Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. janúar 2025 12:39 Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir atburðarásina minna á þá sem varð fyrir eldgosið í Holuhrauni. Vísir/Vilhelm Áköf jarðskjálftahrina varð í Bráðabungu í Vatnajökli morgun. Jarðeðlisfræðingur segir hrinuna óvanalega og atburðarásina minna á undanfara eldgossins í Holuhrauni. Jarðskjálftahrinan hófst á sjöunda tímanum í morgun en stærsti skjálftinn varð klukkan rúmlega átta og mældist hann 4,9 að stærð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir jarðskjálftahrinunni vera lokið. „Þetta er mjög óvanaleg. Það voru þarna nokkrir stórir skjálftar og svo mjög mikið af smærri skjálftum norðan til í öskjunni. Þetta tengist að öllum líkindum kviku undir öskjunni og staðreyndin er sú að Bárðarbunga hefur verið að þenjast út og mjög mikið núna síðustu árin. Mælingar sem að við erum að gera sýna að hún er búin að rísa, þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð annars staðar enda ekki mjög algengt kannski, en hún er sennilega miðjan er búin að rísa um sjálfsagt tuttugu tuttugu og fimm metra á síðustu átta árum og þarna er að streyma mjög mikil kvika inn og þetta er mjög stór og mikil eldstöð. Jarðskjáfltahrinan í morgun í Bárðarbunga í var áköf.Vísir/Vilhelm Erfitt sé að segja til um hvort jarðskjálftarnir séu undanfari eldgoss en Bárðarbunga er ein af virkustu eldstöðvum landsins. „Það er ómögulegt að segja en það er aukinn kvikuþrýstingur þarna. Magnús Tumi segir virknina í Bárðarbungu ekki tengjast annarri eldstöð í Vatnajökli eða Grímsvötnum en í gær var greint frá því að Grímsvatnahlaup væri hafið. Síðasta umbrotahrina í Bárðarbungu varð árið 2014 þegar eldgos varð í Holuhrauni. „Þessi atburðarás minnir á það sem að var undanfari bæði gossins í Holuhraun, eða fyrsta byrjunin fyrir gosið í Holuhrauni sem endaði með því tveim vikum seinna 2014 og svo líka skjálftunum sem að urðu undanfari þess að það gaus í Gjálp þarna milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Það vantar töluvert upp á það nái sömu stöðu eins var fyrir 2014 þegar öskusigð varð og hún seig um sextíu og fimm metra og gosið stóra varð í Holuhrauni. Við verðum bara að fylgjast með þessu og vera tilbúin.“ Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna sem reið yfir í Bárðabungu í morgun. 14. janúar 2025 11:38 Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14. janúar 2025 07:19 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Jarðskjálftahrinan hófst á sjöunda tímanum í morgun en stærsti skjálftinn varð klukkan rúmlega átta og mældist hann 4,9 að stærð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir jarðskjálftahrinunni vera lokið. „Þetta er mjög óvanaleg. Það voru þarna nokkrir stórir skjálftar og svo mjög mikið af smærri skjálftum norðan til í öskjunni. Þetta tengist að öllum líkindum kviku undir öskjunni og staðreyndin er sú að Bárðarbunga hefur verið að þenjast út og mjög mikið núna síðustu árin. Mælingar sem að við erum að gera sýna að hún er búin að rísa, þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð annars staðar enda ekki mjög algengt kannski, en hún er sennilega miðjan er búin að rísa um sjálfsagt tuttugu tuttugu og fimm metra á síðustu átta árum og þarna er að streyma mjög mikil kvika inn og þetta er mjög stór og mikil eldstöð. Jarðskjáfltahrinan í morgun í Bárðarbunga í var áköf.Vísir/Vilhelm Erfitt sé að segja til um hvort jarðskjálftarnir séu undanfari eldgoss en Bárðarbunga er ein af virkustu eldstöðvum landsins. „Það er ómögulegt að segja en það er aukinn kvikuþrýstingur þarna. Magnús Tumi segir virknina í Bárðarbungu ekki tengjast annarri eldstöð í Vatnajökli eða Grímsvötnum en í gær var greint frá því að Grímsvatnahlaup væri hafið. Síðasta umbrotahrina í Bárðarbungu varð árið 2014 þegar eldgos varð í Holuhrauni. „Þessi atburðarás minnir á það sem að var undanfari bæði gossins í Holuhraun, eða fyrsta byrjunin fyrir gosið í Holuhrauni sem endaði með því tveim vikum seinna 2014 og svo líka skjálftunum sem að urðu undanfari þess að það gaus í Gjálp þarna milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Það vantar töluvert upp á það nái sömu stöðu eins var fyrir 2014 þegar öskusigð varð og hún seig um sextíu og fimm metra og gosið stóra varð í Holuhrauni. Við verðum bara að fylgjast með þessu og vera tilbúin.“
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna sem reið yfir í Bárðabungu í morgun. 14. janúar 2025 11:38 Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14. janúar 2025 07:19 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10
Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna sem reið yfir í Bárðabungu í morgun. 14. janúar 2025 11:38
Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14. janúar 2025 07:19