Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2025 20:31 Sanna Marin komst í heimsfréttirnar sem forsætisráðherra þegar hún fór á djammið og dansaði. Hún hefur unnið sem ráðgjafi síðan hún hætti á finnska þinginu 2023. Vísir/EPA Sanna Marin, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hefur farið fram á nálgunarbann gegn manni á fertugsaldri. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi í Helsinki í Finnlandi á morgun. Fram kemur í frétt finnska miðilsins Helsingin Sanomat að þegar séu í gildi í það minnsta tvö nálgunarbönn á manninn vegna ógnandi og óviðeigandi hegðunar hans. Fram kemur í fréttinni að dómstóllinn hafi í dag ekki greint nánar frá því um hvað málið snerist. Þá segir að í Finnlandi sé hægt að sækja um nálgunarbann vegna áreitis og hótana. Það megi krefjast þess að einhver hætti að hafa samband við þig. Þá segir í fréttinni að fyrra nálgunarbannið hafi verið sett á af dómstóli í Vestur-Uusimaa fyrir nokkrum árum og það seinna í Helsinki í fyrra. Í fyrra málinu hafi nálgunarbannið varðar tvær konur sem maðurinn átti að hafa ógnað, sent skilaboð og hótað að myrða. Í því seinna hafi nálgunarbannið kveðið á um að hann mætti ekki koma nálægt konu á fertugsaldri. Maðurinn hefur samkvæmt fréttinni verið ákærður fyrir að sitja um einhvern og fyrir að brjóta á nálgunarbanni í Vestur-Uusimaa. Það á samkvæmt fréttinni að hafa gerst í fyrra. Í því máli er þolandi einnig kona. Sanna Marin var forsætisráðherra Finnlands frá 2019 til 2023. Hún sagði af sér sem formaður flokks síns, Jafnaðarmannaflokksins, árið 2023 í kjölfar ósigurs í kosningum. Hún hætti á finnska þinginu sama ár og fór að vinna sem ráðgjafi fyrir Tony Blair stofnina. Finnland Tengdar fréttir Sanna viðurkennir ósigur Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. 2. apríl 2023 20:59 Sanna hættir sem formaður Sanna Marin, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í landinu. Að öllum líkindum mun Petteri Orpo taka við sem forsætisráðherra landsins á næstu dögum. 5. apríl 2023 08:18 Sanna Marin skilur við eiginmanninn Sanna Marin, starfandi forsætisráðherra Finnlands, er að skilja við eiginmann sinn Markus Räikkönen. Í story á Instagram segist hún þakklát fyrir árin nítján en saman eiga þau dóttur sem fæddist árið 2018. 10. maí 2023 15:40 Sanna braut engar reglur með djamminu Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, braut engar reglur og braut ekki gegn skyldum sínum með því að fara í samkvæmi. Myndbönd af forsætisráðherranum í dansa og syngja í samkvæmum var lekið á netið í sumar og þurfti hún að fara í fíkniefnapróf vegna ásakana um neyslu fíkniefna frá andstæðingum sínum í þinginu. 4. nóvember 2022 15:22 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Sjá meira
Fram kemur í fréttinni að dómstóllinn hafi í dag ekki greint nánar frá því um hvað málið snerist. Þá segir að í Finnlandi sé hægt að sækja um nálgunarbann vegna áreitis og hótana. Það megi krefjast þess að einhver hætti að hafa samband við þig. Þá segir í fréttinni að fyrra nálgunarbannið hafi verið sett á af dómstóli í Vestur-Uusimaa fyrir nokkrum árum og það seinna í Helsinki í fyrra. Í fyrra málinu hafi nálgunarbannið varðar tvær konur sem maðurinn átti að hafa ógnað, sent skilaboð og hótað að myrða. Í því seinna hafi nálgunarbannið kveðið á um að hann mætti ekki koma nálægt konu á fertugsaldri. Maðurinn hefur samkvæmt fréttinni verið ákærður fyrir að sitja um einhvern og fyrir að brjóta á nálgunarbanni í Vestur-Uusimaa. Það á samkvæmt fréttinni að hafa gerst í fyrra. Í því máli er þolandi einnig kona. Sanna Marin var forsætisráðherra Finnlands frá 2019 til 2023. Hún sagði af sér sem formaður flokks síns, Jafnaðarmannaflokksins, árið 2023 í kjölfar ósigurs í kosningum. Hún hætti á finnska þinginu sama ár og fór að vinna sem ráðgjafi fyrir Tony Blair stofnina.
Finnland Tengdar fréttir Sanna viðurkennir ósigur Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. 2. apríl 2023 20:59 Sanna hættir sem formaður Sanna Marin, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í landinu. Að öllum líkindum mun Petteri Orpo taka við sem forsætisráðherra landsins á næstu dögum. 5. apríl 2023 08:18 Sanna Marin skilur við eiginmanninn Sanna Marin, starfandi forsætisráðherra Finnlands, er að skilja við eiginmann sinn Markus Räikkönen. Í story á Instagram segist hún þakklát fyrir árin nítján en saman eiga þau dóttur sem fæddist árið 2018. 10. maí 2023 15:40 Sanna braut engar reglur með djamminu Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, braut engar reglur og braut ekki gegn skyldum sínum með því að fara í samkvæmi. Myndbönd af forsætisráðherranum í dansa og syngja í samkvæmum var lekið á netið í sumar og þurfti hún að fara í fíkniefnapróf vegna ásakana um neyslu fíkniefna frá andstæðingum sínum í þinginu. 4. nóvember 2022 15:22 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Sjá meira
Sanna viðurkennir ósigur Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. 2. apríl 2023 20:59
Sanna hættir sem formaður Sanna Marin, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í landinu. Að öllum líkindum mun Petteri Orpo taka við sem forsætisráðherra landsins á næstu dögum. 5. apríl 2023 08:18
Sanna Marin skilur við eiginmanninn Sanna Marin, starfandi forsætisráðherra Finnlands, er að skilja við eiginmann sinn Markus Räikkönen. Í story á Instagram segist hún þakklát fyrir árin nítján en saman eiga þau dóttur sem fæddist árið 2018. 10. maí 2023 15:40
Sanna braut engar reglur með djamminu Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, braut engar reglur og braut ekki gegn skyldum sínum með því að fara í samkvæmi. Myndbönd af forsætisráðherranum í dansa og syngja í samkvæmum var lekið á netið í sumar og þurfti hún að fara í fíkniefnapróf vegna ásakana um neyslu fíkniefna frá andstæðingum sínum í þinginu. 4. nóvember 2022 15:22