JD Vance varaforseti Bandaríkjanna greiddi úrslitaatkvæðið þegar tilnefningin var tekin fyrir í öldungadeildinni allri í gær. Fyrr í vikunni hafði tilnefningin verið samþykkt úr nefnd með 14 atkvæðum greiddum með og 13 á móti. Síðan þá hefur hann verið starfandi varnarmálaráðherra.
Atkvæðagreiðslan fylgdi nokkurn veginn flokkslínum en auk Demókrata greiddu Mitch McConnell leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, Lisa Murkowski öldungadeildarþingmaður Repúblikana í Alaska og Susan Collins öldungadeildarþingmaður Repúblikana í Maine atkvæði gegn tilnefningu Hegseth.
Sjá einnig: Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana
Tilnefningin hefur verið umdeild bæði meðal Demókrata og innan Repúblikanaflokksins, bæði vegna reynsluleysis hans í að stýra varnarmálum og vegna ásakana um kynferðisbrot og drykkju. Hegseth hefur undanfarin ár starfað hjá sjónvarpsstöðinni Fox.
Hegseth verður samkvæmt heimildum CNN formlega settur inn í embætti varnarmálaráðherra í Hvíta húsinu í dag. Vance varaforseti stýrir athöfninni.