Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. janúar 2025 11:15 Edgar Welch er látinn eftir að hafa verið skotinn til bana af lögreglu. AP Maður sem gekk vopnaður inn á veitingastað í Washington D.C. vegna skáldaðra samsæriskenninga fyrir níu árum síðan var skotinn til bana af lögreglunni í Norður-Karólína á umferðarstoppi. Lögreglan í Kannapolis í Norður-Karólínu greinir frá því að Edgar Maddison Welch hafi verið farþegi í bíl sem lögreglan stöðvaði á laugardagskvöld þann 4. janúar síðastliðinn. Einn af lögregluþjónunum kannaðist við bílinn eftir að hafa séð Welch aka um á honum áður. Sami lögregluþjónn hafði handtekið Welch áður og vissi að búið væri að gefa út handtökuheimild á hendur honum vegna brots hans á skilorði. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þegar lögregluþjónarnir nálguðust bílinn til að handtaka Welch hafi hann dregið fram skammbyssu og miðað henni í átt að einum lögregluþjónanna. Honum var sagt að leggja frá sér vopnið en hann neitaði að gera það og var í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónunum tveimur. Welch var fluttur með sjúkrabíl á spítala en lést af sárum sínum tveimur dögum síðar. Hvorki bílstjórinn né annar farþegi særðust í skothríðinni. Dulmál fyrir börn sem átti að misnota Edgar Welch vann það sér til frægðar að hafa árið 2016 farið inn á veitingastaðinn Comet Ping Pong í Washington, vopnaður AR-15-riffli, vegna Pizzagate-samsæriskenningarinnar sem gekk út á að háttsettir Demókratar héldu úti barnaníðshring á staðnum. Hann skaut þrisvar sinnum úr rifflinum en hæfði sem betur fer engan og var síðan yfirbugaður af lögreglunni Þegar Welch réðist inn á pizzastaðinn var hann með aðra byssu á sér og svo fannst ein til viðbótar í bílnum hans. Hann var á endanum dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir árás með hættulegu vopni og ólöglegan vopnaflutning milli ríkja. Welch sagðist sjá eftir því hvernig hann tæklaði málið en taldi þó ekki ósannað að staðurinn væri tengdur barnaníðshring. Uppruni Pizzagate-samsæriskenningarinnar er rakinn til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf. Bandaríkin Tengdar fréttir Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Lögreglan í Kannapolis í Norður-Karólínu greinir frá því að Edgar Maddison Welch hafi verið farþegi í bíl sem lögreglan stöðvaði á laugardagskvöld þann 4. janúar síðastliðinn. Einn af lögregluþjónunum kannaðist við bílinn eftir að hafa séð Welch aka um á honum áður. Sami lögregluþjónn hafði handtekið Welch áður og vissi að búið væri að gefa út handtökuheimild á hendur honum vegna brots hans á skilorði. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þegar lögregluþjónarnir nálguðust bílinn til að handtaka Welch hafi hann dregið fram skammbyssu og miðað henni í átt að einum lögregluþjónanna. Honum var sagt að leggja frá sér vopnið en hann neitaði að gera það og var í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónunum tveimur. Welch var fluttur með sjúkrabíl á spítala en lést af sárum sínum tveimur dögum síðar. Hvorki bílstjórinn né annar farþegi særðust í skothríðinni. Dulmál fyrir börn sem átti að misnota Edgar Welch vann það sér til frægðar að hafa árið 2016 farið inn á veitingastaðinn Comet Ping Pong í Washington, vopnaður AR-15-riffli, vegna Pizzagate-samsæriskenningarinnar sem gekk út á að háttsettir Demókratar héldu úti barnaníðshring á staðnum. Hann skaut þrisvar sinnum úr rifflinum en hæfði sem betur fer engan og var síðan yfirbugaður af lögreglunni Þegar Welch réðist inn á pizzastaðinn var hann með aðra byssu á sér og svo fannst ein til viðbótar í bílnum hans. Hann var á endanum dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir árás með hættulegu vopni og ólöglegan vopnaflutning milli ríkja. Welch sagðist sjá eftir því hvernig hann tæklaði málið en taldi þó ekki ósannað að staðurinn væri tengdur barnaníðshring. Uppruni Pizzagate-samsæriskenningarinnar er rakinn til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf.
Bandaríkin Tengdar fréttir Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31