Að minnsta kosti 24 látnir Sunna Sæmundsdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 13. janúar 2025 22:07 Unnið er hörðum höndum að því að slökkva eldana. EPA-EFE/ALLISON DINNER Búist er við að heiti og þurri vindurinn sem knýr áfram eldana í Los Angeles eigi eftir að magnast aftur á næstu dögum. Danskur fjölskyldufaðir syrgir heimili sitt í borginni líkt og þúsundir annarra. Að minnsta kosti 24 eru látnir. „Við einbeitum okkur að tvennu: halda eldunum í skefjum, bjarga mannslífum og vernda eignir. Vegna yfirvofandi hvassviðriðs verðum við að fylgjast mjög vel með ástandinu. Þetta hvassviðri nálgast okkur mjög hratt,“ segir Kristin Crowley, starfsmaður hjá slökkviliði Los Angeles. Töluvert dró úr vindi um helgina en veðurspáin næstu daga er slæm. Santa-Anta vindarnir sem hafa dreift hratt úr eldunum eiga að taka við sér að nýju og fram á fimmtudag er spáð allt að 31 metra á sekúndu. „Þessi vindur ásamt lágu rakastigi og rakastigi eldsmatarins veldur því að eldhættan er mjög mikil í allri Los Angeles sýslu,“ segir Anthony C. Marrone, slökkviliðsstjóri. Barist er við þrjá meginelda og sá stærsti, eða Palisades-eldurinn, sem hefur þegar brennt svæði sem jafnast á við rúman Kópavog hefur einungis verið haminn að litlu leyti. Betur gengur með Eaton-eldinn og slökkviðlið segist hafa náð tökum á þriðjungi hans. Hurst-eldurinn er þá sagður haminn að mestu. Samanlagt hafa eldarnir þrír náð yfir um 156 ferkílómetra sem er svæði stærra en Parísarborg. Erfiðast að segja syni sínum Eyðileggingin er á sögulegum skala og dönsk fjölskylda sem hefur búið í Los Angeles í fimm ár er ein af þúsundum sem hafa misst heimili sitt. „Þetta er svo erfitt. Það er allt farið,“ segir Kristoffer Kosloff sem er danskur íbúi í Los Angeles. Kristoffer starfar sem framleiðandi í borginni en hann segir að erfiðast hafi verið að segja syni sínum að heimilið væri farið. „Af því að þá varð honum ljóst að við höfðum misst allt sem við höfum varið allri ævi okkar að byggja upp,“ segir Kristoffer. „Ég hef alltaf verið lausnamiðaður og getað leyst vandamál. En núna er ég algjörlega úrræðalaus.“ Að minnsta kosti 24 eru látnir en einnig er 23 saknað. Á meðal látnu eru feðgarnir Anthony og Justin Mitchell. Faðirinn notaðist við hjólastól en sonurinn var með cerebral palsy, lömun vegna heilaskaða. Anthony fannst við rúm sonar síns. Dóttir Anthony sagði að hann hefði aldrei skilið son sinn eftir. Meira en 92 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín samkvæmt bandaríska fjölmiðlinum CNN. Þá eru í gildi rýmingarviðvaranir fyrir 89 þúsund manns. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Gróðureldar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Við einbeitum okkur að tvennu: halda eldunum í skefjum, bjarga mannslífum og vernda eignir. Vegna yfirvofandi hvassviðriðs verðum við að fylgjast mjög vel með ástandinu. Þetta hvassviðri nálgast okkur mjög hratt,“ segir Kristin Crowley, starfsmaður hjá slökkviliði Los Angeles. Töluvert dró úr vindi um helgina en veðurspáin næstu daga er slæm. Santa-Anta vindarnir sem hafa dreift hratt úr eldunum eiga að taka við sér að nýju og fram á fimmtudag er spáð allt að 31 metra á sekúndu. „Þessi vindur ásamt lágu rakastigi og rakastigi eldsmatarins veldur því að eldhættan er mjög mikil í allri Los Angeles sýslu,“ segir Anthony C. Marrone, slökkviliðsstjóri. Barist er við þrjá meginelda og sá stærsti, eða Palisades-eldurinn, sem hefur þegar brennt svæði sem jafnast á við rúman Kópavog hefur einungis verið haminn að litlu leyti. Betur gengur með Eaton-eldinn og slökkviðlið segist hafa náð tökum á þriðjungi hans. Hurst-eldurinn er þá sagður haminn að mestu. Samanlagt hafa eldarnir þrír náð yfir um 156 ferkílómetra sem er svæði stærra en Parísarborg. Erfiðast að segja syni sínum Eyðileggingin er á sögulegum skala og dönsk fjölskylda sem hefur búið í Los Angeles í fimm ár er ein af þúsundum sem hafa misst heimili sitt. „Þetta er svo erfitt. Það er allt farið,“ segir Kristoffer Kosloff sem er danskur íbúi í Los Angeles. Kristoffer starfar sem framleiðandi í borginni en hann segir að erfiðast hafi verið að segja syni sínum að heimilið væri farið. „Af því að þá varð honum ljóst að við höfðum misst allt sem við höfum varið allri ævi okkar að byggja upp,“ segir Kristoffer. „Ég hef alltaf verið lausnamiðaður og getað leyst vandamál. En núna er ég algjörlega úrræðalaus.“ Að minnsta kosti 24 eru látnir en einnig er 23 saknað. Á meðal látnu eru feðgarnir Anthony og Justin Mitchell. Faðirinn notaðist við hjólastól en sonurinn var með cerebral palsy, lömun vegna heilaskaða. Anthony fannst við rúm sonar síns. Dóttir Anthony sagði að hann hefði aldrei skilið son sinn eftir. Meira en 92 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín samkvæmt bandaríska fjölmiðlinum CNN. Þá eru í gildi rýmingarviðvaranir fyrir 89 þúsund manns.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Gróðureldar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira