Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. janúar 2025 18:20 Ólafur Þ. Harðarson fór yfir víðan völl í Reykjavík síðdegis. Vísir/Einar Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki einsdæmi að utankjörfundaratkvæði skili sér ekki í tæka tíð en skýrt sé að þess konar atkvæði séu ógild. Þá þurfi að fara sem fyrst í breytingar á reglum varðandi jöfnunarsæti. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og fór yfir víðan völl þar á meðal týnd atkvæði, nýliðnar Alþingiskosningar, kosningalög og hvað sé framundan í pólitíkinni. Greint var frá því fyrr í dag að tólf til fimmtán utankjörfundaratkvæði fór fram hjá starfsmönnum Kópavogsbæjar og voru þau því ekki talin. Ólafur segir hins vegar að þessi atkvæði geti ekki haft nein áhrif á kosningarnar nú. „Þetta er nú ekkert einsdæmi, þetta gerist í nánast öllum kosningum,“ segir Ólafur. „Aðalmálið í þessu núna er að þetta breytir engu. Það er að segja þessi atkvæði koma ekki til kjörstjórnarinnar fyrr en of seint á mánudeginum þegar búið er að telja. Það er alveg skýrt í lögum að slík atkvæði teljast ekki með, þau eru bara ógild,“ segir Ólafur. Þá segir Ólafur öruggt að Alþingi myndi ekki gera athugasemd varðandi þessi atkvæði þar sem að lögin segi það skýrt að atkvæðin séu ógild. Fámennu kjördæmin með yfirvigt „Þetta vekur líka upp spurningar um þessa hringekju og hvernig jöfnunarsætunum er úthlutað. Það eru óþarflega flóknar reglur um það og það þarf mjög litlar breytingar í einstökum kjördæmum til þess að færa jöfnunarsæti sama flokks milli manna,“ segir Ólafur. Ólafur segir reglurnar vera á þennan hátt þar sem að fjöldi jöfnunarsæta sé bundinn við ákveðin kjördæmi. „Menn vilja það til þess að það sé öruggt að fámennustu kjördæmin, Norðvestur og Norðaustur, fái örugglega einhver jöfnunarsæti. Ef það væri bara eins og eðlilegast væri að jöfnunarsæti innan hvers flokks byggðu bara á því hvað einstakir frambjóðendur í öllum kjördæmum í landinu væru með mörg atkvæði á bak við sig væri það ekki öruggt að nein jöfnunarsæti lentu í þessum fámennu kjördæmum. En þessi fámennu kjördæmi eru nú hvort sem er með yfirvigt núna,“ segir Ólafur. „Það er mjög mikilvægt að núverandi ríkisstjórn gangi í það að endurskoða kosningalögin og það strax.“ Ríkisstjórn á grundvelli þingmanns sem þeir áttu ekki að fá Það sem ég hef aðallega gagnrýnt er að í fernum kosningum frá 2013 til 2021 þá fékk einn flokkur einum manni of mikið eða einum manni fleiri heldur en atkvæðafjöldinn gaf honum,“ segir Ólafur. Þessir flokkar hafi verið Framsóknarflokkurinn í þrjú skipti og Sjálfstæðisflokkurinn í eitt skipti, árið 2017. Jöfnunarmaðurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut það árið varð til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð með eins sætis meirihluta. „Þannig að þeir mynduðu ríkisstjórnin á grundvelli þingmanns sem þeir áttu aldrei að fá.“ Þetta hafi ekki gerst í nýliðnum kosningum þar sem að færri flokkar komust inn á þing. „Ég hef fulla trú á því að núverandi ríkisstjórn muni taka á þessu en það er mikilvægt að fara í þetta strax,“ segir Ólafur. Venjan sé sú að farið sé breytingar á kosningalögum í lok kjörtímabils þar sem oft er um að ræða breytingar á stjórnarskrá. Ólafur segir hins vegar að nærri allar umræddar breytingar séu einfaldar breytingar á kosningalögum og hægt sé að gera þær á miðju kjörtímabili. „Efnislega liggur við að fara beint í þessar breytingar strax.“ Hörð og tvísýn barátta fram undan Ólafur ræddi líka baráttuna um formannssætið í Sjálfstæðisflokknum sem fram undan er. „Baráttan um formannssætið virðist vera mjög hörð og mjög tvísýn, menn nefna þar aðallega þessa fjóra kandídata, Guðlaug Þór og þrjár konur, Þórdís Kolbrúnu, Áslaugu Örnu og Guðrúnu Hafsteinsdóttur,“ segir hann. Ólafur segir útilokað að segja hvert þeirra sé sigurstranglegast. Það skipti meira máli að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að fóta sig í stjórnarandstöðu, annars vegar að átta sig á útkomu síðustu kosninga og hins vegar móta stefnu flokksins. „Spennan er ekki einvörðungu um hvaða einstaklingur verður kosinn heldur í hvaða átt hann vill færa Sjálfstæðisflokkinn nú þegar að flokkurinn er loksins kominn í stjórnarandstöðu.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingiskosningar 2024 Kjördæmaskipan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og fór yfir víðan völl þar á meðal týnd atkvæði, nýliðnar Alþingiskosningar, kosningalög og hvað sé framundan í pólitíkinni. Greint var frá því fyrr í dag að tólf til fimmtán utankjörfundaratkvæði fór fram hjá starfsmönnum Kópavogsbæjar og voru þau því ekki talin. Ólafur segir hins vegar að þessi atkvæði geti ekki haft nein áhrif á kosningarnar nú. „Þetta er nú ekkert einsdæmi, þetta gerist í nánast öllum kosningum,“ segir Ólafur. „Aðalmálið í þessu núna er að þetta breytir engu. Það er að segja þessi atkvæði koma ekki til kjörstjórnarinnar fyrr en of seint á mánudeginum þegar búið er að telja. Það er alveg skýrt í lögum að slík atkvæði teljast ekki með, þau eru bara ógild,“ segir Ólafur. Þá segir Ólafur öruggt að Alþingi myndi ekki gera athugasemd varðandi þessi atkvæði þar sem að lögin segi það skýrt að atkvæðin séu ógild. Fámennu kjördæmin með yfirvigt „Þetta vekur líka upp spurningar um þessa hringekju og hvernig jöfnunarsætunum er úthlutað. Það eru óþarflega flóknar reglur um það og það þarf mjög litlar breytingar í einstökum kjördæmum til þess að færa jöfnunarsæti sama flokks milli manna,“ segir Ólafur. Ólafur segir reglurnar vera á þennan hátt þar sem að fjöldi jöfnunarsæta sé bundinn við ákveðin kjördæmi. „Menn vilja það til þess að það sé öruggt að fámennustu kjördæmin, Norðvestur og Norðaustur, fái örugglega einhver jöfnunarsæti. Ef það væri bara eins og eðlilegast væri að jöfnunarsæti innan hvers flokks byggðu bara á því hvað einstakir frambjóðendur í öllum kjördæmum í landinu væru með mörg atkvæði á bak við sig væri það ekki öruggt að nein jöfnunarsæti lentu í þessum fámennu kjördæmum. En þessi fámennu kjördæmi eru nú hvort sem er með yfirvigt núna,“ segir Ólafur. „Það er mjög mikilvægt að núverandi ríkisstjórn gangi í það að endurskoða kosningalögin og það strax.“ Ríkisstjórn á grundvelli þingmanns sem þeir áttu ekki að fá Það sem ég hef aðallega gagnrýnt er að í fernum kosningum frá 2013 til 2021 þá fékk einn flokkur einum manni of mikið eða einum manni fleiri heldur en atkvæðafjöldinn gaf honum,“ segir Ólafur. Þessir flokkar hafi verið Framsóknarflokkurinn í þrjú skipti og Sjálfstæðisflokkurinn í eitt skipti, árið 2017. Jöfnunarmaðurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut það árið varð til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð með eins sætis meirihluta. „Þannig að þeir mynduðu ríkisstjórnin á grundvelli þingmanns sem þeir áttu aldrei að fá.“ Þetta hafi ekki gerst í nýliðnum kosningum þar sem að færri flokkar komust inn á þing. „Ég hef fulla trú á því að núverandi ríkisstjórn muni taka á þessu en það er mikilvægt að fara í þetta strax,“ segir Ólafur. Venjan sé sú að farið sé breytingar á kosningalögum í lok kjörtímabils þar sem oft er um að ræða breytingar á stjórnarskrá. Ólafur segir hins vegar að nærri allar umræddar breytingar séu einfaldar breytingar á kosningalögum og hægt sé að gera þær á miðju kjörtímabili. „Efnislega liggur við að fara beint í þessar breytingar strax.“ Hörð og tvísýn barátta fram undan Ólafur ræddi líka baráttuna um formannssætið í Sjálfstæðisflokknum sem fram undan er. „Baráttan um formannssætið virðist vera mjög hörð og mjög tvísýn, menn nefna þar aðallega þessa fjóra kandídata, Guðlaug Þór og þrjár konur, Þórdís Kolbrúnu, Áslaugu Örnu og Guðrúnu Hafsteinsdóttur,“ segir hann. Ólafur segir útilokað að segja hvert þeirra sé sigurstranglegast. Það skipti meira máli að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að fóta sig í stjórnarandstöðu, annars vegar að átta sig á útkomu síðustu kosninga og hins vegar móta stefnu flokksins. „Spennan er ekki einvörðungu um hvaða einstaklingur verður kosinn heldur í hvaða átt hann vill færa Sjálfstæðisflokkinn nú þegar að flokkurinn er loksins kominn í stjórnarandstöðu.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingiskosningar 2024 Kjördæmaskipan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira