„Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. janúar 2025 12:03 Sigurður Ingi segir engin læti innan Framsóknar. Allt sé í eðlilegum farvegi. Vísir/Vilhelm Fréttir þess efnis að þrýstingur sé innan úr hluta Framsóknar um að flýta eigi flokksþingi koma formanninum spánskt fyrir sjónir. Hann segir allt í eðlilegum farvegi innan flokksins, og fjölmiðlaumfjöllun ráði þar engu um. Greint hefur verið frá því að kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík hafi óskað eftir því að landsstjórn Framsóknar komi saman, boði miðstjórnarfund og í kjölfarið landsþing. Umfjöllun um málið hefur verið nokkuð fyrirferðarmikil en formaðurinn segir engin læti undir yfirborðinu. „Innan Framsóknarflokksins er nú bara allt í föstum skorðum. Svokölluð landsstjórn kemur saman, sem er tíu manna fundur, og var búið að boða til hans. Hann verður í lok janúar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar. Fundi frestað vegna stjórnarslita Miðstjórnarfundur sé fyrirhugaður, en upphaflega hafi átt að halda hann í nóvember. „Áður en forsætisráðherra sprengdi ríkisstjórnina og boðaði til kosninga.“ Á fjölmennum miðstjórnarfundi verði síðan tekin umræða um hvort og hvenær eigi að boða til flokksþings, sem hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Sigurður segir lítið tilefni til tíðs fréttaflutnings af væringum innan Framsóknar. „Ég tek eftir því að það er ein frétt á dag í Mogganum. Ég hef séð svona fyrirbrigði áður, en Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins,“ segir Sigurður. Hann kunni ekki skýringar á mikilli umfjöllun um tímasetningu flokksþings. „Sjálfsagt eru einhverjir sem hafa áhuga á því að hafa áhrif á það. En við í Framsóknarflokknum látum ekki Moggann stjórna okkur í því.“ Í höndum flokksmanna hvernig raðast í forystu Sigurður tjáir sig ekki um hvort þrýstingur á að halda flokksþing tengist mögulegu mótframboði í embætti formanns, sem hann hefur sagt að hann vilji sinna áfram. Haft hefur verið eftir Lilju Alfreðsdóttur varaformanni flokksins að kurr sé meðal flokksmanna og einhverjir hafi kallað eftir því að flokksþingi verði flýtt. Í lögum Framsóknarflokksins segir um flokksþing; „Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.“ Síðasta flokksþing var haldið vorið 2024, og ætti því samkvæmt lögum flokksins að fara fram að vori ársins 2026. Það er einmitt á flokksþingi sem forysta Framsóknarflokksins er kjörin. „Það er auðvitað í höndum flokksmanna hverjir fara með stjórn flokksins á hverjum tíma og slíkar ákvarðanir teknar á flokksþingum,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Greint hefur verið frá því að kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík hafi óskað eftir því að landsstjórn Framsóknar komi saman, boði miðstjórnarfund og í kjölfarið landsþing. Umfjöllun um málið hefur verið nokkuð fyrirferðarmikil en formaðurinn segir engin læti undir yfirborðinu. „Innan Framsóknarflokksins er nú bara allt í föstum skorðum. Svokölluð landsstjórn kemur saman, sem er tíu manna fundur, og var búið að boða til hans. Hann verður í lok janúar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar. Fundi frestað vegna stjórnarslita Miðstjórnarfundur sé fyrirhugaður, en upphaflega hafi átt að halda hann í nóvember. „Áður en forsætisráðherra sprengdi ríkisstjórnina og boðaði til kosninga.“ Á fjölmennum miðstjórnarfundi verði síðan tekin umræða um hvort og hvenær eigi að boða til flokksþings, sem hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Sigurður segir lítið tilefni til tíðs fréttaflutnings af væringum innan Framsóknar. „Ég tek eftir því að það er ein frétt á dag í Mogganum. Ég hef séð svona fyrirbrigði áður, en Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins,“ segir Sigurður. Hann kunni ekki skýringar á mikilli umfjöllun um tímasetningu flokksþings. „Sjálfsagt eru einhverjir sem hafa áhuga á því að hafa áhrif á það. En við í Framsóknarflokknum látum ekki Moggann stjórna okkur í því.“ Í höndum flokksmanna hvernig raðast í forystu Sigurður tjáir sig ekki um hvort þrýstingur á að halda flokksþing tengist mögulegu mótframboði í embætti formanns, sem hann hefur sagt að hann vilji sinna áfram. Haft hefur verið eftir Lilju Alfreðsdóttur varaformanni flokksins að kurr sé meðal flokksmanna og einhverjir hafi kallað eftir því að flokksþingi verði flýtt. Í lögum Framsóknarflokksins segir um flokksþing; „Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.“ Síðasta flokksþing var haldið vorið 2024, og ætti því samkvæmt lögum flokksins að fara fram að vori ársins 2026. Það er einmitt á flokksþingi sem forysta Framsóknarflokksins er kjörin. „Það er auðvitað í höndum flokksmanna hverjir fara með stjórn flokksins á hverjum tíma og slíkar ákvarðanir teknar á flokksþingum,“ segir Sigurður Ingi.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira