Mikil hálka þegar banaslysið varð Jón Þór Stefánsson skrifar 17. janúar 2025 11:01 Skýringarmynd úr skýrslunni sem sýnir staðsetningu ökutækjanna eftir áreksturinn. RNSA Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða. Slysið varð þegar Toyota Hilux-bíl var ekið suður Grindavíkurveg, en á sama tíma var Mercedes Arocs-vörubíl ekið úr gagnstæðri átt um veginn. Ökumaður vörubílsins missti stjórn á sínum bíl í mjúkri vinstri beygju. Þá rann vörubíllinn yfir á gagnstæðan vegarhelminginn og út fyrir veginn. Bílstjóri Toyotunnar beygði til hægri og rákust bílarnir saman utan vegarins. Ökumaður og farþegi Toyotunnar, karl og kona á sjötugsaldri, létust á vettvangi. Þau voru bæði í öryggisbelti. Ökumaður vörubílsins slasaðist ekki alvarlega. Í skýrslu Rannsóknarnefndar segir að bæði Toyotan og vörubíllinn hafi verið tekin til skoðunar og ekkert hafi fundist við þá athugun sem gæti skýrt orsök slyssins. Ók of hratt þó hann hafi ekki verið yfir hámarkshraða Hámarkshraði á veginum var níutíu kílómetrar á klukkustund. Úr loftpúðatölvu Toyotunnar kemur fram að á fimm sekúndna tímabili í aðdraganda slyssins hafi hraði bílsins verið hæstur 81 kílómetra hraði, en við áreksturinn 63 kílómetra hraði. Samkvæmt ökurita vörubílsins var þeim bíl ekið á 89 til níutíu kílómetra hraða. Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að hámarkshraði eigi við um góðar aðstæður, en að ökumenn eigi að aka hægar í slæmum aðstæðum. Ökumaður vörubílsins hafi því ekið of hratt miðað við aðstæður, en eins og áður segir var mikil hálka á veginum þennan dag. Glerhálka gat myndast vegna slydduéls „Líklegt er að yfirborð vegarins hafi verið frosið upp á hæðinni en hitastigið, samkvæmt veðurmælingu sunnarlega á Grindavíkurvegi hafði verið við frostmark snemma morguns en var þegar slysið átti sér stað 1,0°C. Veghiti var þó enn undir frostmarki og því gat glerhálka myndast vegna t.d. slydduéls,“ segir í skýrslunni. Meginorsök slyssins, að mati nefndarinnar, var þessi mikla hálka sem varð til þess að ökumaður vörubílsins missti stjórn á bílnum. Aðrar orsakir slysins sem nefndar eru í skýrslunni eru til að mynda þær að vegurinn var hálkuvarinn morguninn sem slysið varð, en einungis önnur akgreinin. Seinni hálkuvörnin tafðist vegna bilunar í saltbíl. Þá er einnig minnst á að ökumaður vörubílsins hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Samgönguslys Umferðaröryggi Grindavík Veður Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Slysið varð þegar Toyota Hilux-bíl var ekið suður Grindavíkurveg, en á sama tíma var Mercedes Arocs-vörubíl ekið úr gagnstæðri átt um veginn. Ökumaður vörubílsins missti stjórn á sínum bíl í mjúkri vinstri beygju. Þá rann vörubíllinn yfir á gagnstæðan vegarhelminginn og út fyrir veginn. Bílstjóri Toyotunnar beygði til hægri og rákust bílarnir saman utan vegarins. Ökumaður og farþegi Toyotunnar, karl og kona á sjötugsaldri, létust á vettvangi. Þau voru bæði í öryggisbelti. Ökumaður vörubílsins slasaðist ekki alvarlega. Í skýrslu Rannsóknarnefndar segir að bæði Toyotan og vörubíllinn hafi verið tekin til skoðunar og ekkert hafi fundist við þá athugun sem gæti skýrt orsök slyssins. Ók of hratt þó hann hafi ekki verið yfir hámarkshraða Hámarkshraði á veginum var níutíu kílómetrar á klukkustund. Úr loftpúðatölvu Toyotunnar kemur fram að á fimm sekúndna tímabili í aðdraganda slyssins hafi hraði bílsins verið hæstur 81 kílómetra hraði, en við áreksturinn 63 kílómetra hraði. Samkvæmt ökurita vörubílsins var þeim bíl ekið á 89 til níutíu kílómetra hraða. Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að hámarkshraði eigi við um góðar aðstæður, en að ökumenn eigi að aka hægar í slæmum aðstæðum. Ökumaður vörubílsins hafi því ekið of hratt miðað við aðstæður, en eins og áður segir var mikil hálka á veginum þennan dag. Glerhálka gat myndast vegna slydduéls „Líklegt er að yfirborð vegarins hafi verið frosið upp á hæðinni en hitastigið, samkvæmt veðurmælingu sunnarlega á Grindavíkurvegi hafði verið við frostmark snemma morguns en var þegar slysið átti sér stað 1,0°C. Veghiti var þó enn undir frostmarki og því gat glerhálka myndast vegna t.d. slydduéls,“ segir í skýrslunni. Meginorsök slyssins, að mati nefndarinnar, var þessi mikla hálka sem varð til þess að ökumaður vörubílsins missti stjórn á bílnum. Aðrar orsakir slysins sem nefndar eru í skýrslunni eru til að mynda þær að vegurinn var hálkuvarinn morguninn sem slysið varð, en einungis önnur akgreinin. Seinni hálkuvörnin tafðist vegna bilunar í saltbíl. Þá er einnig minnst á að ökumaður vörubílsins hafi ekið of hratt miðað við aðstæður.
Samgönguslys Umferðaröryggi Grindavík Veður Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira