Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2025 07:03 Kai Havertz í leiknum gegn Manchester United. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Sautján ára gamall táningur hefur verið handtekinn vegna þeirra viðbjóðslegu ummæla sem látin voru falla í garð Kai Havertz og eiginkonu hans eftir að leikmaðurinn brenndi af vítaspyrnu í tapi Arsenal gegn Manchester United í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Rauðu djöflarnir fóru áfram í ensku bikarkeppninni á dögum á kostnað Arsenal. Eftir að Martin Ödegaard brenndi af vítaspyrnu sem Havertz fiskaði þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram en staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var jöfn 1-1. Í vítaspyrnukeppninni brenndi Havertz af þegar Altay Bayındır varði spyrnu hans alveg út við stöng. David Raya, markverði Arsenal, tókst ekki að verja neina spyrnu United-manna og Man Utd fór áfram í bikarnum að þessu sinni. Fundu sumir sig knúna til að senda Havertz - sem og óléttri eiginkonu hans - viðbjóðsleg skilaboð að leik loknum. „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðunum sem Sophia, eiginkona Havertz fékk send á Instagram. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Í skjáskotum sem Sophia sjálf birti á Instagram má sjá að um fleiri en einn sökudólg er að ræða. Nú greinir breska ríkisútvarpið, BBC, frá því að einn aðili hafi verið handtekinn vegna málsins. Um er að ræða 17 ára gamlan pilt frá borginni St Albans á Englandi. Hann var látinn laus gegn tryggingu. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega. Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta.“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, tók í sama streng. Segir hann skilaboðin sem leikmann fái eftir leiki ólíðandi og það þurfi að útrýma slíkri hegðun. Enski boltinn Fótbolti England Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira
Rauðu djöflarnir fóru áfram í ensku bikarkeppninni á dögum á kostnað Arsenal. Eftir að Martin Ödegaard brenndi af vítaspyrnu sem Havertz fiskaði þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram en staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var jöfn 1-1. Í vítaspyrnukeppninni brenndi Havertz af þegar Altay Bayındır varði spyrnu hans alveg út við stöng. David Raya, markverði Arsenal, tókst ekki að verja neina spyrnu United-manna og Man Utd fór áfram í bikarnum að þessu sinni. Fundu sumir sig knúna til að senda Havertz - sem og óléttri eiginkonu hans - viðbjóðsleg skilaboð að leik loknum. „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðunum sem Sophia, eiginkona Havertz fékk send á Instagram. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Í skjáskotum sem Sophia sjálf birti á Instagram má sjá að um fleiri en einn sökudólg er að ræða. Nú greinir breska ríkisútvarpið, BBC, frá því að einn aðili hafi verið handtekinn vegna málsins. Um er að ræða 17 ára gamlan pilt frá borginni St Albans á Englandi. Hann var látinn laus gegn tryggingu. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega. Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta.“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, tók í sama streng. Segir hann skilaboðin sem leikmann fái eftir leiki ólíðandi og það þurfi að útrýma slíkri hegðun.
Enski boltinn Fótbolti England Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira