Erlent

Fetar í fót­spor eigin­mannsins og stofnar rafmynt

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Melania Trump er eiginkona Donald Trump.
Melania Trump er eiginkona Donald Trump. X

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur stofanað sína eigin rafmynt. Hún fetar í fótspor Donald Trump, eiginmanns hennar.

Þetta tilkynnti hún á X-síðu sinni í gærkvöldi, daginn fyrir innsetningarathöfn Donald Trump.

„Hið opinberlega Melania Meme er til sölu! Þú getur keypt $Melania núna,“ stóð í tilkynningunni.

Donald Trump auglýsti einnig í gær sína eigin rafmynt sem hann kallar $Trump. Rafmynt hans er talin vera tólf milljarða bandarískra dollara virði þegar umfjöllun BBC er rituð. Rafmynt Melania er þá talin vera tæplega tveggja milljarða bandarískra dollara virði.

Báðar rafmyntirnar byggja á Solana-gangakeðjunni og eru svokallaðar meme-rafmyntir. 

Ákvörðun Donald Trump að gefa út rafmynt hefur verið harðlega gagnrýnd vegna hagsmunaárekstra þar sem að erlendir aðilar og forsvarsmenn fyrirtækja geta keypt rafmyntina og haft þar af leiðandi áhrif á verðandi forsetann. Donald Trump sver embættiseið sinn í þessum rituðu orðum.

Báðar rafmyntir Trump hjónanna komnar á lista yfir hundrað verðmætustu rafmyntirnar. Hver sem er getur búið að til rafmynt og er því þúsundir mismunandi rafmyntir til sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×