„Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2025 10:17 Sjálfstæðismenn hafa aðsetur í Valhöll við Háaleitisbraut. Vísir/Hanna Sjálfstæðisflokkurinn lítur svo á að hann hafi uppfyllt skilyrði laga til þess að fá fjárstyrk frá ríkinu þrátt fyrir að hann hafi ekki verið skráður sem stjórnmálasamtök þegar styrkur var greiddur út árið 2022. Flokkurinn þáði þá 167 milljónir króna úr ríkissjóði. Komið hefur í ljós að nokkrir stjórnmálaflokkar þáðu samtals hundruð milljónir króna í ríkisstyrki þrátt fyrir að þeir væru ekki skráðir sem stjórnmálasamtök undanfarin ár. Skráning sem stjórnmálasamtök var gerð að skilyrði slíkra greiðslna með breytingum á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka sem tóku gildi í júní 2021. Einn þessara flokka er Sjálfstæðisflokkurinn sem þáði hátt í 170 milljónir króna fyrir árið 2022 þrátt fyrir að hann væri enn skráður sem félagasamtök þegar styrkurinn var greiddur út í janúar 2022. Skráningunni var ekki breytt fyrr en í apríl það ár. Í yfirlýsingu sem Ingvar Pétur Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins sendi fjölmiðlum í kjölfar umfjöllunar Vísis í gær, kemur fram að flokkurinn líti svo á að hann hafi uppfyllt skilyrði laga og innan þeirra tímamarka sem lög kveða á um. Eyðublað um skráningu flokka sem stjórnmálasamtaka hjá ríkisskattstjóra hafi ekki verið tilbúið fyrr en 12. janúar 2022. Ekki hafi verið kveðið á um að skráningin þyrfti að fara fram innan ákveðins tíma. „Af eðli fjárlaga leiðir að það þurfti að vera innan ársins sem fjárheimildin nær yfir,“ segir í yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins. Formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins hélt því ennfremur fram í aðsendri grein á Vísi í morgun að flokkarnir hafi aðeins þurft að laga skráningu sína á fjárlagaárinu 2022, ekki áður en styrkirnir voru greiddir út. Enginn dagsettur frestur um uppfyllingu skilyrðanna væri í lögunum. Tekið skal fram að lögin sem gerðu skráningu sem stjórnmálasamtök að skilyrði fyrir ríkisstyrk tóku gildi sumarið 2021. Lögunum var breytt til bráðabirgða skömmu síðar þannig að skráningin væri ekki skilyrði fyrir greiðslum fyrir árið 2021. Skráningin var skilyrði fyrir því að flokkar fengju greitt fyrir árið 2022 frá 1. janúar það ár. Greiðsla styrkjanna fyrir árið 2022 fór fram 25. janúar. Kveðið hefur verið á um þá dagsetningu í lögunum frá 2018. Mikið verk að gera ráð fyrir á annað hundrað flokkseiningum Í framhaldinu hafi flokkurinn hafist handa við að uppfylla kröfur vegna skráningarinnar sem stjórnmálasamtök. Í því fólst meðal annars að taka saman yfirlit yfir allar einingar sem störfuðu innan flokksins og að skilgreina hvert hlutverk þeirra væri. Þetta segir flokkurinn hafa verið töluvert umfangsmikið þar sem flokkseiningarnar séu vel á annan hundrað talsins. Auk þess hafi verið unnið að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins vegna nýrra krafna í lögum. Skráningunni hafi svo verið skilað til skattsins 8. apríl, um tveimur og hálfum mánuðum eftir að styrkurinn fyrir árið 2022 var greiddur út. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur svo á að hann hafi uppfyllt þau skilyrði með vísan til þess sem að framan greinir og innan þeirra tímamarka sem leiða má af lögum. Var þeirri skráningu skilað til Skattsins með þeim hætti sem að framan greinir án þess að við það væru gerðar athugasemdir af hans hálfu,“ segir í yfirlýsingunni. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði undir loforð um að samþykktum flokksins yrði breytt til þess að samræmast lögum í apríl 2022. Skipulagsreglur flokksins samræmdust ekki lögum Þegar Sjálfstæðisflokkurinn breytti skráningu sinn í apríl 2022 fylgdi tilkynningunni yfirlýsing sem Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins, skrifaði undir. Þar kom fram að skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins uppfylltu ekki öll skilyrði laganna um stjórnmálasamtök eftir að þeim var breytt árið 2021. Aðeins landsfundur flokksins gæti breytt skipulagsreglunum. Lýsti framkvæmdastjórinn því yfir að nokkrum atriðum yrði bætt inn í reglurnar á næsta landsfundi svo að samþykktir hans uppfylltu lagaskilyrðin. Landsfundurinn fór fram í nóvember það ár. Á meðal þess sem bæta þurfti inn í samþykktir Sjálfstæðisflokksins voru hverjir rituðu firma flokksins, kjörtímabil endurskoðenda, reglur um slit samtakanna og hvernig fara ætti með eignir þeirra yrði þeim slitið eða þau lögð niður. Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Komið hefur í ljós að nokkrir stjórnmálaflokkar þáðu samtals hundruð milljónir króna í ríkisstyrki þrátt fyrir að þeir væru ekki skráðir sem stjórnmálasamtök undanfarin ár. Skráning sem stjórnmálasamtök var gerð að skilyrði slíkra greiðslna með breytingum á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka sem tóku gildi í júní 2021. Einn þessara flokka er Sjálfstæðisflokkurinn sem þáði hátt í 170 milljónir króna fyrir árið 2022 þrátt fyrir að hann væri enn skráður sem félagasamtök þegar styrkurinn var greiddur út í janúar 2022. Skráningunni var ekki breytt fyrr en í apríl það ár. Í yfirlýsingu sem Ingvar Pétur Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins sendi fjölmiðlum í kjölfar umfjöllunar Vísis í gær, kemur fram að flokkurinn líti svo á að hann hafi uppfyllt skilyrði laga og innan þeirra tímamarka sem lög kveða á um. Eyðublað um skráningu flokka sem stjórnmálasamtaka hjá ríkisskattstjóra hafi ekki verið tilbúið fyrr en 12. janúar 2022. Ekki hafi verið kveðið á um að skráningin þyrfti að fara fram innan ákveðins tíma. „Af eðli fjárlaga leiðir að það þurfti að vera innan ársins sem fjárheimildin nær yfir,“ segir í yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins. Formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins hélt því ennfremur fram í aðsendri grein á Vísi í morgun að flokkarnir hafi aðeins þurft að laga skráningu sína á fjárlagaárinu 2022, ekki áður en styrkirnir voru greiddir út. Enginn dagsettur frestur um uppfyllingu skilyrðanna væri í lögunum. Tekið skal fram að lögin sem gerðu skráningu sem stjórnmálasamtök að skilyrði fyrir ríkisstyrk tóku gildi sumarið 2021. Lögunum var breytt til bráðabirgða skömmu síðar þannig að skráningin væri ekki skilyrði fyrir greiðslum fyrir árið 2021. Skráningin var skilyrði fyrir því að flokkar fengju greitt fyrir árið 2022 frá 1. janúar það ár. Greiðsla styrkjanna fyrir árið 2022 fór fram 25. janúar. Kveðið hefur verið á um þá dagsetningu í lögunum frá 2018. Mikið verk að gera ráð fyrir á annað hundrað flokkseiningum Í framhaldinu hafi flokkurinn hafist handa við að uppfylla kröfur vegna skráningarinnar sem stjórnmálasamtök. Í því fólst meðal annars að taka saman yfirlit yfir allar einingar sem störfuðu innan flokksins og að skilgreina hvert hlutverk þeirra væri. Þetta segir flokkurinn hafa verið töluvert umfangsmikið þar sem flokkseiningarnar séu vel á annan hundrað talsins. Auk þess hafi verið unnið að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins vegna nýrra krafna í lögum. Skráningunni hafi svo verið skilað til skattsins 8. apríl, um tveimur og hálfum mánuðum eftir að styrkurinn fyrir árið 2022 var greiddur út. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur svo á að hann hafi uppfyllt þau skilyrði með vísan til þess sem að framan greinir og innan þeirra tímamarka sem leiða má af lögum. Var þeirri skráningu skilað til Skattsins með þeim hætti sem að framan greinir án þess að við það væru gerðar athugasemdir af hans hálfu,“ segir í yfirlýsingunni. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði undir loforð um að samþykktum flokksins yrði breytt til þess að samræmast lögum í apríl 2022. Skipulagsreglur flokksins samræmdust ekki lögum Þegar Sjálfstæðisflokkurinn breytti skráningu sinn í apríl 2022 fylgdi tilkynningunni yfirlýsing sem Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins, skrifaði undir. Þar kom fram að skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins uppfylltu ekki öll skilyrði laganna um stjórnmálasamtök eftir að þeim var breytt árið 2021. Aðeins landsfundur flokksins gæti breytt skipulagsreglunum. Lýsti framkvæmdastjórinn því yfir að nokkrum atriðum yrði bætt inn í reglurnar á næsta landsfundi svo að samþykktir hans uppfylltu lagaskilyrðin. Landsfundurinn fór fram í nóvember það ár. Á meðal þess sem bæta þurfti inn í samþykktir Sjálfstæðisflokksins voru hverjir rituðu firma flokksins, kjörtímabil endurskoðenda, reglur um slit samtakanna og hvernig fara ætti með eignir þeirra yrði þeim slitið eða þau lögð niður.
Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira