Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 07:43 Ruben Amorim ræðir Marcus Rashford áður en hann kom inn á völlinn í leik með Manchester United í lok nóvember síðastliðinn. Getty/Justin Setterfield Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, svaraði hreint út spurningu um Marcus Rashford og fjarveru hans á blaðamannafundi, eftir 1-0 sigur United á Fulham í gær. Það fer ekkert á milli mála að ástæðan fyrir fjarveru Rashford er sú að hann leggur sig ekki fram á æfingum liðsins. Amorim málar í það minnsta þá mynd af enska framherjanum. Rashford hefur ekki spilað með United síðan um miðjan desember. Hann talaði þá um að hann væri tilbúinn fyrir nýja áskorun á ferli sínum. Rashford var enn á ný utan hóps í leiknum í gær. Það er enn búist við því að hann fari á láni áður en glugginn lokar. Á meðan fær hann ekki að taka þátt í leikjum liðsins. „Það er alltaf sama ástæðan fyrir þessu. Ástæðan eru æfingarnar og hvernig ég sé það fyrir mér að fótboltamaður eigi að haga sér,“ sagði Ruben Amorim. „Þetta snýst um æfingarnar, hvern einasta dag og hvert litla smáatriði. Ef hlutirnir breytast ekki þá mun ég ekki breytast. Þetta er það sama fyrir alla leikmenn. Ef þeir skila öllu sínu, ef þeir gera það rétta, þá get ég notað alla leikmenn,“ sagði Amorim. „Þið sjáið það á bekknum okkar í dag. Þar vantaði tilfinnanlega meiri hraða til að geta breytt leiknum. Ég vil það frekar. Ég mun frekar setja Vital [63 ára markmannsþjálfari liðsins] inn áður en ég nota leikmann sem leggur sig ekki fram á hverjum degi. Það mun ekki breytast hjá mér,“ sagði Amorim. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Enski boltinn Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Það fer ekkert á milli mála að ástæðan fyrir fjarveru Rashford er sú að hann leggur sig ekki fram á æfingum liðsins. Amorim málar í það minnsta þá mynd af enska framherjanum. Rashford hefur ekki spilað með United síðan um miðjan desember. Hann talaði þá um að hann væri tilbúinn fyrir nýja áskorun á ferli sínum. Rashford var enn á ný utan hóps í leiknum í gær. Það er enn búist við því að hann fari á láni áður en glugginn lokar. Á meðan fær hann ekki að taka þátt í leikjum liðsins. „Það er alltaf sama ástæðan fyrir þessu. Ástæðan eru æfingarnar og hvernig ég sé það fyrir mér að fótboltamaður eigi að haga sér,“ sagði Ruben Amorim. „Þetta snýst um æfingarnar, hvern einasta dag og hvert litla smáatriði. Ef hlutirnir breytast ekki þá mun ég ekki breytast. Þetta er það sama fyrir alla leikmenn. Ef þeir skila öllu sínu, ef þeir gera það rétta, þá get ég notað alla leikmenn,“ sagði Amorim. „Þið sjáið það á bekknum okkar í dag. Þar vantaði tilfinnanlega meiri hraða til að geta breytt leiknum. Ég vil það frekar. Ég mun frekar setja Vital [63 ára markmannsþjálfari liðsins] inn áður en ég nota leikmann sem leggur sig ekki fram á hverjum degi. Það mun ekki breytast hjá mér,“ sagði Amorim. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport)
Enski boltinn Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira