Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. janúar 2025 16:00 Jamie Vardy skoraði jöfnunarmarkið fyrir Leicester mjög snemma í seinni hálfleik. Alex Pantling/Getty Images Eftir sjö tapleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni vann Leicester 2-1 á útivelli gegn Tottenham. Brentford sótti 2-1 sigur á sama tíma gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Tottenham tók forystuna á 33. mínútu þegar Pedro Porro sendi fyrirgjöf á fjærstöngina sem Richarlison stangaði í netið. Þetta var annað mark hans í jafnmörgum deildarleikjum. This was Richarlison’s reply to a fan asking about Spurs’ recent form on TikTok…And he went on to score the opening goal in today's match against Leicester! pic.twitter.com/Jv7oTiiDnc— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn héldu því inn í hálfleik með forystuna en það breyttist fljótt því Leicester jafnaði í upphafi seinni hálfleiks, aðeins 58 sekúndum eftir að hann hófst. Jamie Vardy var þar á ferð með sitt sjöunda deildarmark á tímabilinu eftir, potaði boltanum yfir línuna eftir klafs í teignum. Jamie Vardy is never going to miss from there 😅The scores are level in north London 🤝#TOTLEI pic.twitter.com/D25T0aDRo2— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Það var skammt stórra högga á milli fyrir heimamenn því aðeins þremur mínútum síðar lentu þeir undir. Bilal El Khannouss skoraði markið með laglegu innanfótarskoti rétt fyrir utan teig. Það sem eftir lifði leiks tókst Leicester að verja forystuna, með kjafti og klóm og fimm gulum spjöldum. Sigurinn tók Leicester upp í 17. sæti deildarinnar, tveimur sætum neðar og sjö stigum á eftir Tottenham. Crystal Palace - Brentford 1-2 Brentford sótti þrjú stig á Selhurst Park og Bryan Mbuemo tókst að halda vítanýtingu sinni fullkominni. Eftir markalausan og tíðindalítinn fyrri hálfleik fékk Brentford vítaspyrnu dæmda á 62. mínútu þegar Maxence Lacroix fór með takkana hátt á loft inni í eigin vítateig. Bryan Mbuemo steig á punktinn og skaut í stöngina, en hann fékk að endurtaka spyrnuna þegar myndbandsdómarinn benti á að leikmenn Crystal Palace hefðu lagt of snemma af stað í árás á frákastið. Mbuemo skoraði svo í annarri tilraun. Faultless from the spot 💯Bryan Mbeumo has scored all nine of his Premier League penalties 👉😀#CRYBRE pic.twitter.com/7fDYCkkgET— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn voru afar ósáttir með ákvörðun dómarans og markmaðurinn Dean Henderson fékk gult spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku í átt að stuðningsmönnum Brentford. Kevin Schade bætti öðru marki við áhugaverðan hátt á 80. mínútu, skallaði boltann með gagnauganu og þurfti aðhlynningu sjúkraþjálfara eftir á. En sem betur fer fyrir Brentford endaði boltinn í netinu því Crystal Palace skoraði aðeins fimm mínútum síðar. Romain Esse var þar á ferð eftir stoðsendingu Daniels Munoz. Palace kom jöfnunarmarki ekki að þrátt fyrir níu mínútna uppbótartíma og Brentford fór með 1-2 sigur. Liðin sitja í ellefta og tólfta sæti deildarinnar en Brentford er með 31 stig og fjögurra stiga forystu á Crystal Palace eftir sigurinn í leik dagsins, sem var hluti af 23. umferð deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
Tottenham tók forystuna á 33. mínútu þegar Pedro Porro sendi fyrirgjöf á fjærstöngina sem Richarlison stangaði í netið. Þetta var annað mark hans í jafnmörgum deildarleikjum. This was Richarlison’s reply to a fan asking about Spurs’ recent form on TikTok…And he went on to score the opening goal in today's match against Leicester! pic.twitter.com/Jv7oTiiDnc— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn héldu því inn í hálfleik með forystuna en það breyttist fljótt því Leicester jafnaði í upphafi seinni hálfleiks, aðeins 58 sekúndum eftir að hann hófst. Jamie Vardy var þar á ferð með sitt sjöunda deildarmark á tímabilinu eftir, potaði boltanum yfir línuna eftir klafs í teignum. Jamie Vardy is never going to miss from there 😅The scores are level in north London 🤝#TOTLEI pic.twitter.com/D25T0aDRo2— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Það var skammt stórra högga á milli fyrir heimamenn því aðeins þremur mínútum síðar lentu þeir undir. Bilal El Khannouss skoraði markið með laglegu innanfótarskoti rétt fyrir utan teig. Það sem eftir lifði leiks tókst Leicester að verja forystuna, með kjafti og klóm og fimm gulum spjöldum. Sigurinn tók Leicester upp í 17. sæti deildarinnar, tveimur sætum neðar og sjö stigum á eftir Tottenham. Crystal Palace - Brentford 1-2 Brentford sótti þrjú stig á Selhurst Park og Bryan Mbuemo tókst að halda vítanýtingu sinni fullkominni. Eftir markalausan og tíðindalítinn fyrri hálfleik fékk Brentford vítaspyrnu dæmda á 62. mínútu þegar Maxence Lacroix fór með takkana hátt á loft inni í eigin vítateig. Bryan Mbuemo steig á punktinn og skaut í stöngina, en hann fékk að endurtaka spyrnuna þegar myndbandsdómarinn benti á að leikmenn Crystal Palace hefðu lagt of snemma af stað í árás á frákastið. Mbuemo skoraði svo í annarri tilraun. Faultless from the spot 💯Bryan Mbeumo has scored all nine of his Premier League penalties 👉😀#CRYBRE pic.twitter.com/7fDYCkkgET— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn voru afar ósáttir með ákvörðun dómarans og markmaðurinn Dean Henderson fékk gult spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku í átt að stuðningsmönnum Brentford. Kevin Schade bætti öðru marki við áhugaverðan hátt á 80. mínútu, skallaði boltann með gagnauganu og þurfti aðhlynningu sjúkraþjálfara eftir á. En sem betur fer fyrir Brentford endaði boltinn í netinu því Crystal Palace skoraði aðeins fimm mínútum síðar. Romain Esse var þar á ferð eftir stoðsendingu Daniels Munoz. Palace kom jöfnunarmarki ekki að þrátt fyrir níu mínútna uppbótartíma og Brentford fór með 1-2 sigur. Liðin sitja í ellefta og tólfta sæti deildarinnar en Brentford er með 31 stig og fjögurra stiga forystu á Crystal Palace eftir sigurinn í leik dagsins, sem var hluti af 23. umferð deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira