Haaland fær tíu milljarða hjálp Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 11:17 Omar Marmoush er orðinn leikmaður Manchester City. Getty/Ulrik Pedersen Englandsmeistarar Manchester City kynntu í morgun Egyptann Omar Marmoush til leiks en hann kom til félagsins frá Frankfurt fyrir 70 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna. Marmoush, sem er 25 ára gamall, heru skorað fimmtán mörk í sautján deildarleikjum í Þýskalandi á þessari leiktíð og er næstmarkahæstur þar, á eftir Harry Kane. Með komu Marmoush má segja að skarð Julian Alvarez, sem seldur var til Atlético Madrid síðasta sumar, sé loksins fyllt og ljóst að honum er ætlað að létta á pressunni á að Erling Haaland skori mörk í hverjum leik fyrir City. City hefur einnig tryggt sér Vitor Reis, 19 ára brasilískan varnarmann frá Palmeiras, og Abdukodir Khusanov, 20 ára Úsbekista frá Lens, og samtals varið jafnvirði rúmlega 21 milljarðs króna í þessa þrjá nýju leikmenn. 🚨 Manchester City in the January transfer window:🇪🇬 Omar Marmoush: €75M🇺🇿 Abdukodir Khusanov: €40M🇧🇷 Vitor Reis: €35M🇳🇴 Erling Haaland: 9-and-a-half year contract ✍️ pic.twitter.com/Whf4JjtwLD— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) January 23, 2025 Búist er við því að Marmoush megi spila gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en hann má hins vegar ekki spila leikinn mikilvæga við Club Brugge næsta miðvikudag, í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Þann leik verður City að vinna til að Marmoush geti spilað í keppninni á þessari leiktíð. „Manchester City hefur verið eitt stærsta félag heims síðustu tíu ár svo það var aldrei vafi í mínum huga,“ sagði Marmoush eftir komuna til City. Þessi 25 ára gamli leikmaður skrifaði undir samning sem gildir til júní 2029. „Það er ánægjulegt og heiður fyrir mig og mína fjölskyldu að vera orðinn fulltrúi Manchester City. Þetta gleður þau og það gleður mig að sjá drauma mína rætast. Síðustu tvær leiktíðir hafa verið frábærar en þetta er bara byrjunin hjá mér,“ sagði Marmoush. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira
Marmoush, sem er 25 ára gamall, heru skorað fimmtán mörk í sautján deildarleikjum í Þýskalandi á þessari leiktíð og er næstmarkahæstur þar, á eftir Harry Kane. Með komu Marmoush má segja að skarð Julian Alvarez, sem seldur var til Atlético Madrid síðasta sumar, sé loksins fyllt og ljóst að honum er ætlað að létta á pressunni á að Erling Haaland skori mörk í hverjum leik fyrir City. City hefur einnig tryggt sér Vitor Reis, 19 ára brasilískan varnarmann frá Palmeiras, og Abdukodir Khusanov, 20 ára Úsbekista frá Lens, og samtals varið jafnvirði rúmlega 21 milljarðs króna í þessa þrjá nýju leikmenn. 🚨 Manchester City in the January transfer window:🇪🇬 Omar Marmoush: €75M🇺🇿 Abdukodir Khusanov: €40M🇧🇷 Vitor Reis: €35M🇳🇴 Erling Haaland: 9-and-a-half year contract ✍️ pic.twitter.com/Whf4JjtwLD— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) January 23, 2025 Búist er við því að Marmoush megi spila gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en hann má hins vegar ekki spila leikinn mikilvæga við Club Brugge næsta miðvikudag, í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Þann leik verður City að vinna til að Marmoush geti spilað í keppninni á þessari leiktíð. „Manchester City hefur verið eitt stærsta félag heims síðustu tíu ár svo það var aldrei vafi í mínum huga,“ sagði Marmoush eftir komuna til City. Þessi 25 ára gamli leikmaður skrifaði undir samning sem gildir til júní 2029. „Það er ánægjulegt og heiður fyrir mig og mína fjölskyldu að vera orðinn fulltrúi Manchester City. Þetta gleður þau og það gleður mig að sjá drauma mína rætast. Síðustu tvær leiktíðir hafa verið frábærar en þetta er bara byrjunin hjá mér,“ sagði Marmoush.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira