Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. janúar 2025 10:05 Húsið er óneitanlega glæsilegt, hvað þá undir slíkum himni. Árborgir fasteignasala Eitt frægasta hús landsins, draumahús þeirra Andreu Eyland og Þorleifs Kamban í Ölfusi rétt hjá Hveragerði er enn til sölu. Húsið var fyrst auglýst til sölu í sumar en bygging hússins hefur vakið gríðarlega athygli frá upphafi. Á fasteignavef Vísis kemur meðal annars fram að um sé að ræða skemmtilegt einbýlishús með tveimur auka íbúðum ásamt sérbyggðri íbúð á tveggja hektara eignarlóð í Ölfusi rétt fyrir utan Hveragerði. Fermetrafjöldinn er 468,5 en búið er að skipta húsinu upp í þrjár íbúðir og er uppsett verð 350 milljónir króna. Andrea Eyland sagði fyrst frá hönnun hússins í hlaðvarpinu Kviknar árið 2020. Þar sagði hún frá því að barnsfaðir hennar Þorleifur Kamban hafi átt gamlar teikningar af sumarhúsi sem hann hafi teiknað upp fyrir mörgum árum síðan. Þetta séu þrjú hús sem tengist saman og myndi hálfgerða stjörnu séð ofan frá. Sjá má myndir frá fasteignasölu neðst í fréttinni. Þau höfðu oft rætt að þau gætu ekki keypt nýtt hús heldur gætu frekar hannað nýtt hús að þörfum þeirra stóru blönduðu fjölskyldu. Hann endurhannaði því húsið þannig að svefnherbergin væru níu, hjónaherbergi og nóg af herbergjum. Árið 2022 kíkti sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason svo til þeirra hjóna í sjónvarpsþættinum Gulla byggi. Þá voru þau í óðaönn við að byggja húsið. Þau sögðu í einlægni frá ferlinu og hvernig margt hefði tekið ansi langan tíma og lengri en þau hefðu búist við. Þau lentu til að mynda í vandræðum þegar fyrirtækið sem þau versluðu glugga af fór í greiðslustöðvun í miðju ferli. Andrea sagði svo frá því í september 2023 að hún væri flutt til Danmerkur. Hún hefur lítið tjáð sig um málið að öðru leyti en í júlí í fyrra sagði hún á Instagram þau Þorleif hafa lagt allt sitt í að láta draum sinn rætast með því að byggja húsið. Nánar má lesa um húsið á fasteignavef Vísis. Hér fyrir neðan eru myndir frá fasteignasölu. Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Hús og heimili Fasteignamarkaður Ölfus Tengdar fréttir Andrea Eyland flutt til Danmerkur Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar hlaðvarpsins er flutt frá Íslandi til Danmerkur. Þetta segir Andrea á Instagram þar sem hún tekur við spurningum fylgjenda sinna um breytta stöðu. 6. september 2023 11:41 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Á fasteignavef Vísis kemur meðal annars fram að um sé að ræða skemmtilegt einbýlishús með tveimur auka íbúðum ásamt sérbyggðri íbúð á tveggja hektara eignarlóð í Ölfusi rétt fyrir utan Hveragerði. Fermetrafjöldinn er 468,5 en búið er að skipta húsinu upp í þrjár íbúðir og er uppsett verð 350 milljónir króna. Andrea Eyland sagði fyrst frá hönnun hússins í hlaðvarpinu Kviknar árið 2020. Þar sagði hún frá því að barnsfaðir hennar Þorleifur Kamban hafi átt gamlar teikningar af sumarhúsi sem hann hafi teiknað upp fyrir mörgum árum síðan. Þetta séu þrjú hús sem tengist saman og myndi hálfgerða stjörnu séð ofan frá. Sjá má myndir frá fasteignasölu neðst í fréttinni. Þau höfðu oft rætt að þau gætu ekki keypt nýtt hús heldur gætu frekar hannað nýtt hús að þörfum þeirra stóru blönduðu fjölskyldu. Hann endurhannaði því húsið þannig að svefnherbergin væru níu, hjónaherbergi og nóg af herbergjum. Árið 2022 kíkti sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason svo til þeirra hjóna í sjónvarpsþættinum Gulla byggi. Þá voru þau í óðaönn við að byggja húsið. Þau sögðu í einlægni frá ferlinu og hvernig margt hefði tekið ansi langan tíma og lengri en þau hefðu búist við. Þau lentu til að mynda í vandræðum þegar fyrirtækið sem þau versluðu glugga af fór í greiðslustöðvun í miðju ferli. Andrea sagði svo frá því í september 2023 að hún væri flutt til Danmerkur. Hún hefur lítið tjáð sig um málið að öðru leyti en í júlí í fyrra sagði hún á Instagram þau Þorleif hafa lagt allt sitt í að láta draum sinn rætast með því að byggja húsið. Nánar má lesa um húsið á fasteignavef Vísis. Hér fyrir neðan eru myndir frá fasteignasölu. Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala Árborgir fasteignasala
Hús og heimili Fasteignamarkaður Ölfus Tengdar fréttir Andrea Eyland flutt til Danmerkur Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar hlaðvarpsins er flutt frá Íslandi til Danmerkur. Þetta segir Andrea á Instagram þar sem hún tekur við spurningum fylgjenda sinna um breytta stöðu. 6. september 2023 11:41 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Andrea Eyland flutt til Danmerkur Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar hlaðvarpsins er flutt frá Íslandi til Danmerkur. Þetta segir Andrea á Instagram þar sem hún tekur við spurningum fylgjenda sinna um breytta stöðu. 6. september 2023 11:41