TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 10:42 Deshaun Watson gerði risasamning við Cleveland Browns en hefur ekki staðið undir honum. Hann er fyrir vikið mjög óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins. Getty/Nick Cammett Deshaun Watson á eftir tvö ár af risasamningi sínum við NFL liðið Cleveland Browns. Watson á að fá 92 milljónir dollara í laun fyrir þessu tvö ár en svo gæti farið að samfélagsmiðlafíkn hans og kærustunnar komi í veg fyrir að þessir þrettán milljarðar íslenskra króna endi inn á bankareikningi hans. Watson missti af stórum hluta tímabilsins eftir að hann sleit hásin í október. Hann fór í framhaldinu í aðgerð og átti að ná sér góðum fyrir næsta tímabil. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að hann hafi slitið hásinina aftur aðeins þremur mánuðum eftir fyrra slitið. Watson þurfti því að leggjast aftur á skurðarborðið sem seinkar mikið endurkomu hans. Þar kemur til sögunnar Tik Tok myndband af honum að dansa við kærustu sína um jólin. Watson átti á þeim tíma að vera í gönguspelku til að verja hásinina sína en þessi spelka var hvergi sjáanleg í myndbandinu frá 26. desember. Kærustuparið ákvað að stöðva bílinn sinn við vegarkant, fara út og taka myndband af sér dansa saman. Þá sáu allir sem vildu að hann var ekki í gönguspelkunni. Watson tók mikla áhættu með því að dansa þarna um og stuttu síðar fréttist af því að hann væri aftur með slitna hásin. Það að Watson hafi hunsað skilyrði læknaliðs Browns gæti verið næg ástæða fyrir félagið til að komast hjá því að borga honum tvö síðustu ár samningsins. Nú er aðeins spurning um hvaða leið félagið ætlar að fara og hversu harkalega þeir taka á þessu ábyrgðarleysi leikmannsins. Það má hið minnsta búast við því að Watson þurfi að berjast fyrir öllum þessum milljörðum í dómsal. Þetta er auðvitað líka tryggingamál vegna meiðslanna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible) NFL TikTok Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira
Watson missti af stórum hluta tímabilsins eftir að hann sleit hásin í október. Hann fór í framhaldinu í aðgerð og átti að ná sér góðum fyrir næsta tímabil. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að hann hafi slitið hásinina aftur aðeins þremur mánuðum eftir fyrra slitið. Watson þurfti því að leggjast aftur á skurðarborðið sem seinkar mikið endurkomu hans. Þar kemur til sögunnar Tik Tok myndband af honum að dansa við kærustu sína um jólin. Watson átti á þeim tíma að vera í gönguspelku til að verja hásinina sína en þessi spelka var hvergi sjáanleg í myndbandinu frá 26. desember. Kærustuparið ákvað að stöðva bílinn sinn við vegarkant, fara út og taka myndband af sér dansa saman. Þá sáu allir sem vildu að hann var ekki í gönguspelkunni. Watson tók mikla áhættu með því að dansa þarna um og stuttu síðar fréttist af því að hann væri aftur með slitna hásin. Það að Watson hafi hunsað skilyrði læknaliðs Browns gæti verið næg ástæða fyrir félagið til að komast hjá því að borga honum tvö síðustu ár samningsins. Nú er aðeins spurning um hvaða leið félagið ætlar að fara og hversu harkalega þeir taka á þessu ábyrgðarleysi leikmannsins. Það má hið minnsta búast við því að Watson þurfi að berjast fyrir öllum þessum milljörðum í dómsal. Þetta er auðvitað líka tryggingamál vegna meiðslanna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible)
NFL TikTok Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira