Arion banki

Fréttamynd

„Vekur at­hygli“ að Arion hafi ekki fært upp virði verð­mætra þróunar­eigna

Stærsti einkafjárfestirinn í Arion segir að væntingar sínar hafi staðið til þess að bankinn myndi endurmeta virði eignarhluta bankans í verðmætum þróunareignum, sem eru Blikastaðalandið og Arnarlandið, en „einhverra hluta vegna“ hafi stjórnendur ekki gert það þótt framgangur þeirra verkefna undanfarin misseri sé augljós. Þá segist forstjóri Stoða, sem situr í stjórn Bláa lónsins, að ef ytri þættir verði hagfelldir í rekstrarumhverfi ferðaþjónustufélagsins þá verði mögulega hægt að ráðast í skráningu í Kauphöllina á næsta ári.

Innherji
Fréttamynd

Banka­bréfin hækka vegna á­huga á risa­sam­runa með veru­lega sam­legð

Umtalsverð utanþingsviðskipti voru með hlutabréf allra fjármálafyrirtækja í Kauphöllinni og hækkaði gengi þeirra við opnun markaða í morgun eftir að Arion banki kunngjörði áhuga sinn fyrir helgi að sameinast Íslandsbanka. Þótt óvíst sé hvort þau viðskipti verði að veruleika vegna samkeppnislegra hindrana þá er ljóst að árleg heildarsamlegð af sameiningu bankanna, einkum með mun minni rekstrarkostnaði og bættum fjármögnunarkjörum, yrði að lágmarki vel á annan tug milljarð.

Innherji
Fréttamynd

Sérís­lenskar kvaðir á banka­kerfið eru komnar „út fyrir öll velsæmis­mörk“

Það „blasir við“ að þörf er á meiri hagræðingu á fjármálamarkaði enda eru séríslenskar kvaðir, sem kosta heimili og fyrirtæki árlega yfir fimmtíu milljarða, komnar „út fyrir öll velsæmismörk“ og skaða samkeppnisstöðu íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum, fullyrðir forstjóri Stoða, stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku. Hann brýnir jafnframt nýja ríkisstjórn til að setja sérstök lög um nokkur lykilverkefni í virkjunarframkvæmdum til að vinna hratt upp orkuskortinn eftir langvarandi framtaksleysi í þeim efnum, að öðrum kosti muni innistæðulítil kaupamáttaraukning síðustu ára að lokum leiðréttast með gengisfalli og aukinni verðbólgu.

Innherji
Fréttamynd

Bankarnir áður svikið neyt­endur

Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöl­margar hindranir yrðu á vegi mögu­legs risa­sam­runa á banka­markaði

Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir.

Innherji
Fréttamynd

Banka­stjórarnir fengu 260 milljónir króna

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka sem vill sameinast Íslandsbanka, fékk rúmlega 68 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þá fékk hann sex milljónir til viðbótar vegna góðs árangurs. Það gerði hann að launahæsta íslenska bankastjóra síðasta árs þó ekki muni miklu á bankstjórum stóru bankanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neyt­endur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka

Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Betra og skil­virkara fjár­mála­kerfi

Síðastliðinn föstudag lýsti stjórn Arion banka yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna. Ég átta mig á því að þetta skref kann að hafa komið mörgum á óvart en við tókum það vegna þeirrar sannfæringar að samruni Arion banka og Íslandsbanka gæti orðið til þess að styrkja fjármálakerfið í heild sinni og skila bæði neytendum og hluthöfum bankanna ávinningi.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­runinn geti skilað auknum sparnaði til neyt­enda

Í gær sendi stjórn Arion banka bréf til Kauphallar þar sem þeir lýstu yfir áhuga á samruna við Íslandsbanka. Bankastjóri Arion banka segir samrunann geta skilað auknum sparnaði til neytenda. Bankastjóri Íslandsbanka segir tímasetningu tilkynningarinnar komið á óvart.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankarnir byrji í brekku

Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Fyrstu við­brögðin voru þetta er ekki hægt“

Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna fyrr í dag. Hagfræðingur telur það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið heimili samrunann þar sem fordæmi séu fyrir því að eftirlitið heimili ekki bankasamruna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra

Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, nam 87,8 milljörðum króna á síðasta ári. Mestur var hagnaður Landsbankans. Ráðgert er að þar af verði tæpur helmingur greiddur í arð til hluthafa. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arion til­kynnir um lækkun vaxta

Arion banki hefur nú tilkynnt um lækkun óverðtryggðra vaxta, kjörvaxta bílalána og yfirdráttarvaxta, líkt og Íslandsbanki og Indó, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 50 punkta í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíu­sjóðurinn ekki átt meira undir á Ís­landi síðan 2007 eftir kaup á ríkis­bréfum

Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu, hélt áfram að stækka verðbréfastöðu sína á Íslandi í fyrra þegar hann bætti talsvert við sig í ríkisskuldabréfum. Olíusjóðurinn átti eignir í skuldabréfum á íslensk fyrirtæki og ríkissjóð fyrir samtals um jafnvirði 40 milljarða í lok ársins og hefur umfang hans ekki verið meira í nærri tvo áratugi.

Innherji
Fréttamynd

Íbúða­verð gefur eftir sam­tímis háum raun­vöxtum og stífum lána­skil­yrðum

Fasteignamarkaðurinn er heilt yfir nokkuð kaldur um þessar mundir, sem birtist meðal annars í fækkun kaupsamninga og íbúðaverð staðið nánast í stað síðustu mánuði, og útlit er fyrir að raunverð geti gefið eftir á fyrri hluta ársins samtímis háum raunvöxtum og þröngum lánþegaskilyrðum, að mati hagfræðinga Arion. Á sama tíma og mjög hefur dregið úr verðhækkunum á fasteignamarkaði hefur framboð á íbúðum til sölu aukist talsvert, drifið áfram af fjölgun nýbygginga, og ekki verið meira um langt skeið.

Innherji
Fréttamynd

Hátt raun­gengi að nálgast „þol­mörk“ og spá því að krónan muni gefa eftir

Þrátt fyrir miklar sveiflur í hagkerfinu síðustu misseri og ár hefur krónan haldist „ótrúlega stöðug“ en eftir talsverða hækkun á raungenginu er það komið á þann stað vera ekki sjálfbært við núverandi aðstæður, einkum fyrir samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, og margt sem bendir til að gengi krónunnar muni veikjast á árinu, að mati hagfræðinga Arion. Ólíklegt er að fjárfestar auki við framvirka stöðu sína með krónunni, samkvæmt greiningu bankans, sem endurspeglar meðal annars auknar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar og óvissu hver áhrifin verða af boðuðum komu- og auðlindagjöldum.

Innherji
Fréttamynd

Af­koma Arion lengst yfir spám greinenda

Drög að uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung 2024 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 8,3 milljarðar króna, sem leiðir til 13,2 prósenta arðsemi eiginfjár á árinu 2024. Afkoma fjórðungsins er um 28 prósentum yfir meðaltalsspá greiningaraðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá meiri arð­semi Arion en minni vaxta­tekjur taki niður af­komu Ís­lands­banka

Útlit er fyrir afkomubata á milli ára á fjórða ársfjórðungi 2024 hjá Arion, drifið áfram af sterkum grunnrekstri, enda þótt ólíklegt sé að það muni duga til að bankinn nái þrettán prósenta arðsemismarkmiði sínu fyrir árið í heild, ef marka má spár greinenda. Þrátt fyrir væntingar um talsvert minni niðurfærslu á eignum þá er reiknað með því að afkoma Íslandsbanka dragist saman, einkum vegna samdráttar í hreinum vaxtatekjum.

Innherji
Fréttamynd

Út­lit fyrir ó­breyttan verðbólgu­takt í að­draganda næstu vaxtaákvörðunar

Fæstir hagfræðingar eiga von á því að verðbólgan muni hjaðna milli mánaða þegar mælingin fyrir janúar verður birt eftir tvær vikur, nokkrum dögum áður en peningastefnunefnd kemur saman, en miðað við meðalspá sex greinenda er útlit fyrir að tólf mánaða takturinn haldist óbreyttur annan mánuðinn í röð. Gangi bráðabirgðaspár eftir ætti verðbólgan hins vegar að taka nokkra dýfu í framhaldinu og vera komin undir fjögurra prósenta vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax í marsmánuði.

Innherji
Fréttamynd

Fram­taks­sjóður Stefnis kaupir meiri­hluta hluta­fjár í Inter­net á Ís­landi

Framtakssjóðurinn SÍV IV í rekstri Stefnis hefur náð samkomulagi við hluthafa Internets á Íslandi (ISNIC), sem sér um rekstur .is lénakerfisins, um kaup á meirihluta hlutafjár í félaginu. Stærsti einstaki hluthafinn fór með þrjátíu prósenta eignarhlut fyrir viðskiptin en félagið skilaði yfir tvö hundruð milljóna rekstrarhagnaði á árinu 2023.

Innherji