„Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2025 14:49 Rakel Garðarsdóttir framleiðandi þáttanna um Vigdísi Finnbogadóttur segir túlkun Hallgríms H. Helgasonar á Elmari, að hann eigi að standa fyrir Helga Skúlason, algerlega úr vegi. Rakel Garðarsdóttir framleiðandi Vigdísarþáttanna svokölluðu segir það mikinn misskilning að persónan Elmar eigi að tákna Helga Skúlason leikara og leikstjóra. „Þetta er skálduð persóna. Eins og fram kemur í byrjun hvers þáttar eru sumar persónur skáldaðar í dramatískum tilgangi. Hér er ekki um heimildarþætti að ræða,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Hallgrímur Helgi Helgason, þýðandi og handritshöfundur, telur einsýnt að persónan sem Gísli Örn Garðarsson leikur og heitir Elmar, eigi að tákna föður sinn Helga Skúlason. En þetta er í þáttunum um Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta íslenska lýðveldisins. Rakel segir þetta mikinn misskilning. „Persónan Elmar er skálduð og á að tákna mótstöðu þeirra sem töldu Vigdísi ekki hafa þá reynslu sem þurfti til að taka að sér starf leikhússtjóra.“ Rakel segir að Vesturport, og aðstandendur þáttanna, hafi aldrei skoðað Helga sérstaklega þegar Elmar var teiknuð upp. Þessi túlkun Hallgríms sé því úr vegi. Heldur hafi margar persónur verið teknar og þær steyptar í eina. Eins og tíðkast þegar dramatísk framvinda er annars vegar. „Enn þann dag í dag eru skiptar skoðanir um fólk í stjórnunarstöðum og það var nú heldur betur í tíð Vigdísar,“ segir Rakel. Eins og áður sagði hafa þættirnir verið lofaðir í hástert en síðasti þátturinn, sá fjórði, verður sýndur á sunnudagskvöldið. Rakel segir að Vigdís Finnbogadóttir hafi verið þekkt fyrir það í sinni forsetatíð sameina þjóðina. Og svo mögnuð sé hún að enn nái hún að sameina heilu fjölskyldurnar fyrir framan sjónvarpstækin. „Það er einstaklega ánægjulegt,“ segir Rakel. Leikhús Bíó og sjónvarp Mest lesið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Lífið Fann ástina á Prikinu Lífið Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Lífið Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Lífið Kvennaathvarfið á allra vörum Lífið Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Lífið Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Áskorun Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Lífið Fleiri fréttir Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er skálduð persóna. Eins og fram kemur í byrjun hvers þáttar eru sumar persónur skáldaðar í dramatískum tilgangi. Hér er ekki um heimildarþætti að ræða,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Hallgrímur Helgi Helgason, þýðandi og handritshöfundur, telur einsýnt að persónan sem Gísli Örn Garðarsson leikur og heitir Elmar, eigi að tákna föður sinn Helga Skúlason. En þetta er í þáttunum um Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta íslenska lýðveldisins. Rakel segir þetta mikinn misskilning. „Persónan Elmar er skálduð og á að tákna mótstöðu þeirra sem töldu Vigdísi ekki hafa þá reynslu sem þurfti til að taka að sér starf leikhússtjóra.“ Rakel segir að Vesturport, og aðstandendur þáttanna, hafi aldrei skoðað Helga sérstaklega þegar Elmar var teiknuð upp. Þessi túlkun Hallgríms sé því úr vegi. Heldur hafi margar persónur verið teknar og þær steyptar í eina. Eins og tíðkast þegar dramatísk framvinda er annars vegar. „Enn þann dag í dag eru skiptar skoðanir um fólk í stjórnunarstöðum og það var nú heldur betur í tíð Vigdísar,“ segir Rakel. Eins og áður sagði hafa þættirnir verið lofaðir í hástert en síðasti þátturinn, sá fjórði, verður sýndur á sunnudagskvöldið. Rakel segir að Vigdís Finnbogadóttir hafi verið þekkt fyrir það í sinni forsetatíð sameina þjóðina. Og svo mögnuð sé hún að enn nái hún að sameina heilu fjölskyldurnar fyrir framan sjónvarpstækin. „Það er einstaklega ánægjulegt,“ segir Rakel.
Leikhús Bíó og sjónvarp Mest lesið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Lífið Fann ástina á Prikinu Lífið Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Lífið Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Lífið Kvennaathvarfið á allra vörum Lífið Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Lífið Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Áskorun Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Lífið Fleiri fréttir Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira