán, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Sýni ekki iðrun né sektarkennd Haft er eftir dómkvöddum geðlækni að maðurinn hafi frá ungaaldri átt í erfiðleikum með hegðun. Og nú ræði hann þau afbrot sem hann er sakaður um án þess að sýna iðrun. Hann lýsi ofbeldisverkum án svipbrigða og útskýri að honum sé sama um áhrif þeirra á aðra. Hann er ekki sagður hafa sektarkennd gagnvart þessum hluti. Þrátt fyrir það skilji hann vel að brotin, verði þau sönnuð, geti leitt til refsingar, en að það sé ekki truflandi í hans huga. Möguleg fangelsisvist fæli hann ekki frá þessum verkum. Að mati læknisins sýndi maðurinn merki um andfélagslega persónuleikaröskun. Hegðun hans litist af vímuefnaneyslu, en erfitt sé að meta að hversu miklu leyti. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 3. desember, en það var framlengt 30. desember þangað til í lok janúar. Þá hefur Landsréttur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Í greinargerð lögreglu segir að síðdegis 2. desember síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um mann sem væri vopnaður hníf og hefði reynt að ráðast á tvo einstaklinga. Þegar lögreglu hafi borið að garði hafi hann verið mjög æstur, hann kastað frá sér hnífnum, öskrað á lögreglumennina og gert sig líklegan til að ráðast á þá. Í kjölfarið var hann handtekinn. Hluti lýsingarinnar hefur verið afmáður úr úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, en annar þeirra sem maðurinn er talinn hafa ráðist á sagði að maðurinn hefði brugðist illa við einhverju. Hann hafi öskrað á þá, hótað þeim lífláti og sýnt þeim hníf. Í kjölfarið hafi hann sparkað í hurð þar sem tvímenningarnir voru staddir, kastað stein í glugga sem brotnaði fyrir vikið. Síðan hafi maðurinn sveiflað hnífnum inn um hurðina og í átt þessum tveimur, en þeim tókst á endanum að loka hurðinni. Talinn hafa tekið móður sína kverkataki Fram kemur að maðurinn sé grunaður í tíu öðrum málum. Þar á meðal er áðurnefnd meint árás gegn móður mannsins sem er sögð hafa átt sér stað 1. desember. Í því máli er hann grunaður um að hafa tekið móður sína kverkataki, haldið henni niðri og hótað henni lífláti. Maðurinn er sagður hafa játað það brot að hluta. Hann er líka grunaður um líkamsárás þar sem hann er sagður hafa kýlt mann í andlitið og slegið hann með belti. Einnig er hann grunaður um aðra líkamsárás þar sem hann er talinn hafa ráðast á tvo einstaklinga og slá annan þeirra með fægiskóflu. Einnig er hann grunaður um ítrekað ofbeldi í garð lögreglu, sem og rán, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Sýni ekki iðrun né sektarkennd Haft er eftir dómkvöddum geðlækni að maðurinn hafi frá ungaaldri átt í erfiðleikum með hegðun. Og nú ræði hann þau afbrot sem hann er sakaður um án þess að sýna iðrun. Hann lýsi ofbeldisverkum án svipbrigða og útskýri að honum sé sama um áhrif þeirra á aðra. Hann er ekki sagður hafa sektarkennd gagnvart þessum hluti. Þrátt fyrir það skilji hann vel að brotin, verði þau sönnuð, geti leitt til refsingar, en að það sé ekki truflandi í hans huga. Möguleg fangelsisvist fæli hann ekki frá þessum verkum. Að mati læknisins sýndi maðurinn merki um andfélagslega persónuleikaröskun. Hegðun hans litist af vímuefnaneyslu, en erfitt sé að meta að hversu miklu leyti. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 3. desember, en það var framlengt 30. desember þangað til í lok janúar. Þá hefur Landsréttur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurðinn.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira