Enski boltinn

Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tim Robinson gefur Iliman Ndiaye gult spjald fyrir fagnið hqnw gegn Brigjhtonl.
Tim Robinson gefur Iliman Ndiaye gult spjald fyrir fagnið hqnw gegn Brigjhtonl. getty/Mike Hewitt

Iliman Ndiaye var hetja Everton gegn Brighton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Hann skoraði eina mark leiksins og fékk gult spjald fyrir að fagna því á óviðeigandi hátt að mati dómarans.

Þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik í leiknum á American Express leikvanginum í Brighton fengu gestirnir frá Bítlaborginni vítaspyrnu. Hún var dæmd á Joël Veltman fyrir að handleika boltann innan teigs. Ndiaye tók spyrnuna og skoraði framhjá Bart Verbruggen í marki Brighton.

Ndiaye fagnaði markinu með því að herma eftir mávi en lukkudýr Brighton er mávur og liðið oft kallað Mávarnir. Ndiaye ögraði líka stuðningsmönnum heimaliðsins aðeins með því halda í eyru sín.

Tim Robinson, dómari leiksins, var ekki sáttur með þessi fagnaðarlæti Ndiaye og gaf honum gult spjald fyrir.

Ndiaye og félagar héldu út þrátt fyri mikla pressu Brighton í seinni hálfleik og lönduðu 0-1 sigri. Þetta var annars sigur Everton í röð undir stjórn Davids Moyes sem tók aftur við liðinu í þessum mánuði.

Everton er nú sjö stigum frá fallsæti. Sigurinn á laugardaginn var aðeins sá annar í síðustu 22 útileikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmenn Brighton voru aafar ósáttir við vítið sem Ndiaye skoraði úr en þeir töldu brotið á Veltman í aðdraganda þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×