„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 12:16 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi eru til merkis um að líkur á eldgosi aukist enn. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir þó að hægt hafi lítillega á landrisi og kvikusöfnun, miðað við atburði síðasta árs. „Sem bendir til þess að við séum komin á seinni hluta þessa ferlis. En það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé búið,“ segir Magnús Tumi. Mun minna flæði GPS- og gervitunglamælingar séu notaðar til að vakta svæðið og mæla kvikusöfnun. „Þær hafa sýnt að þegar þetta byrjaði þarna í lok október í fyrra, svo í nóvember og svo framvegis, þá voru að fara þarna inn kannski sjö, átta til tíu rúmmetrar af kviku á sekúndu. Síðan hefur dregið úr því hægt og rólega, og núna eru að koma kannski inn tveir, þrír, fjórir rúmmetrar af kviku á hverri sekúndu.“ Horfir til loka febrúar Síðasta eldgos hófst 20. nóvember og lauk 18 dögum síðar. Magnús Tumi segir að mánuður geti verið í það næsta. „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt, miðað við núverandi stöðu, að komi gos sem verði ekkert ósvipað þeim sem komið hafa á síðustu árum.“ Reikna megi með því að fyrirvari næsta eldgoss verði á bilinu hálf til ein klukkustund. „Það eru allar líkur á að þetta verði þannig. Þetta gerist ekki þannig að þetta stingi sér upp með engum fyrirvara og það sjáist hvergi nein merki. Það sjást bæði merki í jarðhitakerfinu, í borholunum fer að koma þrýstinbreyting, og svo eru það jarðskjálftar. Þó þeir séu ekki mjög stórir, “ sagði Magnús Tumi Guðmundsson. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Sjá meira
Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi eru til merkis um að líkur á eldgosi aukist enn. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir þó að hægt hafi lítillega á landrisi og kvikusöfnun, miðað við atburði síðasta árs. „Sem bendir til þess að við séum komin á seinni hluta þessa ferlis. En það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé búið,“ segir Magnús Tumi. Mun minna flæði GPS- og gervitunglamælingar séu notaðar til að vakta svæðið og mæla kvikusöfnun. „Þær hafa sýnt að þegar þetta byrjaði þarna í lok október í fyrra, svo í nóvember og svo framvegis, þá voru að fara þarna inn kannski sjö, átta til tíu rúmmetrar af kviku á sekúndu. Síðan hefur dregið úr því hægt og rólega, og núna eru að koma kannski inn tveir, þrír, fjórir rúmmetrar af kviku á hverri sekúndu.“ Horfir til loka febrúar Síðasta eldgos hófst 20. nóvember og lauk 18 dögum síðar. Magnús Tumi segir að mánuður geti verið í það næsta. „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt, miðað við núverandi stöðu, að komi gos sem verði ekkert ósvipað þeim sem komið hafa á síðustu árum.“ Reikna megi með því að fyrirvari næsta eldgoss verði á bilinu hálf til ein klukkustund. „Það eru allar líkur á að þetta verði þannig. Þetta gerist ekki þannig að þetta stingi sér upp með engum fyrirvara og það sjáist hvergi nein merki. Það sjást bæði merki í jarðhitakerfinu, í borholunum fer að koma þrýstinbreyting, og svo eru það jarðskjálftar. Þó þeir séu ekki mjög stórir, “ sagði Magnús Tumi Guðmundsson.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Sjá meira
Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55
Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21