Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. janúar 2025 21:03 Snorri segir Bjarna Benediktsson hafi verið frábæran stjórnmálamann, auk þess sem hann sé fínasti náungi með góðan tónlistarsmekk, eflaust eitthvað sem Bjarni gæti tekið undir. Þó er ekki víst að Bjarni myndi fallast á þá túlkun Snorra að hann hafi boðið Snorra formannsembættið. Vísir/Vilhelm Listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem einn hefur lýst yfir framboði til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins, segist sigurviss. Það er þrátt fyrir að eiga ekki sæti á landsfundi flokksins eins og sakir standa. Hann reynir nú að ráða úr því bót. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í dag að hún myndi hvorki sækjast eftir formannsstólnum né öðru embætti í forystu flokksins. Enginn hefur formlega lýst yfir framboði til embættis formanns, nema Snorri. Það gerði hann fyrr í þessum mánuði, og sagðist hafa fengið hvatningu til þess í draumi þar sem Ólafur Thors, Margaret Thatcher og Bjarni Benediktsson, fráfarandi formaður, komu við sögu. Snorri setti sig í samband við Vísi fyrr í dag vegna umfjöllunar um þögnina sem virðist ríkja um möguleg framboð. Þar vildi Snorri minna á að þegar væri kominn einn frambjóðandi, enginn annar en hann sjálfur. Ólíklegur, enda ólíkindatól Í samtali við fréttastofu viðurkennir Snorri að hann sé mögulega ekki líklegastur til að hreppa hnossið, þrátt fyrir að vera einn í framboði, enn sem komið er. „Kannski er ég ekki líklegur enda oft kallaður ólíkindatól, en ég er sigurviss og fullviss um að ég sé að taka við flokknum og heila hann og betrumbæta.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Snorri býður sig fram til forystu í flokknum, en það gerði hann einnig árið 2009. Hann segist alltaf hafa talið sig flokksbundinn Sjálfstæðisflokknum, þar sem hann hafi í gegnum tíðina fengið póst frá flokknum. Hann hafi hins vegar uppgötvað fyrir nokkrum dögum að svo væri ekki, þegar hann hafi ákveðið að prófa að skrá sig í flokkinn á netinu. „Það er leiðrétt og ég flokksbundinn í dag og get því tekið við formannssætinu á aðalfundinum.“ Rær að því öllum árum að fá sæti í höllinni Aðspurður sagðist Snorri reyndar ekki vera með sæti á landsfundinum, en hann þarf að eiga sæti á fundinum til þess að teljast kjörgengur í forystu flokksins. Fundurinn fer fram dagana 28. febrúar til 2. mars næstkomandi í Laugardalshöll. Formannskjörið fer fram á síðasta degi fundarins, sunnudegi. Sjá einnig: Ærandi þögn og klukkan tifar „Ég er að vinna í því að fá sæti á aðalfundinum og hef sótt um það og ætti ekki að vera vandamál í lýðræðislegum flokki sem Sjálfstæðisflokki. Einhverjum kann að stafa ógn af mér, en þá væri bara um fordóma að ræða. Því ég æðrulaus maður og kem til dyranna eins og ég er klæddur,“ segir Snorri. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að hans mati á breytingum og uppfærslu að halda. Gamla fólkið og gömlu úreltu gildin verði að stíga til hliðar og treysta næstu kynslóðum. „Bjarni var frábær stjórnmálamaður og fínasti náungi með góðan tónlistarsmekk og nú hefur hann boðið mér formannssætið sem ég þigg með þökkum.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Ærandi þögn og klukkan tifar Þögnin er ærandi þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins. Enginn líklegur hefur opinberlega boðið fram krafta sína til formanns þó eitt formannsefni vinni hörðum höndum að framboði. 23. janúar 2025 11:35 Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09 Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa misst sjón af stefnu sinni og flokkurinn þurfi að fara aftur í grunnstefnuna. Hún íhugi alvarlega formannsframboð. 19. janúar 2025 13:49 Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. 18. janúar 2025 08:03 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í dag að hún myndi hvorki sækjast eftir formannsstólnum né öðru embætti í forystu flokksins. Enginn hefur formlega lýst yfir framboði til embættis formanns, nema Snorri. Það gerði hann fyrr í þessum mánuði, og sagðist hafa fengið hvatningu til þess í draumi þar sem Ólafur Thors, Margaret Thatcher og Bjarni Benediktsson, fráfarandi formaður, komu við sögu. Snorri setti sig í samband við Vísi fyrr í dag vegna umfjöllunar um þögnina sem virðist ríkja um möguleg framboð. Þar vildi Snorri minna á að þegar væri kominn einn frambjóðandi, enginn annar en hann sjálfur. Ólíklegur, enda ólíkindatól Í samtali við fréttastofu viðurkennir Snorri að hann sé mögulega ekki líklegastur til að hreppa hnossið, þrátt fyrir að vera einn í framboði, enn sem komið er. „Kannski er ég ekki líklegur enda oft kallaður ólíkindatól, en ég er sigurviss og fullviss um að ég sé að taka við flokknum og heila hann og betrumbæta.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Snorri býður sig fram til forystu í flokknum, en það gerði hann einnig árið 2009. Hann segist alltaf hafa talið sig flokksbundinn Sjálfstæðisflokknum, þar sem hann hafi í gegnum tíðina fengið póst frá flokknum. Hann hafi hins vegar uppgötvað fyrir nokkrum dögum að svo væri ekki, þegar hann hafi ákveðið að prófa að skrá sig í flokkinn á netinu. „Það er leiðrétt og ég flokksbundinn í dag og get því tekið við formannssætinu á aðalfundinum.“ Rær að því öllum árum að fá sæti í höllinni Aðspurður sagðist Snorri reyndar ekki vera með sæti á landsfundinum, en hann þarf að eiga sæti á fundinum til þess að teljast kjörgengur í forystu flokksins. Fundurinn fer fram dagana 28. febrúar til 2. mars næstkomandi í Laugardalshöll. Formannskjörið fer fram á síðasta degi fundarins, sunnudegi. Sjá einnig: Ærandi þögn og klukkan tifar „Ég er að vinna í því að fá sæti á aðalfundinum og hef sótt um það og ætti ekki að vera vandamál í lýðræðislegum flokki sem Sjálfstæðisflokki. Einhverjum kann að stafa ógn af mér, en þá væri bara um fordóma að ræða. Því ég æðrulaus maður og kem til dyranna eins og ég er klæddur,“ segir Snorri. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að hans mati á breytingum og uppfærslu að halda. Gamla fólkið og gömlu úreltu gildin verði að stíga til hliðar og treysta næstu kynslóðum. „Bjarni var frábær stjórnmálamaður og fínasti náungi með góðan tónlistarsmekk og nú hefur hann boðið mér formannssætið sem ég þigg með þökkum.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Ærandi þögn og klukkan tifar Þögnin er ærandi þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins. Enginn líklegur hefur opinberlega boðið fram krafta sína til formanns þó eitt formannsefni vinni hörðum höndum að framboði. 23. janúar 2025 11:35 Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09 Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa misst sjón af stefnu sinni og flokkurinn þurfi að fara aftur í grunnstefnuna. Hún íhugi alvarlega formannsframboð. 19. janúar 2025 13:49 Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. 18. janúar 2025 08:03 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Ærandi þögn og klukkan tifar Þögnin er ærandi þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins. Enginn líklegur hefur opinberlega boðið fram krafta sína til formanns þó eitt formannsefni vinni hörðum höndum að framboði. 23. janúar 2025 11:35
Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09
Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa misst sjón af stefnu sinni og flokkurinn þurfi að fara aftur í grunnstefnuna. Hún íhugi alvarlega formannsframboð. 19. janúar 2025 13:49
Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. 18. janúar 2025 08:03