Sér eftir því sem hann sagði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 06:30 Ruben Amorim fór yfir ummæli sín eftir síðasta leik á blaðamannafundi fyrir Evrópuleik liðsins í kvöld. Getty/Carl Recine/ Ruben Amorim, þjálfari Mancheser United, sagði eftir síðasta leik að núverandi lið Manchester United væri mögulega það versta í sögu félagsins en nú sér Portúgalinn eftir orðum sínum. Amorim lét þessi stóru orð falla eftir 3-1 tapið á móti Brighton á sunnudaginn og daginn eftir mátti sá þau á forsíðum allra helstu blaða í Bretlandi. Amorim hitti fjölmiðlamenn aftur í gær og þá var annað hljóð í þessum 39 ára gamla Portúgala. Framundan er Evrópuleikur á móti skoska liðinu Rangers í kvöld. Hann sagðist þá sjá eftir þessum ummælum sínum en hann væri að blekkja sjálfan sig ef hann gerði sér ekki grein fyrir að hann væri að glíma við mörg stór vandamál eftir sjö töp í fimmtán leikjum. „Í fyrsta lagi þá vil ég tala aðeins um þessi ummæli mín. Ég var að tala meira um sjálfan mig en leikmennina mína. Ég var að tala um það að ég væri ekki að hjálpa leikmönnum mínum,“ sagði Ruben Amorim. „Ef þið skoðið það betur þá hef ég aldrei sett pressuna á leikmennina þegar þið viljið fá mig til að segja að leikmennirnir séu ekki nógu góðir,“ sagði Amorim. „Ég geri mér grein fyrir því að ég gaf ykkur þessa fyrirsögn og að stundum er ég pirraður. Ég á ekki að segja svona hluti en svona er þetta bara,“ sagði Amorim. „Stundum er mjög erfitt að fela pirringinn minn. Það góða er að ég sagði það sama í klefanum aðeins fimm mínútum fyrr en reyndar með aðeins öðrum hætti. Viðbrögð leikmanna minna voru ósköp eðlileg enda vanir því að ég tali hreint út,“ sagði Amorim. Amorim tók brjálæðiskast í klefanum og braut meðal annars sjónvarp í reiðikasti sínu. „Ég er ungur maður og stundum geri ég mistök. Þess vegna tala ég vanalega ekki við leikmenn strax eftir leiki. Að þessu sinni þurfti ég að tala við þá en það voru kannski mistök. Stundum verð ég líka stressaður á þessum fjölmiðlafundum og segi hluti sem ég á ekki að segja. Ég er bara ungur maður sem geri stundum mistök,“ sagði Amorim. „Ég er samt bara að tala um augljósa hluti. Ef þið viljið það þá get ég reynt að blekkja mig og aðra með því að segja allt aðra hluti. Ég sagði ykkur þetta og ég sagði leikmönnum mínum þetta. Ég held að það sé gott að ég sé hreinskilinn við ykkur eins og þá,“ sagði Amorim. Enski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Amorim lét þessi stóru orð falla eftir 3-1 tapið á móti Brighton á sunnudaginn og daginn eftir mátti sá þau á forsíðum allra helstu blaða í Bretlandi. Amorim hitti fjölmiðlamenn aftur í gær og þá var annað hljóð í þessum 39 ára gamla Portúgala. Framundan er Evrópuleikur á móti skoska liðinu Rangers í kvöld. Hann sagðist þá sjá eftir þessum ummælum sínum en hann væri að blekkja sjálfan sig ef hann gerði sér ekki grein fyrir að hann væri að glíma við mörg stór vandamál eftir sjö töp í fimmtán leikjum. „Í fyrsta lagi þá vil ég tala aðeins um þessi ummæli mín. Ég var að tala meira um sjálfan mig en leikmennina mína. Ég var að tala um það að ég væri ekki að hjálpa leikmönnum mínum,“ sagði Ruben Amorim. „Ef þið skoðið það betur þá hef ég aldrei sett pressuna á leikmennina þegar þið viljið fá mig til að segja að leikmennirnir séu ekki nógu góðir,“ sagði Amorim. „Ég geri mér grein fyrir því að ég gaf ykkur þessa fyrirsögn og að stundum er ég pirraður. Ég á ekki að segja svona hluti en svona er þetta bara,“ sagði Amorim. „Stundum er mjög erfitt að fela pirringinn minn. Það góða er að ég sagði það sama í klefanum aðeins fimm mínútum fyrr en reyndar með aðeins öðrum hætti. Viðbrögð leikmanna minna voru ósköp eðlileg enda vanir því að ég tali hreint út,“ sagði Amorim. Amorim tók brjálæðiskast í klefanum og braut meðal annars sjónvarp í reiðikasti sínu. „Ég er ungur maður og stundum geri ég mistök. Þess vegna tala ég vanalega ekki við leikmenn strax eftir leiki. Að þessu sinni þurfti ég að tala við þá en það voru kannski mistök. Stundum verð ég líka stressaður á þessum fjölmiðlafundum og segi hluti sem ég á ekki að segja. Ég er bara ungur maður sem geri stundum mistök,“ sagði Amorim. „Ég er samt bara að tala um augljósa hluti. Ef þið viljið það þá get ég reynt að blekkja mig og aðra með því að segja allt aðra hluti. Ég sagði ykkur þetta og ég sagði leikmönnum mínum þetta. Ég held að það sé gott að ég sé hreinskilinn við ykkur eins og þá,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira