Innherji

Hátt raun­gengi að nálgast „þol­mörk“ og spá því að krónan muni gefa eftir

Hörður Ægisson skrifar
Hátt raungengi er ekki sjálfbært við núverandi aðstæður, að mati hagfræðinga Arion banka, þar sem stærsta útflutningsgreinin - ferðaþjónustan - er farin að finna fyrir því og því ljóst að við erum að koma að þolmörkum.
Hátt raungengi er ekki sjálfbært við núverandi aðstæður, að mati hagfræðinga Arion banka, þar sem stærsta útflutningsgreinin - ferðaþjónustan - er farin að finna fyrir því og því ljóst að við erum að koma að þolmörkum. Vilhelm Gunnarsson

Þrátt fyrir miklar sveiflur í hagkerfinu síðustu misseri og ár hefur krónan haldist „ótrúlega stöðug“ en eftir talsverða hækkun á raungenginu er það komið á þann stað vera ekki sjálfbært við núverandi aðstæður, einkum fyrir samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, og margt sem bendir til að gengi krónunnar muni veikjast á árinu, að mati hagfræðinga Arion. Ólíklegt er að fjárfestar auki við framvirka stöðu sína með krónunni, samkvæmt greiningu bankans, sem endurspeglar meðal annars auknar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar og óvissu hver áhrifin verða af boðuðum komu- og auðlindagjöldum.


Tengdar fréttir

Biðstaða á gjald­eyris­markaði eftir um 100 milljarða greiðslu til hlut­hafa Marel

Engin merki eru enn um að þeir miklu fjármunir sem voru greiddir út í erlendum gjaldeyri til íslenskra fjárfesta í byrjun ársins við yfirtöku JBT á Marel séu að leita inn á millibankamarkaðinn, að sögn gjaldeyrismiðlara, en gengi krónunnar hefur lækkað lítillega eftir snarpa styrkingu fyrr í haust, meðal annars vegna umfangsmikilla kaupa erlendra vogunarsjóða í Marel. Ætla má að lífeyrissjóðir hafi fengið í sinn hlut samanlagt jafnvirði nærri 50 milljarða í reiðufé við söluna en ósennilegt er að sjóðirnir muni selja þann gjaldeyri fyrir krónur.

Veru­lega dregur úr stöðutöku fjár­festa með krónunni eftir mikla gengis­styrkingu

Framvirk staða fjárfesta og fyrirtækja með krónunni hefur ekki verið minni frá því undir lok faraldursins eftir að hafa dregist verulega saman á allra síðustu mánuðum samhliða skarpri gengisstyrkingu, meðal annars vegna kaupa erlendra sjóða á íslenskum verðbréfum. Lífeyrissjóðirnir fóru á sama tíma að auka á ný við fjárfestingar sínar erlendis en útlit er fyrir að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna á yfirstandandi ári verði sambærileg að umfangi og í fyrra.

Gjald­eyrisáhrifin af kaupunum á Marel farin að skila sér í styrkingu krónunnar

Gengi krónunnar hefur styrkst verulega á allra síðustu vikum, einkum vegna kaupa erlendra fjárfestingarsjóða á bréfum í Marel í aðdraganda væntanlegs samruna við bandaríska félagið JBT, og er núna í sínu sterkasta gildi í meira en eitt ár. Sérfræðingar segja því ljóst að áhrifin vegna kaupanna á Marel séu nú þegar farin að koma fram á gjaldeyrismarkaði en innlendir fjárfestar fara með meirihluta í félaginu og munu fá greitt að stórum hluta í reiðufé í erlendri mynt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×