Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2025 13:09 Þó ýmsir hafi verið nefndir sem hugsanlegir kandídatar í formannsframboð Sjálfstæðisflokksins beinast augun fyrst og síðast að þessum þremur: Þórdísi Kolbrúnu, Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu. vísir/vilhelm Þeir sem helst eru nefndir sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins liggja nú undir hinum fræga feldi – hnausþykkum því vart mótar fyrir þeim þar undir. Þau þrjú sem helst eru nefnd sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins; Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherrarnir þau Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafa ekki svarað ítrekuðum símtölum eða skilaboðum blaðamanns Vísis. Svo virðist sem verið sé að leggja drög að því hvað verður bak við tjöldin. Bjarni Benediktsson hefur gefið það út, eins og kunnugt er, að hann hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður flokksins. Þá hefur hann sagt af sér þingmennsku og ætlar að snúa sér að öðru. Þetta þýðir vitaskuld að nýr formaður verður kjörinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður 28. febrúar. Sem svo aftur þýðir að tíminn er skammur og áhugafólk um pólitík veltir því fyrir sér hverjir gefi sig fram til starfans. Hvað dvelur Orminn langa? Derringurinn í Halldóri Benjamín Einn þeirra sem veltir fyrir sér stöðunni er Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. Hann tengir við frétt Morgunblaðsins, sem hefur verið afar upptekið af innanbúðarmálum flokksins, þar sem frá því er greint að einn þeirra sem orðaður hafi verið við framboð, Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri fasteignafélagsins Heima, gefur frá sér varaformennsku með orðunum: „Aukahlutverk henta mér illa“. Páll segir að menn sem tali „með þessum derringi um varaformennsku í stjórnmálaflokki“ myndi hvort sem er henta illa til formennsku í þeim flokki. Þetta segir Páll á Facebook-síðu sinni og er gerður góður rómur að þessari athugasemd hans. Plottað bak við tjöldin Víst er að margur rennir hýru auga til formannsstöðunnar en hún telst eitt valdamesta, ef ekki valdamesta staða í íslenskri pólitík. En taka verður tillit til ýmissa flokkadrátta og nú fara fram samtöl bak við tjöldin. Væntanlega eru menn að reyna að teikna upp einhvers konar bandalög. Þekkt er mikið kapp sem ríkir milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu sem hefur sagt að hún eigi Bjarna mikið að þakka. Þórdís Kolbrún varaformaður hefur svo fram til þessa verið talin erfðaprinsessa flokksins, réttborin til valda. Hvort það að þær tvær, Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna, fari báðar fram að því gefnu að Guðlaugur Þór bjóði sig fram, gæti orðið til að styrkja stöðu Guðlaugs Þórs, þær gætu tekið atkvæði hvor frá annarri. Þess ber þó að geta að til að frambjóðandi verður að ná meira en fimmtíu prósentum atkvæða á landsfundi og er kosningin í tveimur fösum náist það ekki í fyrri umferð, þá milli þeirra tveggja sem efstir eru. Á síðasta landsfundi fór Guðlaugur Þór svo fram gegn Bjarna sem hafði sigur með um sextíu prósentum atkvæða gegn fjörutíu. Innanbúðarmenn tala um „Gullana“ sem harðsnúins hóps stuðningsmanna Guðlaugs Þórs. Hann var hins vegar ekki í essinu sínu á síðasta landsfundi, mætti fótbrotinn til leiks og þótti langt frá sínu besta. Ekkert leyndarmál er að Guðlaugur Þór hefur lengi stefnt að formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Klukkan tifar Svo enn sé vitnað til Morgunblaðsins þá eru, auk þeirra þriggja sem hér hafa verið nefnd, Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, helst nefnd sem hugsanlegir kandídatar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, sem einnig hefur verið nefnd hefur verið í þessu sambandi, gefur það hins vegar frá sér. Þórdís Kolbrún hefur gefið það út að hún muni ekki sækjast eftir varaformennsku á komandi landsfundi sem bendir til þess að hún muni taka slaginn. Klukkan tifar og verður spennandi að sjá hvert þeirra tekur fyrsta skrefið og lýsir yfir framboði. En eins og bent er á eru allir á landsfundi í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn Fréttaskýringar Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
Þau þrjú sem helst eru nefnd sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins; Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherrarnir þau Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafa ekki svarað ítrekuðum símtölum eða skilaboðum blaðamanns Vísis. Svo virðist sem verið sé að leggja drög að því hvað verður bak við tjöldin. Bjarni Benediktsson hefur gefið það út, eins og kunnugt er, að hann hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður flokksins. Þá hefur hann sagt af sér þingmennsku og ætlar að snúa sér að öðru. Þetta þýðir vitaskuld að nýr formaður verður kjörinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður 28. febrúar. Sem svo aftur þýðir að tíminn er skammur og áhugafólk um pólitík veltir því fyrir sér hverjir gefi sig fram til starfans. Hvað dvelur Orminn langa? Derringurinn í Halldóri Benjamín Einn þeirra sem veltir fyrir sér stöðunni er Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. Hann tengir við frétt Morgunblaðsins, sem hefur verið afar upptekið af innanbúðarmálum flokksins, þar sem frá því er greint að einn þeirra sem orðaður hafi verið við framboð, Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri fasteignafélagsins Heima, gefur frá sér varaformennsku með orðunum: „Aukahlutverk henta mér illa“. Páll segir að menn sem tali „með þessum derringi um varaformennsku í stjórnmálaflokki“ myndi hvort sem er henta illa til formennsku í þeim flokki. Þetta segir Páll á Facebook-síðu sinni og er gerður góður rómur að þessari athugasemd hans. Plottað bak við tjöldin Víst er að margur rennir hýru auga til formannsstöðunnar en hún telst eitt valdamesta, ef ekki valdamesta staða í íslenskri pólitík. En taka verður tillit til ýmissa flokkadrátta og nú fara fram samtöl bak við tjöldin. Væntanlega eru menn að reyna að teikna upp einhvers konar bandalög. Þekkt er mikið kapp sem ríkir milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu sem hefur sagt að hún eigi Bjarna mikið að þakka. Þórdís Kolbrún varaformaður hefur svo fram til þessa verið talin erfðaprinsessa flokksins, réttborin til valda. Hvort það að þær tvær, Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna, fari báðar fram að því gefnu að Guðlaugur Þór bjóði sig fram, gæti orðið til að styrkja stöðu Guðlaugs Þórs, þær gætu tekið atkvæði hvor frá annarri. Þess ber þó að geta að til að frambjóðandi verður að ná meira en fimmtíu prósentum atkvæða á landsfundi og er kosningin í tveimur fösum náist það ekki í fyrri umferð, þá milli þeirra tveggja sem efstir eru. Á síðasta landsfundi fór Guðlaugur Þór svo fram gegn Bjarna sem hafði sigur með um sextíu prósentum atkvæða gegn fjörutíu. Innanbúðarmenn tala um „Gullana“ sem harðsnúins hóps stuðningsmanna Guðlaugs Þórs. Hann var hins vegar ekki í essinu sínu á síðasta landsfundi, mætti fótbrotinn til leiks og þótti langt frá sínu besta. Ekkert leyndarmál er að Guðlaugur Þór hefur lengi stefnt að formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Klukkan tifar Svo enn sé vitnað til Morgunblaðsins þá eru, auk þeirra þriggja sem hér hafa verið nefnd, Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, helst nefnd sem hugsanlegir kandídatar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, sem einnig hefur verið nefnd hefur verið í þessu sambandi, gefur það hins vegar frá sér. Þórdís Kolbrún hefur gefið það út að hún muni ekki sækjast eftir varaformennsku á komandi landsfundi sem bendir til þess að hún muni taka slaginn. Klukkan tifar og verður spennandi að sjá hvert þeirra tekur fyrsta skrefið og lýsir yfir framboði. En eins og bent er á eru allir á landsfundi í framboði.
Sjálfstæðisflokkurinn Fréttaskýringar Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira