Kornungur og í vandræðum með holdris Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2025 20:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Í hverri viku fæ ég alls konar spurningar sem tengjast typpaheilsu eða risvanda. Hér er ein slík spurning frá lesenda: „Ég get ekki haldið reisn, hvað er að mér? Þarf ég að byrja að nota stinningarlyf?„ -33 ára karlmaður. Flest, ef ekki allt, fólk með typpi (stundum talað um limhafa) lendir stökum sinnum í risvanda. Við alls konar aðstæður getur frammistöðukvíði eða líðan okkar þvælst fyrir líkamlegri örvun. Til dæmis ef þú ert að stunda kynlíf í fyrsta sinn eftir skilnað, ferð heim með manneskju sem þú ert mega skotinn í og vilt heldur betur sanna þig eða eftir langt kvöld þar sem þreyta eða áfengisneysla dregur úr þér. Þar sem ég hef engar frekari upplýsingar um þig, kæri lesandi, ætla ég að svara þessu frekar almennt sem vonandi í leiðinni nýtist sem flestum! Risvandi, sem einnig er kallaður stinningarvandi eða ristruflanir, eru erfiðleikar með að ná, eða viðhalda stinningu í kynlífi eða við sjálfsfróun. Risvandi er mjög algengur og getur haft áhrif á fólk á öllum aldri en verður algengari með aldrinum. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Risvandamál geta lagst á sálina.Vísir/Getty Nýlegar rannsóknir benda til þess að allt að 40% limhafa yfir fertugt og allt að 70% limhafa yfir sjötugt upplifa einhvers konar risvanda. Risvandi getur verið aðstæðubundinn en einnig geta ýmsir heilsutengdir þættir stuðlað að risvanda til dæmis hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki, yfirþyngd, reykingar og streita. Vandinn getur verið af andlegum eða líkamlegum toga Ef þú vaknar með morgunris, átt síður í erfiðleikum með ris í sjálfsfróun en lendir stundum eða oft í risvanda í kynlífi er sennilegt að líðan eða frammistöðukvíði liggi að baki. Sumir tengja risvanda við tilteknar aðstæður eins og þegar smokkur er settur á liminn, þegar ágreiningur kemur upp í sambandinu, þegar viðkomandi er undir miklu álagi, er að takast á við slaka sjálfsmynd eða fyrri áföll. Ef þú upplifir skyndilega breytingu á risi, ert skyndilega hættur að vaknar með morgunris, nærð ekki að viðhalda stinningu í sjálfsfróun og kynlífi er best að byrja á því að tala við heimilislækni. Gott er að skoða með þínum lækni hvaða líkamlegu þættir gætu verið að hafa áhrif á stinningu í kynlífi, en ýmislegt getur legið þar að baki. Ýmis ráð geta dugað gegn risvanda en best er að byrja á því að reyna aðrar leiðir en lyf.Vísir/Getty Hér eru nokkur ráð: Skoðaðu hvaða hugmyndir þú hefur um kynlíf og þína frammistöðu í kynlífi. Oft er handritið um hvernig kynlíf “á að vera” að þvælast fyrir! Ef þér finnst að þú eigir nánast alltaf að vera til í kynlíf og að kynlíf snúist um þína frammistöðu, ertu líklegri til að lenda í risvanda. Talaðu um vandann við þinn maka/bólfélaga. Slíkt samtal veitir bæði stuðning og aukna nánd sem er hjálplegt til að draga úr risvanda. Köstum handritinu burt! Kynlíf snýst um unað og nánd en ekki frammistöðu. Með því að færa fókusinn yfir á unað getum við beint athygli okkar að því sem við skynjun og finnum í stað þess að festast í hugsunum um ris eða frammistöðu. Andaðu djúpt! Það er mikilvægt að róa taugakerfið niður og settu svo athygli þína á augnablikið. Hvaða hljóð heyri ég? Hvaða lykt finn ég? Hvað er kynæsandi við þetta augnablik? Vertu flink/t/ur í öðru! Með því setja minni fókus á samfarir er hægt að færa sig yfir í aðra kynhegðun ef risið dettur niður. Að kunna margar leiðir til að veita og þiggja unað án þess að stunda samfarir á sennilega líka bara eftir að bæta kynlífið ykkar! Ef búið er að útiloka líkamlegar ástæður og ekki næst árangur með því að draga úr streitu, vinna markvisst í því að draga úr pressunni og auka vellíðan og ró í kynlífi er hægt að leita til kynlífsráðgjafa eða kynfræðings. Að lokum er hægt að ræða við lækni og skoða hvort stinningarlyf gætu hjálpað en ég mæli yfirleitt með því að reyna alls konar annað fyrst! Gangi þér vel <3 Finna má fleiri svör Aldísar og allar hennar greinar á einum stað á Vísi. Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Spurning barst frá lesenda: „Maðurinn minn hélt framhjá mér, við erum að reyna að vinna úr þessu en ég get ekki fyrirgefið eða horft framhjá þessu. Það er komið heilt ár og ég er enn í sárum og get stundum ekki talað við hann. Er von að þetta lagist eða er þetta dauðadæmt?“ - 45 ára kona. 14. janúar 2025 20:01 Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Mörgum finnst hátíðirnar eiga að vera tími sem einkennist af afslöppun, samveru, nánd og gleði. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fyrir mörg er þetta tími sem einkennist af streitu, fjárhagsáhyggjum, skylduboðum og þreytu. Ef það er raunin er ekki skrítið að nánd og kynlíf endi aftast í forgangsröðinni í desember. 10. desember 2024 20:00 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Spurning barst frá lesenda: „Ég hef alltaf verið hrifin af konum en samt alltaf verið með karlmönnum. Eftir mörg ár ein er ég samt hrædd við að deita konur þó ég finni að ég vil alls ekki deita karlmenn. Er smá hrædd um að þær nenni ekki 40 ára nýgræðingi“ - 40 ára kona. 3. desember 2024 20:00 Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Flest, ef ekki allt, fólk með typpi (stundum talað um limhafa) lendir stökum sinnum í risvanda. Við alls konar aðstæður getur frammistöðukvíði eða líðan okkar þvælst fyrir líkamlegri örvun. Til dæmis ef þú ert að stunda kynlíf í fyrsta sinn eftir skilnað, ferð heim með manneskju sem þú ert mega skotinn í og vilt heldur betur sanna þig eða eftir langt kvöld þar sem þreyta eða áfengisneysla dregur úr þér. Þar sem ég hef engar frekari upplýsingar um þig, kæri lesandi, ætla ég að svara þessu frekar almennt sem vonandi í leiðinni nýtist sem flestum! Risvandi, sem einnig er kallaður stinningarvandi eða ristruflanir, eru erfiðleikar með að ná, eða viðhalda stinningu í kynlífi eða við sjálfsfróun. Risvandi er mjög algengur og getur haft áhrif á fólk á öllum aldri en verður algengari með aldrinum. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Risvandamál geta lagst á sálina.Vísir/Getty Nýlegar rannsóknir benda til þess að allt að 40% limhafa yfir fertugt og allt að 70% limhafa yfir sjötugt upplifa einhvers konar risvanda. Risvandi getur verið aðstæðubundinn en einnig geta ýmsir heilsutengdir þættir stuðlað að risvanda til dæmis hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki, yfirþyngd, reykingar og streita. Vandinn getur verið af andlegum eða líkamlegum toga Ef þú vaknar með morgunris, átt síður í erfiðleikum með ris í sjálfsfróun en lendir stundum eða oft í risvanda í kynlífi er sennilegt að líðan eða frammistöðukvíði liggi að baki. Sumir tengja risvanda við tilteknar aðstæður eins og þegar smokkur er settur á liminn, þegar ágreiningur kemur upp í sambandinu, þegar viðkomandi er undir miklu álagi, er að takast á við slaka sjálfsmynd eða fyrri áföll. Ef þú upplifir skyndilega breytingu á risi, ert skyndilega hættur að vaknar með morgunris, nærð ekki að viðhalda stinningu í sjálfsfróun og kynlífi er best að byrja á því að tala við heimilislækni. Gott er að skoða með þínum lækni hvaða líkamlegu þættir gætu verið að hafa áhrif á stinningu í kynlífi, en ýmislegt getur legið þar að baki. Ýmis ráð geta dugað gegn risvanda en best er að byrja á því að reyna aðrar leiðir en lyf.Vísir/Getty Hér eru nokkur ráð: Skoðaðu hvaða hugmyndir þú hefur um kynlíf og þína frammistöðu í kynlífi. Oft er handritið um hvernig kynlíf “á að vera” að þvælast fyrir! Ef þér finnst að þú eigir nánast alltaf að vera til í kynlíf og að kynlíf snúist um þína frammistöðu, ertu líklegri til að lenda í risvanda. Talaðu um vandann við þinn maka/bólfélaga. Slíkt samtal veitir bæði stuðning og aukna nánd sem er hjálplegt til að draga úr risvanda. Köstum handritinu burt! Kynlíf snýst um unað og nánd en ekki frammistöðu. Með því að færa fókusinn yfir á unað getum við beint athygli okkar að því sem við skynjun og finnum í stað þess að festast í hugsunum um ris eða frammistöðu. Andaðu djúpt! Það er mikilvægt að róa taugakerfið niður og settu svo athygli þína á augnablikið. Hvaða hljóð heyri ég? Hvaða lykt finn ég? Hvað er kynæsandi við þetta augnablik? Vertu flink/t/ur í öðru! Með því setja minni fókus á samfarir er hægt að færa sig yfir í aðra kynhegðun ef risið dettur niður. Að kunna margar leiðir til að veita og þiggja unað án þess að stunda samfarir á sennilega líka bara eftir að bæta kynlífið ykkar! Ef búið er að útiloka líkamlegar ástæður og ekki næst árangur með því að draga úr streitu, vinna markvisst í því að draga úr pressunni og auka vellíðan og ró í kynlífi er hægt að leita til kynlífsráðgjafa eða kynfræðings. Að lokum er hægt að ræða við lækni og skoða hvort stinningarlyf gætu hjálpað en ég mæli yfirleitt með því að reyna alls konar annað fyrst! Gangi þér vel <3 Finna má fleiri svör Aldísar og allar hennar greinar á einum stað á Vísi.
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Spurning barst frá lesenda: „Maðurinn minn hélt framhjá mér, við erum að reyna að vinna úr þessu en ég get ekki fyrirgefið eða horft framhjá þessu. Það er komið heilt ár og ég er enn í sárum og get stundum ekki talað við hann. Er von að þetta lagist eða er þetta dauðadæmt?“ - 45 ára kona. 14. janúar 2025 20:01 Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Mörgum finnst hátíðirnar eiga að vera tími sem einkennist af afslöppun, samveru, nánd og gleði. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fyrir mörg er þetta tími sem einkennist af streitu, fjárhagsáhyggjum, skylduboðum og þreytu. Ef það er raunin er ekki skrítið að nánd og kynlíf endi aftast í forgangsröðinni í desember. 10. desember 2024 20:00 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Spurning barst frá lesenda: „Ég hef alltaf verið hrifin af konum en samt alltaf verið með karlmönnum. Eftir mörg ár ein er ég samt hrædd við að deita konur þó ég finni að ég vil alls ekki deita karlmenn. Er smá hrædd um að þær nenni ekki 40 ára nýgræðingi“ - 40 ára kona. 3. desember 2024 20:00 Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Spurning barst frá lesenda: „Maðurinn minn hélt framhjá mér, við erum að reyna að vinna úr þessu en ég get ekki fyrirgefið eða horft framhjá þessu. Það er komið heilt ár og ég er enn í sárum og get stundum ekki talað við hann. Er von að þetta lagist eða er þetta dauðadæmt?“ - 45 ára kona. 14. janúar 2025 20:01
Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Mörgum finnst hátíðirnar eiga að vera tími sem einkennist af afslöppun, samveru, nánd og gleði. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fyrir mörg er þetta tími sem einkennist af streitu, fjárhagsáhyggjum, skylduboðum og þreytu. Ef það er raunin er ekki skrítið að nánd og kynlíf endi aftast í forgangsröðinni í desember. 10. desember 2024 20:00
40 ára kona: Er of seint að deita konur? Spurning barst frá lesenda: „Ég hef alltaf verið hrifin af konum en samt alltaf verið með karlmönnum. Eftir mörg ár ein er ég samt hrædd við að deita konur þó ég finni að ég vil alls ekki deita karlmenn. Er smá hrædd um að þær nenni ekki 40 ára nýgræðingi“ - 40 ára kona. 3. desember 2024 20:00