Ragnheiður Torfadóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2025 07:47 Ragnheiður Torfadóttir gegndi stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík á árunum 1995 til 2001. Landbúnaðarháskólinn Ragnheiður Torfadóttir, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, er látin, 87 ára að aldri. Hún varð rektors skólans árið 1995, fyrst kvenna, og gegndi stöðunni til ársins 2001. Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag, en hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi síðastliðinn sunnudag. Ragnheiður fæddist 1. maí 1937 á Ísafirði en flutti til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni sex ára að aldri. Foreldrar Ragnheiðar voru Torfi Hjartarson, tollstjóri í Reykjavík og sáttasemjari ríkisins, og Anna Jónsdóttir. Í æviágripi Ragnheiðar segir að hún hafi lokið stúdentsprófi frá MR árið 1956, BA-prófi í latínu og grísku frá Háskóla Íslands árið 1961 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum árið 1971. Síðar stundaði hún einnig nám í íslenskri málfræði og málvísindum. Ragnheiður kenndi latínu við MR á árunum 1959 til 1960 og aftur 1962 til 1996, en sömuleiðis grísku á árunum 1972 til 1975. Hún var deildarstjóri við skólann 1972 til 1992, sat í skólastjórn 1976 til 1978 og fulltrúi kennara í skólanefnd skólans 1990 til 1995. Hún tók svo við stöðu rektors skólans 1995 og gegndi stöðunni til 2001. Ragnheiður var einnig virk í félagsstörfum og var varaformaður Bandalags háskólamanna 1982 til 1986 og í ritstjórn BHM-blaðsins á sama tíma. Þá var hún félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Eiginmaður Ragnheiðar var Þórhallur Vilmundarson, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður Örnefnastofnunar. Hann lést árið 2013. Ragnheiður og Þórhallur eignuðust þrjú börn, þau Guðrúnu, dósent í íslenskri málfræði við HÍ, Torfa, doktor í tölvusjón og lektor við HR, og Helgu, byggingarverkfræðing. Andlát Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag, en hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi síðastliðinn sunnudag. Ragnheiður fæddist 1. maí 1937 á Ísafirði en flutti til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni sex ára að aldri. Foreldrar Ragnheiðar voru Torfi Hjartarson, tollstjóri í Reykjavík og sáttasemjari ríkisins, og Anna Jónsdóttir. Í æviágripi Ragnheiðar segir að hún hafi lokið stúdentsprófi frá MR árið 1956, BA-prófi í latínu og grísku frá Háskóla Íslands árið 1961 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum árið 1971. Síðar stundaði hún einnig nám í íslenskri málfræði og málvísindum. Ragnheiður kenndi latínu við MR á árunum 1959 til 1960 og aftur 1962 til 1996, en sömuleiðis grísku á árunum 1972 til 1975. Hún var deildarstjóri við skólann 1972 til 1992, sat í skólastjórn 1976 til 1978 og fulltrúi kennara í skólanefnd skólans 1990 til 1995. Hún tók svo við stöðu rektors skólans 1995 og gegndi stöðunni til 2001. Ragnheiður var einnig virk í félagsstörfum og var varaformaður Bandalags háskólamanna 1982 til 1986 og í ritstjórn BHM-blaðsins á sama tíma. Þá var hún félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Eiginmaður Ragnheiðar var Þórhallur Vilmundarson, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður Örnefnastofnunar. Hann lést árið 2013. Ragnheiður og Þórhallur eignuðust þrjú börn, þau Guðrúnu, dósent í íslenskri málfræði við HÍ, Torfa, doktor í tölvusjón og lektor við HR, og Helgu, byggingarverkfræðing.
Andlát Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira