Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2025 17:27 Stefán Teitur skoraði sitt fyrsta mark fyrir Preston í dag. Richard Sellers/Getty Images Stefán Teitur Þórðarson skoraði sitt fyrsta mark á Englandi þegar Preston North End vann mikilvægan 2-1 sigur á Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þá skoraði Jón Daði Böðvarsson annan leikinn í röð fyrir Burton Albion í ensku C-deildinni. Stefán Teitur kominn á blað Stefán Teitur hóf leikinn á miðri miðju Preston og átti frábæran leik þær 60 mínútur sem hann spilaði. Hann kom sínum mönnum yfir á 28. mínútu eftir sendingu Milutin Osmajić. Staðan var 1-1 þegar Skagamaðurinn var tekinn af velli en Preston tókst að landa eins marks sigri, lokatölur 2-1 á Deepdale-vellinum í Preston. 😮💨#pnefc pic.twitter.com/4Erf2fUnl5— Preston North End FC (@pnefc) January 25, 2025 Preston er með 37 stig í 14. sæti að loknum 29 leikjum. Sjö stigum á eftir Middlesbrough sem er í 6. sæti ensku B-deildarinnar en liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Guðlaugur Victor Pálsson átti fínan leik í miðverðinum hjá Plymouth Argyle sem náði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Sunderland. Guðlaugur Victor og félagar eru í botnsæti deildarinnar með 22 stig. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Blackburn Rovers sem mátti þola 2-1 tap gegn Bristol City. Arnór er að glíma við meiðsli á læri. Jón Daði að njóta sín Jón Daði stimplaði sig inn með krafti þegar hann hjálpaði Burton að vinna sinn fyrsta leik síðan í byrjun desember með marki gegn Wigan Athletic. Hann hélt uppteknum hætti í dag og skoraði tvívegis í fyrri hálfleik þegar Burton tók á móti Rotherham. Some first period 🤩 #BAFC pic.twitter.com/4PAvpmwn8P— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Gestirnir skoruðu strax í upphafi leiks en Jón Daði svaraði skömmu síðar og bætti þriðja marki heimamanna við undir lok fyrri hálfleiks. Segja má að Burton hafi gert út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks áður en Rotherham minnkaði muninn í 4-2. Jón Daði var tekinn af velli á 87. mínútu og lauk leiknum með 4-2 sigri Burton sem er komið með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti. A four-midable performance to give us the W 😍#BAFC pic.twitter.com/e8HPXmnQel— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Benóný Breki Andrésson sat allan tímann á varamannabekk Stockport County sem vann 2-0 sigur á Crawley. Stockport er í 5. sæti með 44 stig að loknum 27 leikjum. Jason Daði Svanþórsson spilaði rúma klukkustund þegar Grimsby tapaði 3-0 fyrir Barrow í ensku D-deildinni. Grimsby er í 9. sæti með 38 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Sjá meira
Stefán Teitur kominn á blað Stefán Teitur hóf leikinn á miðri miðju Preston og átti frábæran leik þær 60 mínútur sem hann spilaði. Hann kom sínum mönnum yfir á 28. mínútu eftir sendingu Milutin Osmajić. Staðan var 1-1 þegar Skagamaðurinn var tekinn af velli en Preston tókst að landa eins marks sigri, lokatölur 2-1 á Deepdale-vellinum í Preston. 😮💨#pnefc pic.twitter.com/4Erf2fUnl5— Preston North End FC (@pnefc) January 25, 2025 Preston er með 37 stig í 14. sæti að loknum 29 leikjum. Sjö stigum á eftir Middlesbrough sem er í 6. sæti ensku B-deildarinnar en liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Guðlaugur Victor Pálsson átti fínan leik í miðverðinum hjá Plymouth Argyle sem náði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Sunderland. Guðlaugur Victor og félagar eru í botnsæti deildarinnar með 22 stig. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Blackburn Rovers sem mátti þola 2-1 tap gegn Bristol City. Arnór er að glíma við meiðsli á læri. Jón Daði að njóta sín Jón Daði stimplaði sig inn með krafti þegar hann hjálpaði Burton að vinna sinn fyrsta leik síðan í byrjun desember með marki gegn Wigan Athletic. Hann hélt uppteknum hætti í dag og skoraði tvívegis í fyrri hálfleik þegar Burton tók á móti Rotherham. Some first period 🤩 #BAFC pic.twitter.com/4PAvpmwn8P— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Gestirnir skoruðu strax í upphafi leiks en Jón Daði svaraði skömmu síðar og bætti þriðja marki heimamanna við undir lok fyrri hálfleiks. Segja má að Burton hafi gert út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks áður en Rotherham minnkaði muninn í 4-2. Jón Daði var tekinn af velli á 87. mínútu og lauk leiknum með 4-2 sigri Burton sem er komið með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti. A four-midable performance to give us the W 😍#BAFC pic.twitter.com/e8HPXmnQel— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Benóný Breki Andrésson sat allan tímann á varamannabekk Stockport County sem vann 2-0 sigur á Crawley. Stockport er í 5. sæti með 44 stig að loknum 27 leikjum. Jason Daði Svanþórsson spilaði rúma klukkustund þegar Grimsby tapaði 3-0 fyrir Barrow í ensku D-deildinni. Grimsby er í 9. sæti með 38 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Sjá meira