Domino's gerði grín að Havertz Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2025 11:01 Kai Havertz vill eflaust gleyma bikarleiknum gegn Manchester United sem allra fyrst. getty/Alex Pantling Kai Havertz, leikmaður Arsenal, fékk að kenna á því eftir að liðið féll úr leik í ensku bikarkeppninni eftir tap fyrir Manchester United í vítaspyrnukeppni. Ein vinsælasta skyndibitakeðja heims henti meðal gaman að óförum hans. Havertz klúðraði dauðafæri undir lok venjulegs leiktíma í gær og var svo sá eini sem klikkaði á sinni spyrnu í vítakeppninni. United vann hana, 3-5, eftir að staðan hafði verið 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Eftir leikinn beindist reiði stuðningsmanna Arsenal aðallega að Havertz. Nokkrir þeirra fóru langt yfir strikið með því að senda óléttri eiginkonu þýska landsliðsmannsins ljót skilaboð. Aðrir voru á léttari nótunum, meðal annars umsjónarmaður X-síðu Domino's í Bretlandi. Hann gat ekki stillt sig um að skjóta aðeins á Havertz. „Sorrí ef við klúðruðum einhverjum pöntunum í kvöld. Þessi gaur bara að byrja,“ stóð við mynd af Havertz á X-síðu Domino's. sorry if we’ve missed any orders tonight, we’ve just had this guy start pic.twitter.com/lXkhIE3I2k— Domino's Pizza UK (@Dominos_UK) January 12, 2025 Havertz fiskaði víti þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka í viðureigninni í gær. Martin Ødegaard tók spyrnuna en Altay Bayindir varði hana. Tyrkinn varði svo einnig frá Havertz í vítakeppninni. Næsti leikur Havertz og félaga í Arsenal er gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Altay Bayindir, markvörður Manchester United, var skúrkurinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham í deildabikarnum í síðasta mánuði. Í gær var hann hins vegar hetja United þegar liðið sló Arsenal úr leik í bikarkeppninni. Knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, Ruben Amorim, hrósaði Bayindir í hástert eftir leikinn á Emirates. 13. janúar 2025 10:02 „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. 12. janúar 2025 22:32 „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig. 12. janúar 2025 19:31 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira
Havertz klúðraði dauðafæri undir lok venjulegs leiktíma í gær og var svo sá eini sem klikkaði á sinni spyrnu í vítakeppninni. United vann hana, 3-5, eftir að staðan hafði verið 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Eftir leikinn beindist reiði stuðningsmanna Arsenal aðallega að Havertz. Nokkrir þeirra fóru langt yfir strikið með því að senda óléttri eiginkonu þýska landsliðsmannsins ljót skilaboð. Aðrir voru á léttari nótunum, meðal annars umsjónarmaður X-síðu Domino's í Bretlandi. Hann gat ekki stillt sig um að skjóta aðeins á Havertz. „Sorrí ef við klúðruðum einhverjum pöntunum í kvöld. Þessi gaur bara að byrja,“ stóð við mynd af Havertz á X-síðu Domino's. sorry if we’ve missed any orders tonight, we’ve just had this guy start pic.twitter.com/lXkhIE3I2k— Domino's Pizza UK (@Dominos_UK) January 12, 2025 Havertz fiskaði víti þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka í viðureigninni í gær. Martin Ødegaard tók spyrnuna en Altay Bayindir varði hana. Tyrkinn varði svo einnig frá Havertz í vítakeppninni. Næsti leikur Havertz og félaga í Arsenal er gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Altay Bayindir, markvörður Manchester United, var skúrkurinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham í deildabikarnum í síðasta mánuði. Í gær var hann hins vegar hetja United þegar liðið sló Arsenal úr leik í bikarkeppninni. Knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, Ruben Amorim, hrósaði Bayindir í hástert eftir leikinn á Emirates. 13. janúar 2025 10:02 „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. 12. janúar 2025 22:32 „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig. 12. janúar 2025 19:31 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira
Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Altay Bayindir, markvörður Manchester United, var skúrkurinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham í deildabikarnum í síðasta mánuði. Í gær var hann hins vegar hetja United þegar liðið sló Arsenal úr leik í bikarkeppninni. Knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, Ruben Amorim, hrósaði Bayindir í hástert eftir leikinn á Emirates. 13. janúar 2025 10:02
„Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. 12. janúar 2025 22:32
„Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig. 12. janúar 2025 19:31