Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2025 10:43 Um 900 þúsund gyðingar voru umsvifalaust myrtir í gasklefum Auschwitz þegar á staðinn var komið. Getty Forsetar, forsætisráðherrar og kóngafólk verður meðal viðstaddra þegar þess verður minnst síðar í mánuðinum að 80 ár eru frá því að Sovétmenn frelsuðu Auschwitz-útrýmingarbúðirnar. Stjórnendur safnsins sem nú er rekið í Auschwitz hafa hins vegar ákveðið að enginn þeirra fái að halda ræðu. Þeir einu sem munu stíga á svið verða nokkrir síðustu eftirlifendur búðanna sem enn eru á lífi. „Það verða engar pólitískar ræður,“ hefur Guardian eftir Piotr Cywinski, framkvæmdastjóra safnsins. „Við viljum einblína á síðustu eftirlifendurna meðal okkar og á sögu þeirra, sársauka, tráma og þær siðferðilegu skuldbindingar sem þeir leggja okkur á herðar.“ Þrátt fyrir viðleitni Cywinski og kollega hans til að hafa viðburðinn eins ópólitískan og kostur er hafa deilur þegar sprottið upp í tengslum við gestalistann, ef svo má að orði komast. Aðstoðarutanríkisráðherra Póllands sagði meðal annars fyrr í mánuðinum að ef Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, yrði viðstaddur viðburðinn myndu yfirvöld ekki sjá sér annað fært en að handtaka hann. Forsætisráðherrann Donald Tusk dró hins vegar í land á fimmtudag og sagði að allir stjórnmálamenn frá Ísrael, þeirra á meðal Netanyahu, gætu verið viðstaddir áhyggjulaust, þrátt fyrir að Pólverjar ættu aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur sem kunnugt er gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Cywinski segir um að ræða storm í vatnsglasi, þar sem engar fregnir hafi borist af því að Netanyahu hafi haft í hyggju að mæta. Hins vegar verði stór sendinefnd frá Ísrael viðstödd athöfnina. Þrátt fyrir að það hafi verið Sovétmenn sem frelsuðu búðirnar hefur Rússum ekki verið boðið. Cywinski segir bæði Rússa og Úkraínumenn hafa verið meðal frelsaranna en það sé óviðeigandi að bjóða þeim að vera viðstaddir sem skilji ekki gildi frelsisins. Pólland Ísrael Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Stjórnendur safnsins sem nú er rekið í Auschwitz hafa hins vegar ákveðið að enginn þeirra fái að halda ræðu. Þeir einu sem munu stíga á svið verða nokkrir síðustu eftirlifendur búðanna sem enn eru á lífi. „Það verða engar pólitískar ræður,“ hefur Guardian eftir Piotr Cywinski, framkvæmdastjóra safnsins. „Við viljum einblína á síðustu eftirlifendurna meðal okkar og á sögu þeirra, sársauka, tráma og þær siðferðilegu skuldbindingar sem þeir leggja okkur á herðar.“ Þrátt fyrir viðleitni Cywinski og kollega hans til að hafa viðburðinn eins ópólitískan og kostur er hafa deilur þegar sprottið upp í tengslum við gestalistann, ef svo má að orði komast. Aðstoðarutanríkisráðherra Póllands sagði meðal annars fyrr í mánuðinum að ef Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, yrði viðstaddur viðburðinn myndu yfirvöld ekki sjá sér annað fært en að handtaka hann. Forsætisráðherrann Donald Tusk dró hins vegar í land á fimmtudag og sagði að allir stjórnmálamenn frá Ísrael, þeirra á meðal Netanyahu, gætu verið viðstaddir áhyggjulaust, þrátt fyrir að Pólverjar ættu aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur sem kunnugt er gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Cywinski segir um að ræða storm í vatnsglasi, þar sem engar fregnir hafi borist af því að Netanyahu hafi haft í hyggju að mæta. Hins vegar verði stór sendinefnd frá Ísrael viðstödd athöfnina. Þrátt fyrir að það hafi verið Sovétmenn sem frelsuðu búðirnar hefur Rússum ekki verið boðið. Cywinski segir bæði Rússa og Úkraínumenn hafa verið meðal frelsaranna en það sé óviðeigandi að bjóða þeim að vera viðstaddir sem skilji ekki gildi frelsisins.
Pólland Ísrael Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira