Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. janúar 2025 21:02 Umhverfisráðuneytið var í þrígang varað við að skýra þyrfti heimildir Umhverfisstofnunar varðandi leyfisveitingar fyrir virkjanir og aðrar framkvæmdir. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- og orkumálaráðherra undrast sinnuleysi forvera sinna. Gestur Pétursson forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar segir óvissu um viðamiklar framkvæmdir eftir að virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar var gert ógilt. Vísir Ekki er unnt að reisa vatnsaflsvirkjanir og óvissa ríkir um viðamiklar innviðaframkvæmdir. Þetta er mat Umhverfisstofnunar eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Stjórnvöld voru á fimm ára tímabili upplýst í þrígang í minnisblöðum að eyða þyrfti óvissunni. Umhverfisráðherra undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingu. Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var úrskurðað ógilt af héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Dómurinn ógilti heimild Umhverfisstofnunar til að breyta ákveðnu vatnasvæði svokölluðu vatnhloti í Þjórsá og þar af leiðandi var leyfi til að reisa raforkuverið ógilt. Ráðuneytið fékk þrjár viðvaranir á fimm ára tímabili Umhverfisstofnun varaði umhverfisráðuneytið við í tveimur minnisblöðum, árið 2019 og og aftur um mitt ár 2024, við óvissu í leyfisveitingu stofnunarinnar vegna slíkra vatnasvæða. Í minnisblöðunum, sem fréttastofa hefur, kemur fram að fara þurfi í lagabreytingu til að eyða óvissunni. Þá barst minnisblað sama eðlis til ráðuneytisins frá sérfræðingi í málinu árið 2022. Minnisblöðin fjalla um mikilvægi þess að skýra betur ákvæði laga um stjórn vatnamála, einkum ákvæði sem reyndi á í dómnum þar sem óskýrleiki virðist hafa leitt af sér niðurstöðuna um ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Ekki unnt að ráðast í viðamiklar innviðaframkvæmdir Gestur Pétursson forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar telur dóm Héraðsdóms nú binda hendur stofnunarinnar. Gestur Pétursson forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar telur dóm Héraðsdóms nú binda hendur stofnunarinnar.Vísir „Okkur er ekki heimilt að beita undanþáguákvæði um veitingu leyfa gagnvart vatnsaflsvirkjunum samkvæmt þessum dómi. Að auki erum við í óvissu um hvort við megum beita þessu undanþáguákvæði gagnvart öðrum innviðaframkvæmdum eins og vegagerð eða gerð flóðvarnargarða,“ segir Gestur. Gestur segir Umhverfisstofnun verið í virku samtali við stjórnvöld um að það þyrfti að vera skýrleiki í lögum um heimildir stofnunarinnar. Tveir ráðherrar fengu minnisblöðin Guðmundur Ingi Guðbrandsson var ráðherra umhverfis- og auðlindamála frá 2017 til 2021. Hann sagði í samtali við Mbl í gær að hann muni eftir að hafa fengið minnisblað Umhverfisstofnunar. Vinna hafi verið sett af stað í ráðuneytinu í sinni tíð vegna málsins. Hann viti ekki hvað gerðist eftir það. Guðlaugur Þór Þórðarson tók við í ráðuneytinu árið 2021 til 2024. Guðlaugur Þór tjáði sig um Hvammsvirkjun árið 2023 eftir að virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun var fyrst fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Guðlaugur Þór sagði við það tækifæri. „Aðalmálið núna er þetta. Núna er staðan sú að ég hef beðið um greiningu á hvað fór þarna úrskeiðis og sömuleiðis hvernig við getum bætt úr því,“ sagði Guðlaugur í fréttum 16. júní 2023. Skoðar að setja sérlög um Hvammsvirkjun Jóhann Páll Jóhannsson núverandi umhverfis- og orkumálaráðherra undrast sinnuleysi forvera sinna í málinu. „Ég er mjög hissa hvernig hefur verið haldið á þessu máli. Þegar kemur að lögum um stjórn vatnamála, Þegar kemur að ábendingum frá fagstofnun í málinu sem heyrir undir mitt ráðuneyti. Þegar fagstofnun kallar eftir ákveðnum skýrleika í lögum, kallar eftir ákveðnum leiðbeiningum um framkvæmd laga þá er það á ábyrgð viðkomandi fagráðherra að fara yfir þær athugasemdir og hvort það sé ástæða til að bregðast við,“ segir Jóhann Páll. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að skoða sérlög vegna Hvammsvirkjunar. Jóhann Páll segir brýnt að kanna að láta gera breytingar á vatnalögum. „Við munum funda um þetta í ráðuneytinu, fara yfir þessi minnisblöð á mánudag. Farið verður yfir fýsileika þess að gera strax ákveðnar breytingar á þessu tiltekna ákvæði vatnastjórnunarlaga. Þá er til skoðunar að setja sérlög um Hvammsvirkjun,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins benti á í fréttum í gær að tafir á Hvammsvirkjun geti þýtt tugmilljarða tekjutap. Jóhann segir málið grafalvarlegt. „Þarna getur mikið verðmætatap átt sér stað. Ég hef áhyggjur af þessu máli vegna raforkuöryggis og út frá loftslagsmarkmiðum Íslands,“ segir Jóhann Páll. Orkumál Landsvirkjun Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Tjón samfélagsins vegna enn meiri seinkunar Hvammsvirkjunar í Þjórsá gæti numið fimmtán til þrjátíu milljörðum króna, að mati Samtaka iðnaðarins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir stjórnvöld verða að grípa tafarlaust inn í sé reyndin sú að lögin komi í veg fyrir nýjar vatnsaflsvirkjanir. 16. janúar 2025 22:00 „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað. 16. janúar 2025 13:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var úrskurðað ógilt af héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Dómurinn ógilti heimild Umhverfisstofnunar til að breyta ákveðnu vatnasvæði svokölluðu vatnhloti í Þjórsá og þar af leiðandi var leyfi til að reisa raforkuverið ógilt. Ráðuneytið fékk þrjár viðvaranir á fimm ára tímabili Umhverfisstofnun varaði umhverfisráðuneytið við í tveimur minnisblöðum, árið 2019 og og aftur um mitt ár 2024, við óvissu í leyfisveitingu stofnunarinnar vegna slíkra vatnasvæða. Í minnisblöðunum, sem fréttastofa hefur, kemur fram að fara þurfi í lagabreytingu til að eyða óvissunni. Þá barst minnisblað sama eðlis til ráðuneytisins frá sérfræðingi í málinu árið 2022. Minnisblöðin fjalla um mikilvægi þess að skýra betur ákvæði laga um stjórn vatnamála, einkum ákvæði sem reyndi á í dómnum þar sem óskýrleiki virðist hafa leitt af sér niðurstöðuna um ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Ekki unnt að ráðast í viðamiklar innviðaframkvæmdir Gestur Pétursson forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar telur dóm Héraðsdóms nú binda hendur stofnunarinnar. Gestur Pétursson forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar telur dóm Héraðsdóms nú binda hendur stofnunarinnar.Vísir „Okkur er ekki heimilt að beita undanþáguákvæði um veitingu leyfa gagnvart vatnsaflsvirkjunum samkvæmt þessum dómi. Að auki erum við í óvissu um hvort við megum beita þessu undanþáguákvæði gagnvart öðrum innviðaframkvæmdum eins og vegagerð eða gerð flóðvarnargarða,“ segir Gestur. Gestur segir Umhverfisstofnun verið í virku samtali við stjórnvöld um að það þyrfti að vera skýrleiki í lögum um heimildir stofnunarinnar. Tveir ráðherrar fengu minnisblöðin Guðmundur Ingi Guðbrandsson var ráðherra umhverfis- og auðlindamála frá 2017 til 2021. Hann sagði í samtali við Mbl í gær að hann muni eftir að hafa fengið minnisblað Umhverfisstofnunar. Vinna hafi verið sett af stað í ráðuneytinu í sinni tíð vegna málsins. Hann viti ekki hvað gerðist eftir það. Guðlaugur Þór Þórðarson tók við í ráðuneytinu árið 2021 til 2024. Guðlaugur Þór tjáði sig um Hvammsvirkjun árið 2023 eftir að virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun var fyrst fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Guðlaugur Þór sagði við það tækifæri. „Aðalmálið núna er þetta. Núna er staðan sú að ég hef beðið um greiningu á hvað fór þarna úrskeiðis og sömuleiðis hvernig við getum bætt úr því,“ sagði Guðlaugur í fréttum 16. júní 2023. Skoðar að setja sérlög um Hvammsvirkjun Jóhann Páll Jóhannsson núverandi umhverfis- og orkumálaráðherra undrast sinnuleysi forvera sinna í málinu. „Ég er mjög hissa hvernig hefur verið haldið á þessu máli. Þegar kemur að lögum um stjórn vatnamála, Þegar kemur að ábendingum frá fagstofnun í málinu sem heyrir undir mitt ráðuneyti. Þegar fagstofnun kallar eftir ákveðnum skýrleika í lögum, kallar eftir ákveðnum leiðbeiningum um framkvæmd laga þá er það á ábyrgð viðkomandi fagráðherra að fara yfir þær athugasemdir og hvort það sé ástæða til að bregðast við,“ segir Jóhann Páll. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að skoða sérlög vegna Hvammsvirkjunar. Jóhann Páll segir brýnt að kanna að láta gera breytingar á vatnalögum. „Við munum funda um þetta í ráðuneytinu, fara yfir þessi minnisblöð á mánudag. Farið verður yfir fýsileika þess að gera strax ákveðnar breytingar á þessu tiltekna ákvæði vatnastjórnunarlaga. Þá er til skoðunar að setja sérlög um Hvammsvirkjun,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins benti á í fréttum í gær að tafir á Hvammsvirkjun geti þýtt tugmilljarða tekjutap. Jóhann segir málið grafalvarlegt. „Þarna getur mikið verðmætatap átt sér stað. Ég hef áhyggjur af þessu máli vegna raforkuöryggis og út frá loftslagsmarkmiðum Íslands,“ segir Jóhann Páll.
Orkumál Landsvirkjun Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Tjón samfélagsins vegna enn meiri seinkunar Hvammsvirkjunar í Þjórsá gæti numið fimmtán til þrjátíu milljörðum króna, að mati Samtaka iðnaðarins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir stjórnvöld verða að grípa tafarlaust inn í sé reyndin sú að lögin komi í veg fyrir nýjar vatnsaflsvirkjanir. 16. janúar 2025 22:00 „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað. 16. janúar 2025 13:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Sjá meira
Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Tjón samfélagsins vegna enn meiri seinkunar Hvammsvirkjunar í Þjórsá gæti numið fimmtán til þrjátíu milljörðum króna, að mati Samtaka iðnaðarins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir stjórnvöld verða að grípa tafarlaust inn í sé reyndin sú að lögin komi í veg fyrir nýjar vatnsaflsvirkjanir. 16. janúar 2025 22:00
„Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað. 16. janúar 2025 13:00