TikTok bann í Bandaríkjunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. janúar 2025 10:03 Bannið var samþykkt af Hæstarétti Bandaríkjanna föstudag síðastliðinn og tók gildi á miðnætti. EPA-EFE/ERIK S. LESSER TikTok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum í gærkvöld og milljónir notenda komast nú ekki inn á forritið. Verðandi forseti Bandaríkjanna íhugar að blanda sér í málið. Bannið hefur áhrif á 170 milljón notendur sem búsettir eru í Bandaríkjunum en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig í gærkvöldi. Lögin tóku gildi á miðnætti og eiga að þvinga kínverska eigendur TikTok, sem er í eigu fyrirtækisins ByteDance, að selja starfsemina til Bandaríkjanna eða einfaldlega loka miðlinum þarlendis. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti þessi lög á föstudag síðastliðinn. Ástæðan sé að tenging TikTok við Kína og aðgangur þeirra að gögnum Bandaríkjamanna ógni þjóðaröryggi þeirra. Þessi melding birtist á skjám bandarískra notenda þegar bannið tók gildi á miðnætti.SKJÁSKOT Þegar bannið tók formlega gildi birtist melding á skjám notendanna þar sem stóð „fyrirgefðu, Tiktok er ekki í boði núna.“ Fyrir neðan er útskýrt að löggjöf sem bannar samfélagsmiðlaforritið sé í gildi í Bandaríkjunum. Það þýði að ekki sé hægt að nota TikTok. Þá er vísað í Donald Trump sem tekur við embætti sem forseti Bandaríkjanna á morgun. „Við erum heppin að Trump forseti hefur gefið í skyn að hann vilji vinna með okkur að lausn til að endurvekja TikTok þegar hann hefur tekið við embættinu. Endilega fylgist með!“ Donald Trump studdi áður bannið á miðlinum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Þá sagði hann í viðtali í gær að hann verulegar líkur væru á því að banninu yrði frestað um níutíu daga. Hann hafi þó ekki tekið endanlega ákvörðun. Ef að fresta eigi banninu um þrjá mánuði þarf að vera sönnun fyrir því að sala á TikTok til bandarísks fyrirtækis sé í vinnslu. Þá hafi Joe Biden, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sagt að hann myndi ekki framfylgja banninu né afhafast eitthvað í málinu. Málið sé því á herðum Trump. „Ef ég ákveð að gera það, mun ég líklegast tilkynna það á mánudaginn,“ sagði Trump í samtali við fréttastofu NBC á laugardag. Margir hafa lýst áhuga á því að kaupa forritið, svo sem Youtube-stjarnan MrBeast og Shark Tank athafnamaðurinn Kevin O'Leary. Samkvæmt Forbes íhuguðu kínversk yfirvöld að selja milljarðamæringnum Elon Musk samfélagsmiðilinn vegna náins sambands hans við Donald Trump. Hefðu ekki þurft að loka á forritið samstundis Eigendur ByteDance hefðu hins vegar ekki þurft að loka algjörlega á forritið. Samkvæmt lögunum þurfa App Store og Google Play að fjarlægja forritin svo nýir notendur geti ekki náð í forritið. Þá væri ekki hægt að framkvæma neinar uppfærslur á forritinu. Þeir sem væru þá nú þegar með forritið í snjalltækinu sínu gætu haldið áfram að nota það, þar til skortur á uppfærslum myndi hafa veruleg áhrif á upplifun notenda og forritið yrði í raun ónothæft. App Store og Google Play hafa fjarlægt forritið samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins CNN. Eigendur ByteDance ákváðu frekar að loka á alla notkun samfélagsmiðilsins í landinu. Bandarískir áhrifavaldar hafa nýtt síðustu daga í að auglýsa aðganga sína á öðrum samfélagsmiðlum, svo sem Instagram og Youtube. Einhverjir hafa fært sig yfir á kínverska samfélgasmiðilinn RedNote. TikTok Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Sjá meira
Bannið hefur áhrif á 170 milljón notendur sem búsettir eru í Bandaríkjunum en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig í gærkvöldi. Lögin tóku gildi á miðnætti og eiga að þvinga kínverska eigendur TikTok, sem er í eigu fyrirtækisins ByteDance, að selja starfsemina til Bandaríkjanna eða einfaldlega loka miðlinum þarlendis. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti þessi lög á föstudag síðastliðinn. Ástæðan sé að tenging TikTok við Kína og aðgangur þeirra að gögnum Bandaríkjamanna ógni þjóðaröryggi þeirra. Þessi melding birtist á skjám bandarískra notenda þegar bannið tók gildi á miðnætti.SKJÁSKOT Þegar bannið tók formlega gildi birtist melding á skjám notendanna þar sem stóð „fyrirgefðu, Tiktok er ekki í boði núna.“ Fyrir neðan er útskýrt að löggjöf sem bannar samfélagsmiðlaforritið sé í gildi í Bandaríkjunum. Það þýði að ekki sé hægt að nota TikTok. Þá er vísað í Donald Trump sem tekur við embætti sem forseti Bandaríkjanna á morgun. „Við erum heppin að Trump forseti hefur gefið í skyn að hann vilji vinna með okkur að lausn til að endurvekja TikTok þegar hann hefur tekið við embættinu. Endilega fylgist með!“ Donald Trump studdi áður bannið á miðlinum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Þá sagði hann í viðtali í gær að hann verulegar líkur væru á því að banninu yrði frestað um níutíu daga. Hann hafi þó ekki tekið endanlega ákvörðun. Ef að fresta eigi banninu um þrjá mánuði þarf að vera sönnun fyrir því að sala á TikTok til bandarísks fyrirtækis sé í vinnslu. Þá hafi Joe Biden, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sagt að hann myndi ekki framfylgja banninu né afhafast eitthvað í málinu. Málið sé því á herðum Trump. „Ef ég ákveð að gera það, mun ég líklegast tilkynna það á mánudaginn,“ sagði Trump í samtali við fréttastofu NBC á laugardag. Margir hafa lýst áhuga á því að kaupa forritið, svo sem Youtube-stjarnan MrBeast og Shark Tank athafnamaðurinn Kevin O'Leary. Samkvæmt Forbes íhuguðu kínversk yfirvöld að selja milljarðamæringnum Elon Musk samfélagsmiðilinn vegna náins sambands hans við Donald Trump. Hefðu ekki þurft að loka á forritið samstundis Eigendur ByteDance hefðu hins vegar ekki þurft að loka algjörlega á forritið. Samkvæmt lögunum þurfa App Store og Google Play að fjarlægja forritin svo nýir notendur geti ekki náð í forritið. Þá væri ekki hægt að framkvæma neinar uppfærslur á forritinu. Þeir sem væru þá nú þegar með forritið í snjalltækinu sínu gætu haldið áfram að nota það, þar til skortur á uppfærslum myndi hafa veruleg áhrif á upplifun notenda og forritið yrði í raun ónothæft. App Store og Google Play hafa fjarlægt forritið samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins CNN. Eigendur ByteDance ákváðu frekar að loka á alla notkun samfélagsmiðilsins í landinu. Bandarískir áhrifavaldar hafa nýtt síðustu daga í að auglýsa aðganga sína á öðrum samfélagsmiðlum, svo sem Instagram og Youtube. Einhverjir hafa fært sig yfir á kínverska samfélgasmiðilinn RedNote.
TikTok Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Sjá meira