Enski boltinn

Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götu­mynd Google

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford fagnar síðasta marki sínu fyrir Manchester United. Það er óvíst að þau verði fleiri.
Marcus Rashford fagnar síðasta marki sínu fyrir Manchester United. Það er óvíst að þau verði fleiri. Getty/Ash Donelon

Marcus Rashford hefur verið hjá Manchester United í tuttugu ár eða síðan hann var aðeins átta ára gamall.

Framtíð enska framherjans er nú í mikilli óvissu eftir að þjálfari Manchester United setti hann í frystikistuna.

Rashford hefur ekki komið við sögu í síðustu sex leikjum liðsins en hann spilaði síðast í United búningnum 12. desember á síðasta ári eða fyrir einum mánuði síðan.

Það lítur allt út fyrir að hann sé á förum frá félaginu, líklegast á láni. Svo gæti einnig farið að United selji Rashford komi rétta tilboðið.

Rashford kom inn í aðllið Manchester United á 2015-16 tímabilinu og skoraði þá átta mörk í átján leikjum i öllum keppnum.

Rashford hefur alls skorað 138 mörk í 426 leikjum fyrir Manchester United í öllum keppnum.

Það væri sárt fyrir marga stuðningsmenn United að sjá á eftir þessum leikmanni sem flestir héldu að yrði stórstjarna liðsins í mörg ár í viðbót.

Til að ýta undir nostalgíuna telur fólkið á Give Me Sport vefnum sig hafa fundið ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google.

Þar má sjá hann, að þeirra mati, ellefu ára gamlan á leiðinni á æfingu hjá Manchester United í fullum United skrúða.

Hvort satt sé efast reyndar sumir um en götumyndin er frá árinu 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×