Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2025 23:07 Myndin er úr safni. Getty Á dögunum var karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að reyna að ráðast á fólk með hníf í byrjun desember. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á móður sína nokkrum dögum áður. Í greinargerð lögreglu segir að síðdegis 2. desember síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um mann sem væri vopnaður hníf og hefði reynt að ráðast á tvo einstaklinga. Þegar lögreglu hafi borið að garði hafi hann verið mjög æstur, hann kastað frá sér hnífnum, öskrað á lögreglumennina og gert sig líklegan til að ráðast á þá. Í kjölfarið var hann handtekinn. Hluti lýsingarinnar hefur verið afmáður úr úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, en annar þeirra sem maðurinn er talinn hafa ráðist á sagði að maðurinn hefði brugðist illa við einhverju. Hann hafi öskrað á þá, hótað þeim lífláti og sýnt þeim hníf. Í kjölfarið hafi hann sparkað í hurð þar sem tvímenningarnir voru staddir, kastað stein í glugga sem brotnaði fyrir vikið. Síðan hafi maðurinn sveiflað hnífnum inn um hurðina og í átt þessum tveimur, en þeim tókst á endanum að loka hurðinni. Talinn hafa tekið móður sína kverkataki Fram kemur að maðurinn sé grunaður í tíu öðrum málum. Þar á meðal er áðurnefnd meint árás gegn móður mannsins sem er sögð hafa átt sér stað 1. desember. Í því máli er hann grunaður um að hafa tekið móður sína kverkataki, haldið henni niðri og hótað henni lífláti. Maðurinn er sagður hafa játað það brot að hluta. Hann er líka grunaður um líkamsárás þar sem hann er sagður hafa kýlt mann í andlitið og slegið hann með belti. Einnig er hann grunaður um aðra líkamsárás þar sem hann er talinn hafa ráðast á tvo einstaklinga og slá annan þeirra með fægiskóflu. Einnig er hann grunaður um ítrekað ofbeldi í garð lögreglu, sem og rán, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Sýni ekki iðrun né sektarkennd Haft er eftir dómkvöddum geðlækni að maðurinn hafi frá ungaaldri átt í erfiðleikum með hegðun. Og nú ræði hann þau afbrot sem hann er sakaður um án þess að sýna iðrun. Hann lýsi ofbeldisverkum án svipbrigða og útskýri að honum sé sama um áhrif þeirra á aðra. Hann er ekki sagður hafa sektarkennd gagnvart þessum hluti. Þrátt fyrir það skilji hann vel að brotin, verði þau sönnuð, geti leitt til refsingar, en að það sé ekki truflandi í hans huga. Möguleg fangelsisvist fæli hann ekki frá þessum verkum. Að mati læknisins sýndi maðurinn merki um andfélagslega persónuleikaröskun. Hegðun hans litist af vímuefnaneyslu, en erfitt sé að meta að hversu miklu leyti. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 3. desember, en það var framlengt 30. desember þangað til í lok janúar. Þá hefur Landsréttur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Í greinargerð lögreglu segir að síðdegis 2. desember síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um mann sem væri vopnaður hníf og hefði reynt að ráðast á tvo einstaklinga. Þegar lögreglu hafi borið að garði hafi hann verið mjög æstur, hann kastað frá sér hnífnum, öskrað á lögreglumennina og gert sig líklegan til að ráðast á þá. Í kjölfarið var hann handtekinn. Hluti lýsingarinnar hefur verið afmáður úr úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, en annar þeirra sem maðurinn er talinn hafa ráðist á sagði að maðurinn hefði brugðist illa við einhverju. Hann hafi öskrað á þá, hótað þeim lífláti og sýnt þeim hníf. Í kjölfarið hafi hann sparkað í hurð þar sem tvímenningarnir voru staddir, kastað stein í glugga sem brotnaði fyrir vikið. Síðan hafi maðurinn sveiflað hnífnum inn um hurðina og í átt þessum tveimur, en þeim tókst á endanum að loka hurðinni. Talinn hafa tekið móður sína kverkataki Fram kemur að maðurinn sé grunaður í tíu öðrum málum. Þar á meðal er áðurnefnd meint árás gegn móður mannsins sem er sögð hafa átt sér stað 1. desember. Í því máli er hann grunaður um að hafa tekið móður sína kverkataki, haldið henni niðri og hótað henni lífláti. Maðurinn er sagður hafa játað það brot að hluta. Hann er líka grunaður um líkamsárás þar sem hann er sagður hafa kýlt mann í andlitið og slegið hann með belti. Einnig er hann grunaður um aðra líkamsárás þar sem hann er talinn hafa ráðast á tvo einstaklinga og slá annan þeirra með fægiskóflu. Einnig er hann grunaður um ítrekað ofbeldi í garð lögreglu, sem og rán, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Sýni ekki iðrun né sektarkennd Haft er eftir dómkvöddum geðlækni að maðurinn hafi frá ungaaldri átt í erfiðleikum með hegðun. Og nú ræði hann þau afbrot sem hann er sakaður um án þess að sýna iðrun. Hann lýsi ofbeldisverkum án svipbrigða og útskýri að honum sé sama um áhrif þeirra á aðra. Hann er ekki sagður hafa sektarkennd gagnvart þessum hluti. Þrátt fyrir það skilji hann vel að brotin, verði þau sönnuð, geti leitt til refsingar, en að það sé ekki truflandi í hans huga. Möguleg fangelsisvist fæli hann ekki frá þessum verkum. Að mati læknisins sýndi maðurinn merki um andfélagslega persónuleikaröskun. Hegðun hans litist af vímuefnaneyslu, en erfitt sé að meta að hversu miklu leyti. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 3. desember, en það var framlengt 30. desember þangað til í lok janúar. Þá hefur Landsréttur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurðinn.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira