Að minnsta kosti fimm vilja verða rektor Háskóla Íslands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2025 10:39 Að minnsta kosti fimm verða í kjöri í kosningum til rektors. Að minnsta kosti fimm hafa í hyggju að sækja um embætti rektors Háskóla Íslands en umsóknarfresturinn rennur út á morgun. Nýr rektor verður skipaður í embætti frá 1. júlí 2025. Jón Atli Benediktsson, sem hefur sinnt embættinu í tíu ár, hefur ákveðið að láta af starfinu. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við HÍ, greindu frá því í október síðastliðnum að þau ætluðu að sækja um. Þá bættist Kolbrún Þ. Pálsdóttir, sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið, í hóp umsækjenda í desember. Björn Þorsteinsson, prófessor við sagnfræði- og heimspekideild, tilkynnti svo um framboð á samfélagsmiðlum 10. janúar og Ingibjörg Gunnarsdóttir, næringarfræðingur og aðstoðarrektor vísinda við HÍ, í gær. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti rektors Háskóla Íslands. Ákvörðunin er tekin að vandlega athuguðu máli. Ég hef trú á því að ég hafi margt til að bera sem reynst geti vel í starfi rektors á næstu árum. Ég hef víðtæka reynslu af kennslu, rannsóknum og stjórnun innan Háskólans og hef brennandi áhuga á hlutverki hans í samfélaginu,“ sagði Björn á Facebook. „Ég tel mig búa yfir ágætis reynslu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni sem starfinu fylgja. Hins vegar er ég fullkomlega reynslulaus þegar kemur að kosningabaráttu, en hlakka til að takast á við óvissuna næstu vikurnar. Ég þigg með þökkum góð ráð og stuðning frá mér reynslumeira fólki á þessu sviði og þeim sem eru tilbúnir að styðja mig í þessu ferli,“ sagði Ingibjörg á sama miðli. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilefningu háskólaráðs. Tilnefning háskólaráðs fer fram að undangengnum kosningum í háskólanum en þar hafa atkvæðarétt skipaðir eða ráðnir starfsmenn HÍ, akademískir starfsmenn samstarfsstofnana HÍ og allir skráðir stúdentar við skólann. Atkvæði starfsmanna nema 70 prósentum og stúdenta 30 prósentum. Samkvæmt reglum skal kjördagur vera sem næst 5. mars og kjörfundur standa í þrjá sólarhringa. Kosið er rafrænt. Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, sem hefur sinnt embættinu í tíu ár, hefur ákveðið að láta af starfinu. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við HÍ, greindu frá því í október síðastliðnum að þau ætluðu að sækja um. Þá bættist Kolbrún Þ. Pálsdóttir, sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið, í hóp umsækjenda í desember. Björn Þorsteinsson, prófessor við sagnfræði- og heimspekideild, tilkynnti svo um framboð á samfélagsmiðlum 10. janúar og Ingibjörg Gunnarsdóttir, næringarfræðingur og aðstoðarrektor vísinda við HÍ, í gær. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti rektors Háskóla Íslands. Ákvörðunin er tekin að vandlega athuguðu máli. Ég hef trú á því að ég hafi margt til að bera sem reynst geti vel í starfi rektors á næstu árum. Ég hef víðtæka reynslu af kennslu, rannsóknum og stjórnun innan Háskólans og hef brennandi áhuga á hlutverki hans í samfélaginu,“ sagði Björn á Facebook. „Ég tel mig búa yfir ágætis reynslu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni sem starfinu fylgja. Hins vegar er ég fullkomlega reynslulaus þegar kemur að kosningabaráttu, en hlakka til að takast á við óvissuna næstu vikurnar. Ég þigg með þökkum góð ráð og stuðning frá mér reynslumeira fólki á þessu sviði og þeim sem eru tilbúnir að styðja mig í þessu ferli,“ sagði Ingibjörg á sama miðli. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilefningu háskólaráðs. Tilnefning háskólaráðs fer fram að undangengnum kosningum í háskólanum en þar hafa atkvæðarétt skipaðir eða ráðnir starfsmenn HÍ, akademískir starfsmenn samstarfsstofnana HÍ og allir skráðir stúdentar við skólann. Atkvæði starfsmanna nema 70 prósentum og stúdenta 30 prósentum. Samkvæmt reglum skal kjördagur vera sem næst 5. mars og kjörfundur standa í þrjá sólarhringa. Kosið er rafrænt.
Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56
Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02
Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41