Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. janúar 2025 19:02 Trump hefur fullvissað eigendur Tiktok um að nýju lögunum verði ekki framfylgt í dag, og að forsetatilskipun muni fresta gildistöku þeirra strax á morgun. AP Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. Tiktok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum á miðnætti í gærkvöld og milljónir notenda komust ekki inn á forritið í dag. Lögunum var ætlað að þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum, annars þyrfti að banna hann. Donald Trump sagði í gær að allar líkur væru á því að hann myndi fresta gildistöku laganna um 90 daga þegar hann tæki við embætti forseta. Joe Biden hafði þá sagt að hann myndi ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hans síðasta degi í embætti. Eigendur Tiktok sáu sig eftir sem áður tilneydda til að loka forritinu í dag þegar lögin tóku gildi, en þau sögðu ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki hafa sýnt fram á það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum. Vill að helmingur sé í bandarískri eigu Donald Trump sagði í færslu á Truth Social í dag að hann hefði beðið fyrirtæki um að opna aftur fyrir Tiktok. Hann muni gefa út forsetatilskipun strax á morgun sem muni fresta gildistöku laganna. Þannig muni gefast tími til samningagerðar, bandarískra hagsmuna til heilla. Þá sagðist hann vilja að Bandaríkin ættu 50 prósent eignarhluta í Tiktok, í sameiginlegu vekrkefni. „Með því að gera þetta höldum við Tiktok í góðum höndum og leyfum því að starfa áfram. Án samþykkis frá Bandaríkjunum er ekkert Tiktok,“ sagði Trump. Hann greinir frá því að í fyrstu hugmyndum að samningum felist 50 eignarhald Bandaríkjamanna gegn ýmist núverandi eigendum eða nýjum. Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Tiktok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum á miðnætti í gærkvöld og milljónir notenda komust ekki inn á forritið í dag. Lögunum var ætlað að þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum, annars þyrfti að banna hann. Donald Trump sagði í gær að allar líkur væru á því að hann myndi fresta gildistöku laganna um 90 daga þegar hann tæki við embætti forseta. Joe Biden hafði þá sagt að hann myndi ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hans síðasta degi í embætti. Eigendur Tiktok sáu sig eftir sem áður tilneydda til að loka forritinu í dag þegar lögin tóku gildi, en þau sögðu ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki hafa sýnt fram á það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum. Vill að helmingur sé í bandarískri eigu Donald Trump sagði í færslu á Truth Social í dag að hann hefði beðið fyrirtæki um að opna aftur fyrir Tiktok. Hann muni gefa út forsetatilskipun strax á morgun sem muni fresta gildistöku laganna. Þannig muni gefast tími til samningagerðar, bandarískra hagsmuna til heilla. Þá sagðist hann vilja að Bandaríkin ættu 50 prósent eignarhluta í Tiktok, í sameiginlegu vekrkefni. „Með því að gera þetta höldum við Tiktok í góðum höndum og leyfum því að starfa áfram. Án samþykkis frá Bandaríkjunum er ekkert Tiktok,“ sagði Trump. Hann greinir frá því að í fyrstu hugmyndum að samningum felist 50 eignarhald Bandaríkjamanna gegn ýmist núverandi eigendum eða nýjum.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41